Húnar á Húnaflóa

Mynd, freska eftir Baltasar á HúnavöllumÍ Vatnsdælasögu segir frá því að Ingimundur gamli landnámsmaður á Hofi í Vatnsdal ákvað að fara til Noregs og heyja sér húsavið í bæ sinn.

Þar segir: Þetta haust voru íslög mikil  og er menn gengu ísana þá fundu menn  birnu eina  og með húna tvo. Ingimundur var í þeirri ferð og kvað það Húnavatn heita skyldu ,, en fjörður sá  er flóir af vötnum, hann skal heita Vatnafjörður"

Líta verður svo á að landsvæðið hafi dregið nafn sitt af þessum atburði og heitir Húnavatnssýslur og flóin Húnaflói.

Við landnám er líklegt að ísbirnir hafi verið landdýr með nokkuð fasta búsetu. Eru til ýmsar sögur í aldanna rás af viðureign íbúa við ísbirni. Líklegt er að ísbirnir hafi svo hrakist frá landinu þegar landið byggðist.

Þegar Ingimundur fór til Noregs hafðan hann bjarndýr með sér, væntanlega annan húnin. Gaf hann Haraldi Noregskonungi.

Myndin með færslunni er eftir Baltasar og efnisinnihaldi sótt í frásögn Vatnsdælu af þessum atburðum. Myndin er hluti af myndaröð sem Baltasar málaði, svokölluð freska og er uppsett á Húnavöllum í Húnavatnshrepp. Birt með leyfi höfundar.


mbl.is Líklega ekki ísbjörn heldur Árni Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með 29 hross yfir Arnarvatnsheiði 1966

Færsluhöfundur með reiðhesta sína við HúsafellHér segir frá ferð Ingu Valfríði Einarsdóttur ,Snúllu, frá Laugarnesi og Rögnu Ágústdóttur frá Hofi Í Vatnsdal af landsmóti hestamann á Hólum 1966 til Reykjavíkur:

Riðu þær stöllur nú frá Hólu um Skagafjörð um Vatnskarð yfir Blöndubrú hjá Syðri-Löngumýri út Reykjabraut og niður hjá Stóru-Giljá og fram Vatnsdal að Hofi þar sem gist var. Önnur reið á undan en hin á eftir og voru tveir ungir piltar þeim til aðstoðar.

Daginn eftir héldu þær ferð sinni áfram upp Grímstunguheiði og áfram upp Arnarvatnsheiði. Þegar þær voru komnar upp á háheiðina skall á þær svartaþoka svo ekki sá handaskil. Þeim stöllum varð ekki um sel að þurfa að reka svo mörg hross við þessar aðstæður 0g óttuðust mest að hryssurnar kæmust í stóðhesta sem þarna voru í afrétt.

Gekk nú ferðin sæmilega og voru þær fegnar þegar grilla tók í Skammá sem rennur í Stóra-Arnarvatn. Fljótlega riðu þær fram á sæluhúsið í Álftakrókum þar sem þær höfðu næturstaða.

Daginn eftir riðu þær við góðan orstýr niður að Húsafelli en þar beið Sigurður Ólafsson söngvari og  hestamaður, maður Snúllu og félagi hans Batti , líklega kallaður rauði. Höfðu þeir komið Kaldadal á bíl. Batti tók sína hesta á bíl en Sigurður reið með ferðalaöngum niður að Miðfossum þar sem gist var um nóttina. Daginn eftir var svo riðið til Reykjavíkur. Ferðin tók rúmlega viku.

Gefum Snúllu orðið; Við Ragna vorum ákaflega stoltar að hafa sigrast á Arnarvatnsheiðinni. Seinna var mér sagt að jafnvel reyndustu fjallamenn, sem þekktu staðhætti eins og fingurna á sér, hefðu villst í jafn svartir þoku og við lentum á heiðinni.

Heimild: Í söngvarans jórey. Æviminningar Sigurðar Ólafssonar, höf. Ragnheiður Davíðsdóttir. Endursagt. Mynd af færsluhöfundi í Húsafelli með reiðhesta sína.


mbl.is Misjafn kostnaður í hestaferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetaembætti í uppnámi-óvíst um útgáfu kjörbréfs.

Svo virðist sem forsetaembættið sé að dragast inn í miklar deilur og málaferli. Það er nú ekki nógu þjóðvænlegt.

Það er nú svo sem eðlilegt þar sem einstaklingurinn sem því gegnir hefur alla tíð lagt áherslu á skylmingar og bardagalist.

Um harm Guðna Ágústsonar get ég lítið sagt, Guðni er góður Íslendingur og ættjarðarvinur. Ég átta mig hins vegar ekki á hvers vegna hann gengur á fund biskup í þessu máli. Þekki ekki alveg hvaða lögsögu biskup hefur yfir starfmönnum kirkjunnar, þegar þeir halda ræður í almenningum eða rita á vefmiðla, utan embættisstarfa.

Eiga menn þá alltaf að ganga á fund biskup ef þeim súrnar í augum. Vafalaust hafa stór orð verið látin falla og það er þá dómstóla að skera úr.

Hinu hef ég meiri áhyggjur af hvernig Hæstréttu snýr sér í því að gefa út kjörbréf til handa forseta Íslands en kosningar sæta nú væntanlega kæru frá öryrkjum.

Varla getur rétturinn gefið út kjörbréf fyrir en kæran er úkljáð og úr því skorið hver kæran hefur á lögmæti kosninganna og nú er væntanlegt réttarhlé og dómarar komnir í sumarleyfi.

Hugsanlega áritar rétturinn kjörbréfið með fyrirvara um lúkningu málsins ellegar út verði gefið bráðabirgðarkjörbréf fram að jólum.


mbl.is Davíð svarar Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanræksla forseta Íslands?

Mál þetta er á ábyrgð handhafa löggjafarvaldsins.

Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvald.

Lögin sem gilda í þessu máli eru frá árinu 2000 nr. 24,  16. maí.

Einsýnt er að blindur eða lasburða kjósandi vill frekar hafa persónulegan hjálparmann en opinberan.

Við lagasetninguna hefur eitthvað farið úrsskeiðis sem hefði verið hægt að bæta úr við yfirlestur.

Forseti Íslands fær lög til yfirlestur og samþykkis og eða synjunar. Hann er nokkurskonar endurskoðandi lagatextans.

Honum ber því að lesa textann vel yfir, gera á honum rannsóknir og greiningar og bera textann saman við alþjóðlega samninga og skuldbindingar sem við höfum undirgengist. 

Þá þarf hann að gaumgæfa að lögin standist stjórnarskrá, sér í lagi þar sem við höfum ekki stjórnlagadómstól. Þetta er mitt mat á störfum forseta við dagsbrún nýrrar aldar.

Ef hann verður var við hnökra á málatilbúnaði ber honum umsvifalaust að gera viðkomandi ráðherra viðvart svo hægt sé að bæta úr. Sú hefur ekki orðið raunin í þessu málið og þegar bankað er upp á í þessu málið eru það dómara sem koma til dyranna.

Þetta mál er snautlegt fyrir forsetann og furðulegt að hann hafi lagt á stað með þessa brotalöm í farteskinu.


mbl.is Telja framkvæmdina mannréttindabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband