Hagsmunir tryggingafélaga af rekstri slökkviliða

Sveitarfélög sjá um eldvarnir með rekstri slökkviliða. Víðast er svo myndað byggðsamlag um þessa starfsemi. Sveitarfélög greiða því starfsemi slökkviliða.

Ástæða er til að velta hagsmunum tryggingafélaga varðandi svona starfsemi og hvort þeim sé ekki akkur í að hafa velbúin og ánægða slökkviliðsmenn starfandi.

Eldur er uppiAllir almennir íbúðarhúseigendur eru með brunatryggingar á húseignum sínum og flestir með innbústryggingar. Þannig að skellurinn af brunatjóni sem ekki verður hamið vegna verkfalls slökkviliðsmann lendir á tryggingafélögum.

Það hefur nú ekki komið nægjanlega vel fram hver kjör slökkviliðsmanna er. Þegar slík umræða fer á stað eru einungis nefndir lægstu taxtarnir.

Það fer ekki á milli mála að þetta starf er erfitt þótt sæmilegar pásur séu inn á milli. Ömurlegast er væntanlega að koma á slysstað þar sem starfsmenn mæta miklum hörmungum.

Það verður sennilega að fá ráðherrana í það að slökkva þetta bál sem sýnt er með fréttinni og slökkviliðsmenn eru að kynda.


mbl.is Útlit fyrir verkfall á föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjalla-Eyvindur á Hveravöllum

Útilegumaður leitar sauðaÞað er alltaf eftirvænting og tilhlökkun að koma að Hveravöllum. Staðurinn á sér langa sögu. Í Landnámabók er sagt frá Reykjavöllum og er þar væntanlega átt við Hveravelli.

Við hjónin vorum þarna á ferð um daginn og gistum tvær nætur. Nú er búið að skipta yngra húsinu upp í 5 einingar. Örlítið kaffihús með bar og afgreiðsla er fremst og svo inn af er eldunaraðstaða fyrir dvalargesti og þrjú svefnrými með misjafnlega mörgum rúmum. Þetta er ekki lengur eins og í gamladaga þegar þetta var allt einn geimur. En samt- það var fínt að gista þarna.

Mikill fjöldi ferðamanna kemur á Hveravelli árlega og verður staðurinn því fyrir verulegum ágangi. Lítil framþróun hefur orðið á staðnum ef maður ber hann saman við aðra ferðamannastaði - eins og staðurinn hafi frosið fastur á einhverjum tímapunkti.

Sæluhúsið á HveravöllumÞað vantar andlitslyftingu á staðinn, svo sem viðhald á húsinu ( málun og viðarvörn ). Hreinlætisaðstaða er í lámarki. Ekki hægt að fara í sturtu vegna skorts á köldu vatni. Ekki er nægjanlega vel hugsað um þrif á baðlauginni og sauðfé hefur ótakmarkaðan aðgang að svæðinu. Þá sýndist mér frárennslismál í ólagi. Snorri Sturluson í Reykholti hafði það þannig á 1300 öld þegar hann vantaði kalt vatn til blöndunar að þá  safnaði hann heitavatninu og lét það kólna. Eins mætti gera á Hveravöllum.

Minnismerki eru um Fjalla-Eyvind á Hveravöllum. Það er ágætt á sinn hátt, rimlabúr með tveim hjörtum, þó ég persónulega hefði kosið að á rimlunum hefðu verið tvær hendur sem beygðu rimlana út. Það er þó bót í máli að skjöldurinn með áletruninni er svo neðarlega að það verða allir að fara á hnén til að geta lesið og þá hlær Fjalla-Eyvindur væntanlega einhverstaðar í öræfakyrrðinni.

Traustir skipstjórnarmenn

Ég átti þess kost að fara í ferðalag til Vestmannaeyjar í þar síðustu viku. Þangað hafði ég ekki komið síðan ég var til sjós eftir miðja síðustu öld (1965).

SkipstjornarmennVið sigldum að sjálfsögðu með Herjólfi báðar leiðir. Það var nú meiri nákvæmnin hjá skipstjórnarmönnunum þegar þeir voru að leggja að bryggju. Skipið bókstaflega lagðist eins og dúkkuvagn að bryggju. Enda eru þarna þaulreyndir skipstjórar úr millilandasiglingum hjá Eimskipafélagsins og víðar.

Það hefur komið fram í umræðu manna á meðal að nokkur sandburður er í Landeyjarhöfn vegna brims og strauma. Hafa dýpkunarskip verið þar að störfum eins og eðlilegt getur talist. Kunnugir hafa sagt mér að við gosið hafi þessi framburður hugsanlega aukist. En úr því getur tíminn einn skorið.

Víst er að nauðsynlegt verði fyrir skipstjórnarmenn að einhverju leiti að gæta sjávarfalla við siglingar inn í höfnina á meðan menn eru að afla sér reynslu á staðháttum. Nauðsynlegt er að allur búnaður við höfnina sé góður svo sem lýsing og tækni til að meta dýpt í höfnina á örskömmum fyrirvar sé til staðar áður enn siglt er inn.

Herjólfur Herjólfsdalurer með að því mér skilst 8000 hestafla vél og tvær aðalskrúfur ásamt bógskrúfum að framan. Verði þessu afli öllu beitt við útsiglingu úr Landeyjarhöfn mun skipið halda rennunni opinni.

Þá er spurningin hvernig væri hægt að fylgja því eftir. Sú hugmynd hefur svifið í loftinu að hugsanlega væri hægt að láta vatn úr Markarfljóti að hluta renna eða dæla því annað slagið í gegnum höfnina og láta hana þannig vera sjálfbæra með hreinsun. Þetta væri áhugavert viðfangs og tilraunaverkefni.


mbl.is Herjólfur í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagrahlíð á Kili

Varða á KiliÞað sögðu mér gamlir menn sem ég ólst upp með fyrir 50 árum, að hlíð ein upp við Langjökul sem fáir menn hefðu komist til væri svo fögur vegna grósku sinnar og blómskrúðs að hún væri kölluð Fagrahlíð. Þeir höfðu smalað Þjófadalafjöll en þá var venjan að Sunnanmenn og Norðanmenn smöluðu Kjöl sameiginlega og var réttað í Gránunesi og við Seiðisá.

Ég hef alltaf geymt þetta með sjálfum mér og aldrei trúað þessu almennilega og talið að þarna hafi karlarnir séð eitthvað í hyllingum og draumórum.- Engin blóm vaxi við jökulrætur. 

Alltaf hefur samt þessi dulúðuga hlíð skotið upp í huga mér þegar ég hef átt leið um Kjöl annaðhvort akandi eða í göngum og fjárheimtum.

Hjónin á ferðalagiUm síðustu helgi vorum við hjónin á Hveravöllum í sumarfríi. 50 ár eru síðan ég fór fyrst í göngur. Þá einhesta og með nesti í hnakktösku. Ég ákvað því nú að láta verða af því að skoða þessa leyndardómsfullu hlíð.

Ekið er frá Hveravöllum upp Stélbratt inn Sóleyjardali og upp á Þröskuld og er það allt fær leið jeppum og jepplingum en fara verður varlega.  Á Þröskuldi er bílastæði og þaðan er gengið niður sneiðing niður í botn Þjófadala. Þar er graslendi og á svæðinu rennur tær lindá.

Við gengum út úr Þjófadalakjaftinum fyrir Þverfell og þá blasti Fagrahlíð við okkur.  Hún var dökkgræn miðað við landið í kringum okkur og hér var allt satt og rétt með farið sem gömlu mennirnir héldu fram fyrir 50 árum. Fúlakvísl getur verið erfið yfirferðar en hægt er að fara hana upp við jökul.

Engar ýkjur eru af sögum af blómskrúði hlíðarinnar og læt ég fylgja hér skrá um blómplöntur og byrkninga í Fögruhlíð samFagrahlíð 2kvæmt rannsókn Harðar Kristinssonar 1980 alls 83 tegundir og vil bæta við Eyrarrós en en hún vex Fögruhlíðar megin á áreyrunum. Heimild Árbók Ferðafélags Íslands 2001. Kjölur og kjalverðir efir Arnór Karlsson og Odd Sigurðsson.

En nú kom upp spurningin, hvernig stendur á öllu þessu blómskrúði? Það sem vakti athygli mína fyrst var að á áreyrunum vestan Fúlukvíslar nær Fögruhlíð vex Eyrarrós. En austanmegin voru engar Eyrarrósir.

Þá laust það upp fyrir mér að Fagrahlíð er varin af jökulfalli og sauðfé kemst ekki að öðru jöfnu inn á svæðið. Í Þjófadalabotni taldi ég 50 fjár og slangur af fé var í hnúkunum í kring.

BlómSamkvæmt rannsókn sem gerð var á Hesti í Borgarfirði að þá velur sauðfé blómplöntur fyrst til beitar eigi það þess kost. Annarstaðar á þessu svæðinu er blómgróður í lámarki kræklóttur og virðist ekki ná neinum þroska eða vexti. Eðlilegt er því að álykta að sauðkindin sé hér aðal   áhrifavaldurinn.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hross naga bíla

Það hefur komið fram í fréttum að hross hafi nagað bíla og valdið tjóni á lakki þar sem veiðimenn hafa verið við veiðar við ár.

Fram hefur komið að bílatrygging viðkomandi bæta ekki slíkt tjón, hvorki hin almenna trygging eða kaskótryggingin.

Þetta mál þarf að skoða í ljósi aðstæðna, hver tjónvaldurinn er og í hvaða erindagjörðum eigandi bílsins er.

Ef veiðimaður  kaupir veiðileyfi við á og fer inn á bithaga þar sem stórgripir eru á beit og veiðimaðurinn er ekki varaður við stórgripunum og engin auglýsingarskilti eru upp er eigandi stórgripanna tvímælalaust bótaskyldur vegna tjónsins, nú eða eftir atviku veiðifélagið sem selur veiðileyfið.

Bændur eru að öðru jöfnu með ábyrgðartryggingar vegna búrekstrar síns gagnvart þriðja aðila og mundi því svona tjón falla innan slíkra trygginga. Ef viðkomandi búfjáreigandi er ekki með ábyrgðartryggingu yrði hann væntanlega bótaskyldur persónulega.

Nautgripir geta valdið skaða á bifreiðum með því að hnoðast utan í bílum, brotið spegla og dældað boddý.

Því er nauðsynlegt fyrir fólk að vera á varðbergi gagnvart, búsmala, jafnvel sauðfé getur rispað bíla. Hægt er að vera með litlar rafmagnsgirðingar í kring um bíla og tjöld þegar fólk er í útilegu það eykur öryggi fólks.

Bændur geta ekki vikið sér undan ábyrgð á búsmala sínum við svona aðstæður nema viðkomandi ferðamaður eða veiðimaður sé í óþökk og óleyfi búfjáreiganda og/eða landeiganda innan girtrar landareignar.

Ef viðkomandi ferðamaður væri staddur í þjóðlendu og afréttarpeningur ylli spjöllum á munum fólks væri forsætisráðherra sennilega bótaskyldur þar sem hann fer með málefni þjóðlendna og hefur ekki lagt lausagöngu kvaðir á búsmala bænda.

Ég gekk t.d til laugar í síðustu viku á á tilteknum stað á hálendinu og þar hafði sauðfé gert þarfir sínar í laugina og ónýttist mér baðförinAngry

 


Úrkynjað einokunarkerfi

Eftirfarandi skrifar Jón Baldur L'Orange á blogg sitt hér á undan mínu bloggi:

 

Ef niðurgreitt opinbert kerfi getur ekki staðist frjálsa samkeppni við óniðurgreidda framleiðslu hlýtur úrkynjun þess að vera algjör.

,,Hér talar Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og helsti talsmaður hennar í landbúnaðarmálum ásamt Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra. Þessi orð segja allt sem segja þarf um hug áhrifamanna innan Samfylkingarinnar til íslenskra bændafjölskylda og þeirra þúsunda sem starfa í íslenskum landbúnaði um allt land. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þingmaðurinn talar með óvirðingu og af miklum fjandskap um íslenskan landbúnað. Helgi Hjörvar slær um sig með ódýrum frösum að vanda. Andstyggð hans á íslenskum landbúnaði er algjör. Að hann leyfi sér að nota orðið ,,úrkynjun" er ótrúleg smekkleysa og í lágkúruleg móðgun við heila atvinnugrein. Það þarf að leita allt aftur til þriðja áratuga síðustu aldar til að finna orðið úrkynjun notað í pólitískum tilgangi ".

Hér reynir Jón Baldur L'Orange að snúa út úr orðum Helga Hjörvar og reynir að láta líta út sem Helgi sé að tala um fólk og hvernig erfðaeiginleikum þess er komið, en Helgi er að tala um framleiðslukerfi í landbúnaði sem er mjög umdeilt a stjórnmálavettvanginum  sem kunnugt er.

Þessi aðferð Jóns Baldurs er afar augljós að reyna að afvegleiða málið og reyna að beina því persónulega að fólki í landbúnaði.

Aftur á móti væri fengur að því að fá nú fram útskýringar á því hvernig íslenskur landbúnaður stendur eftir 25 ára hagræðingu og samþjöppun og hvernig raunveruleg skuldastaða bænda er.

Varla eru þau vandræði öll sem maður heyrir af skuldum bænda, því að kenna að Kára í Garði tókst á sínum tíma að brjótast í gegn um einokunarkerfið í óþökk Bændahallarmanna og selja dilkakjöt sitt úr frystikistu í Kolaportinu með löglegum hætti.


mbl.is Kúabændur telja að kerfið muni bresta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dulkóðaðir neytendur

Hvenær er fólk neytendur og hvenær er fólk ekki neytendur?

Venjan hefur verið í íslensku máli að þegar fólk fer út í búð að þá er fólk neytendur og allir verða að vera voða kurteisir við neytandann. Það má varla orðinu halla við hann því þá er ekki víst að hann komi aftur.

Samkvæmt íslenskri málvenju er sá sem fer í banka að fá lán, kallaður lántakandi, lánþegi, eða skuldari en sá sem á peninga inn í banka kallaður sparifjáreigandi og stundum ruglast á honum og fjárfestum.

Nú virðist þetta vera búið að breyta þessari málvenju án þess að spyrja kóng né prest og skuldakóngarnir kallaðir neytendur.

Þá hljóta sparifjáreigendur líka að vera kallaðir neytendur. Þeir fara í banka með sparifé sitt og fá vexti og neyta þeirra með því að kaupa eitthvað fallegt fyrir þá.

Það er einkennilegt ef svokallaður neytandi=skuldari er allt í einu komin með einhverja yfirburðastöðu ef samningur raskast af einhverjum sökum að þá á alltaf að túlka öll atriði í hag neytandans og menn tala alltaf að málinu sé þar með lokið og megi varla far með slík mál til dómstóla eða áfrýja ágreining af því að neytendur eru orðnir eins og kýrnar á Indlandi, heilagir. 

En sparifjáreigendur geti bara étið það sem úti frýs.

Og hver á að setja peningatryggingu fyrir lögbanninu?


mbl.is Vill geta lagt lögbann á gengislán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband