Það er nú líka óeðlilega staðið að kosningum á Íslandi þegar kjósendur í fjölmennasta kjördæmi á Íslandi eru eins og útigangsfólk með 1/2 atkvæði á móti kjósendum í öðrum kjördæmum.
Hvenær ætla fjölmiðlar að fara að gefa kosningasvindlinu á Íslandi gaum?
Þeir gætu nú til dæmis lesið framsöguræði formanns kjörbréfanefndar Alþingis við upphaf þings og leikritið í kring um þingsetninguna.
![]() |
Ýjar að kosningasvindli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.6.2009 | 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Greint er frá því að Jónmundur Guðmarsson sé að hætta sem bæjarstjóri Seltjarnaness og verði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Ég þurfti eitt sinn, sem utansveitarmaður, úr Reykjavík, að reka smávegis erindi við bæjarstjórann og og get ég sagt það eitt, að hann kom fram í því máli af háttvísi og heiðarleika. Ég fór af fundi hans kátur og léttur í spori.
Fólk má ekki sjá skít í öllum hornum þó tilfærslur séu á mönnum innan stjórnkerfis Sjálfstæðisflokksins. Við verðum þegar allt kemur til alls að búa hér saman í þessu landi með ólíkar stjórnmálaskoðanir.
Jónmundur er vel menntaður, er með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá Oxford og það er einmitt menntun sem nýtist þjóðinni vel nú um stundir. Ef til vill kann hann tökin á Tjallanum, þegar kemur að því að við getum ekki borgað Icesave.
![]() |
Hættir sem bæjarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.6.2009 | 22:04 (breytt kl. 22:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Upplýsingar um þrjú atriði vantar að mínu mati í umræðuna varðandi uppkastið að Icesavesamningunum
Það hefur ekki svo ég viti verið birt neitt lögfræðiálit um hver sóknar- eða varnarstaða okkar er í þessu máli. Allavega hefur almenningur ekki séð það. Víglína okkar er væntanlega einhver við upphaf málsins.
Það hefur verið þvælt og karpað um það að gagnaðilarnir vilji ekki gerðardóm, vilji ekki hafa samkomulag um til hvaða dómstóls eigi að leita og svo framvegis. Neitum við að greiða þurfum við ekki að velja neinn dómstól. Við bíðum bara átekta. Gagnaðilinn verður að bera kröfur sínar upp við dómstól. Heimili og varnarþing Landsbanka Íslands er á Íslandi, væntanlega í Reykjavík. Gagnaðilinn hefði engan annan kost en að snúa sér til íslensks dómstóls, að mínu mati.
Sigurjón Árnason fv. Landsbankastjóri hefur verið brattur í fjölmiðlum í dag og talið að eignir Landsbankans dugi fyrir Icesavesamningunum og því höfum við ekkert að óttast. Þá er spurt; er minni kreppa á Icesavesvæðinu og lítil hætta að skuldara Landsbankans lendi í gjaldþrotum þar en annarsstaðar? Ég hef enga þekkingu á því en svona út frá hinu venjulega má ætla að fyrirtæki fari þar í gjaldþrotameðferð eins og hér heima. Þá sitjum við uppi með skellinn. Mér finnst þetta heldur þunnur þrettándi hjá fv. Landsbankastjóra.
Í Icesavesamningsuppkastið vantar fyrirvara um, að ef skuldari verður gjaldþrota sem á í viðskiptum við Landsbankann taki íslendingar ekki á sig skellinn og skuldakrafan, sem því nemur afskrifast og sé ekki greidd og tilheyri ekki samningnum.
Alþingi verður að fara yfir svona atriði og senda samninganefndina til baka og óska eftir gleggri samningi. Nú er tækifærið fyrir Alþingi að sýna framkvæmdavaldinu myndugleika og halda sæmd sinni. Og þá munu það hafa fólkið með sér.
![]() |
Blekkingar, heimska og hótanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.6.2009 | 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjómannadagurinn hjá mér var nokkuð hefðbundinn. Við hjónin mættu við Minningaröldur Sjómannadagsráð í Fossvog. Við systkinin eigu nokkurn hlut að því máli að þeim var komið þarna upp.
Við höfðum sett okkur í samband Vita og Hafnarmálastofuna um að reisa minnismerki um Vitaskipið Hermóð sem fórst 18. febrúar 1959 og eru því 50 ár síðan. Voru góðar undirtektir í því máli. Þá var ljóst að engin aðstaða var til staðar til að skrá nöfn sjómanna sem höfðu farist á sjó. Jafnframt var vitað að í Fossvogskirkjugarði voru minningarlundir fyrir franska og enska sjómen, en ekki íslenska.
Niðurstaðan var að Sjómannadagsráð gekk í þetta mál í samvinnu við stjórnvöld kirkjugarðanna og aðila sem höfðu tengda hagsmuni inn í málið og var útkoman þessar Minningaröldur.
Það hafa þróast hefðir við þessa afhöfn. Hún er látlaus, hefst með því að blásið er í horn. Síða fer prestur með ávarp og bæn og oftast hefur það verið síra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur.
Landhelgisgæslan hefur verð með 3 manna heiðursvörð við athöfnina.
Nú brá nýrra við og voru komni yfirmenn Landhelgisgæslunnar ásamt sínum mönnum allir í einkennisbúningum og með strípur. Einnig voru komir sjóliðar og yfirmenn af norsku herskipi.
Gengu þessir aðilar undir norska og íslenska fánanum inn á svæðið í tveim flokkum. Yfir maður þeirra gaf fyrirmæli um stöður og hreyfingar í heiðursverði. Það var sérstök samkennd að sjá þessa tvo þjóðfána sem eru líkir, blakta saman enda eru þessar þjóðir frændþjóðir. Það var stíll yfir þessu alveg eins og ég hafði hugsað mér þetta í upphafi.
Seinna um daginn fórum við í Grindavík að finna skyldfólk okkar þar. Bærinn er allur fallega skreyttur og kom okkur mjög á óvar hvað fólk var hugmyndaríkt og frumlegt að skreyta. Þetta var fullt af list. Það er þess virði að skoða Grindó á sjómannadaginn.
Stjórnmál og samfélag | 7.6.2009 | 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú alltaf gott að geta fengið fréttir af nágrönnum sínum og hvað þeir eru að bauka.
Nú er Castró búinn að frétta að Bandaríkjamenn ætli að loka pyntingabúðum sínum á Guantánamo sem er bækistöð Bandaríkjamanna syðst á Kúbu. Þar hafa þeir landsréttindi um aldur og ævi, eins skrítið og það nú er.
Ég held að það sé nú kominn tími til að Bandaríkjamenn aflétti viðskiptabanni af Kúbu og fari að koma almennilega fram við þessa nágranna sína.
Bandaríkjamenn eru nú alltaf fyndnir þegar kemur að málaferlum gegn einstaklingum.
Frægt er með endemum hvernig þeir létu við heimsmeistara sinn í skák Bobby Fischer, sem vann það sér til óhelgi að sinna frumskyldu sinni sem heimsmeistari; að tefla skák. Hann lauk ævi sinn sem íslenskur ríkisborgari eftir mikið málastapp og í miklum ágreiningi við uppruna þjóð sína.
![]() |
Sökuð um að hafa njósnað fyrir Castro |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.6.2009 | 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við strand togarans og losun virðist hafa átt sér stað röð ófyrirséðra mistaka og óhappa. Mestu skiptir að allir séu á lífi og læri af reynslunni. Það þarf alltaf eitthvað svona til að endurnýja hana.
Einu sinni var ég á vakt á útstíminu á netabát, en skipstjórinn hafði kastað sér á hrygginn. Ég veitti því athygli í að báturinn nálgaðist mjög hratt land. Þegar 1/2 míla var í land ræsti ég skipstjórann og sagði honum að við værum á leið upp í fjöru og hvort það væri ekki viturlegt að breyta stefnunni.
,, Jú, jú góði við skulum breyta stefnunni " sagði hann og neri stírurnar úr augunum.
Ég vona bara að þessir sjómenn sem hér eiga hlut að máli mæti við Minningaröldurnar í Fossvogi á Sjómannadaginn og þakki Guði fyrir að standa þar í jakkafötum og með bindi, í staðin fyrir að vera áletrun á Minningaröldunum og minningin ein.
Nú eru 50 ár frá því að vitaskipið Hermóður og Hafnafjarðartogarinn Júlí fórust í miklum veðrum.
![]() |
Auðvitað bregður manni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.6.2009 | 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
,, Þorvarður sagði bókfærða eign sjávarútvegsfyrirtækja, vegna aflaheimilda, nema um 200 milljörðum miðað við árslok 2008.
Hver gaf leyfi fyrir því að bókfæra aflaheimildir sem eign? Er minn hluti þarna innifalinn?
Í lögum segir:
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Þetta á öllum vitibornum mönnum að vera ljóst.
Þorvarður segir en fremur: ,, Sagði hann það gefa auga leið að fyrning þessara bókfærðu eigna, án þess að skuldir minnkuðu á móti, myndi koma sjávarútvegsfyrirtækjum í mikinn vanda ".
Þetta er nú meiri röksemdafærslan hjá Þorvarði. Aflaheimildirnar verða afskrifaðar á 20 árum. Á sama tíma greiðir útgerðin vitaskuld niður skuldir og afskrifar skip og búnað. Menn eru varla svo miklir skussar að þeir ætli ekki borgað af lánum. Eða er ætlast til að einhver annar borgi lánin?
Eftir 20 ár er dallurinn orðinn ryðdallur og úr sér genginn og settur í brotajárn. Aflaheimildirnar verða komnar vítt og breytt um landið, nær miðunum, þar sem sjómenn sækja á sparneytnari skipum en nú eru notuð. Og útgerðarmaðurinn komin á Hrafnistu.
![]() |
Hendið þessari hugmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.6.2009 | 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skýrt var frá því í fréttum nýlega af Gísla fréttamanni frá Borgarnesi að refur hefði sést þar í þéttbýli og hefði verið að reyna að komast út í Brákarey en þar er fuglavarp. Refaskyttur hefðu verið kallaðar út og sérstakt leyfi verið fengið frá sýslumanni til að vinna á dýrinu. Endaði málið svo að minkahundur vó refinn. Til málsvarnar refnum má segja að hann var þarna á vegum Náttúrunnar við skyldustörf.
Í ljóði Jónasar Hallgrímssonar ,, Ég bið að heilsa " er ort um,, vorboðann ljúfa " sem er þröstur, tákngerfingur fyrir fuglalíf söng og vorkomuna. Fuglasöngur að vori og ætíð, hefur verið talið til lífsgæða.
Víða í þéttbýli er fuglasöngur að hljóðna. Hversvegna? Jú það ganga kettir lausir og gjörsamlega eyða öllu fuglalífi á stórum svæðum. Er þessi váboði jafnvel verri en minkurinn.
Sérstakir viðhafnar stigar eru reistir við glugga og svalir fjölbýlishúsa og annarra húsa þar sem þessir kettir eiga heima. Síðan geta þeir verið á veiðum heilu næturnar út í vorinu og rústað fuglalífi og hreinsað úr hreiðrum þar sem ungar eru að komast á legg.
Lausaganga katta er ljótur blettur á vistkerfi borga og bæja og ættu stjórnvöld að taka þessi mál til athugunar og láta ketti sæta sömu reglum og t.d. hundar, en þeir mega ekki vera lausir á almannafæri í þéttbýli.
Hér er verk að vinna fyrir fuglaverndarfélög og allan almenning sem unna fuglasöng að vori.
Að settum ströngum reglum geta svo kettirnir legið malandi inni í stofu og lapið rjóma hjá eigendum sínum og haft það sem þægilegast, eigendum sínum til ánægju, en almenningi að meinalausu.
Stjórnmál og samfélag | 1.6.2009 | 20:04 (breytt 7.3.2010 kl. 19:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 43
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 457
- Frá upphafi: 601805
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 382
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar