Mbl.is og bloggarar

Það væri nú gaman og þarflegt að Morgunblaðið gerði könnun á hver afstað lesenda væri til bloggara.

Hvað hlutverk og gagn, lesendurnir telji að bloggararnir hafi? Og þá svona út frá víðu sjónarhorni.


mbl.is Metvika á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laugarnesið er almenningur

Eftirfarandi athugasemdir gerði ég vegna deiliskipulags Laugarnessins árið 2000

Deiliskipulagstillaga fyrir Laugarnesið liggur nú fyrir og getur almenningur gert athugasemdir við hana, lýst sig samþykkan eða andvígan tillögunni.

Segja má að Laugarnesið sé eina tiltölulega ósnortna svæðið af norðurströnd Reykjavíkur sem eftir er af strandlengjunni. Hefur það verið friðað eftir því sem undirritaður bezt veit.

Búast má við þéttingu byggðar í nágrenni Laugarnessins og má þar nefna hugmyndir um breytta nýtingu athafnasvæðis Strætisvagna Reykjavíkur sem komið hafa fram á obinberum vettvangi. Á komandi árum getur því Laugarnesið orðið mikilvægur útivistarstaður og í raun eina aðkoma fólks að náttúrulegri strönd á stóru svæði.

Undirritaður hefur farið yfir deiliskipulagstillöguna, farið í vettvangsferð auk þess sem hann er staðkunnugur í Laugarnesinu. Það er mat og niðurstaða undirritaðs  að almannahagsmunir séu víkjandi fyrir einkahagsmunum í framlagðri tillögu og í tillöguna vanti  framtíðarsýn til að skapa Laugarnesinu verðuga stöðu og einhvern tilgang í borgarlandinu. Undirritaður lýsir  sig algerlega andvígan tillögunni í þeim búningi sen hún er nú.

Þær byggingar sem enn standa í Laugarnesinu eru ornar lúnar og og eru byggðar úr léttu efni og færanlegu. Gamli Laugarnesbærinn var á sínum tíma orðinn lúinn enda var hann látinn víkja. Núverandi hús þurfa að hverfa af svæðinu nema þá helst hús Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Það þarf þó að endurhanna þannig að það falli betur að landslaginu og sé ekki jafn áberandi.

Áhugavert væri að Laugarnesið yrði gert að sjávarútvegshlunninda almenningsgarði þar sem fólk upplifði tengsl strandar og lands , útvegs og atvinnuhátta. Svæðið yrði ekki safn, fremur lifandi umgjör þar sem fólk sækti sér útiveru, hvíld og fróðleik. Það er ekki vansalaust að ein helsta fiskveiðiþjóð í heimi  skuli ekki eiga slíkan almenningsgarð. Þannig almenningsgarður þyrfti ekki að kosta mikið en gæti gefið af sér beinar og óbeinar tekjur. Þannig búinn garður vekti áhuga ferðamanna.

Ekki er gert ráð fyrir að fólk komi hjólandi í Laugarnesið því ekkert geymsluplan fyrir reiðhjól sést á deiliskipulagstillögunni. Göngustígur meðfram strandlengjunni er mjór og víkjandi samkvæmt tillögunni auk þess sem fólk mundi veigra sér við því að troðast yfir bryggju á Laugarnsestang 65 en eins og kunnugt er ganga bryggjur í sjó fram og eru til þess að bátar liggi við þær. Þetta yrði enn örðugra ef byggt yrði yfir bryggjuna. Í raun rífur bryggjuhúsið gönguleiðina fyrir almenningi enda er sá tilgangurinn að fæla fólk sem mest frá og gera því ókleift að njóta strandarinnar.

Raunar er það ein af höfuð ástæðum þess að núverandi einkaíbúðarbyggð þurfi að víkja, að almenningur veigrar sér við að ganga framhjá stórum gluggum prívatsfólks og finnst að það sé að ónáða íbúana.

Á því svæði sem Laugarnestangi 65 stendur væri skynsamlegt að veita almenningi möguleika á að sjósetja kajaka að sumarlagi og athafna sig til þess, en svæðið hallar mátulega niður að fjörunni. Kajaksiglingar er vaxandi íþrótt meðal almennings í borginni.

Varðandi byggingu fyrir geymslu Listasafns Sigurjóns Ólafssonar væri æskilegt að hún yrði byggð annars staðar en í Laugarnesinu.

Undirritaður telur að velta þurfi  notkun þessa landssvæði mikið betur fyrir sér og gefa sér tíma til þess og hafa almannahagsmuni í fyrirrúmi. Að mati undirritaðs geri deiliskipulagstillagan það ekki. Ef til vill væri bezt að efna til hugmyndasamkeppni landslagsarkitekta um svæðið, með skýrum markmiðum borgaryfirvalda um megin tilgang og notkun þessa landsvæðis. Að lokum er andstaða við tillöguna ítrekuð og er vonast til að borgaryfirvöld horfi til framtíðar við skipulag Laugarnessins þessarar náttúruperlu sem býður upp á svo mikla möguleika fyrir komandi kynslóðir.

Nú tæpum 10 árum síðar er ég þakklátur sjálfum mér og sem braggabúa að Laugarnestanga 36 að hafa haft kjark til að senda þessa athugasemd frá mér. 


mbl.is Dæla úr tjörnum við heimili Hrafns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklir hagsmunir

Það liggja miklir hagsmunir í kringum þetta mál. Eðlilegt er að gætt sé ýtrustu varúðar.

Á hinn bóginn verður að vænta þess að á bak við þessa ákvörðun liggja rannsóknir en ekki móðursýki. 

Áhugavert væri að frétta um hvaða rannsóknir og sýnataka á hinum mismunandi stöðum í lofthjúpnum standi nú yfir til þess að magn ösku og gerð liggi fyrir að afloknu gosi.

Ef sú vinna er ekki yfirstandandi þá er lítið til að byggja á til framtíðar.

Alþjóðaflugmálayfirvöld hljóta að hafa frumkvæði að málinu annars eru yfirvöld bara skýjaglópar.


mbl.is Segir flugbannið vera móðursýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsdómur ónothæfur?

Þorsteinn Pálsson fv. forsætisráherra heldur því fram í Fréttablaðinu í dag, að Landsdómur sem hefur það hlutverk fjallar um hugsanlega vanrækslu ráðherra í embættisathöfnum sé ónothæfur.

Telur hann að eftir mannréttindasáttmála Evrópu eigi allir að eiga þess kost á að mál þeirra séu tekin fyrir á tveim dómsstigum.

Þetta þarf að athuga þannig að hugsanleg mál á hendur ráðherrum ónýtist ekki af þessum sökum.

Mætti þá hugsa sér að Alþingi setti sérstök lög um þetta sérstaka málefni og tvö dómsstig.

Með sérstökum lögum um þetta málefni væri líka hægt að hafa fyrningartímann lengri.

Það er þakkarvert að fv. forsætisráðherra skuli benda á þetta í tíma svo ráðrúm skapist til að íhuga málið.


mbl.is Draga á þá sem tæmdu bankana fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrýstingur

Það er kominn svakalegur þrýstingur á stjórnmálamenn að hætta í stjórnmálum.

Maður heyrir þetta mjög víða.

Þetta er svo alvarlegt með alla þessa peninga sem hurfu.

Menn tínast einn af öðrum út úr þingsölum, en vilja koma aftur til baka þegar um hægist.

Þessu er öðruvísi farið meðal menningarþjóða.

Þar er venjan að menn segja af sér og  þá eru þeir hættir og farnir.


mbl.is Illugi færði fram sterk rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víxlar

Getur almenningur komið á fundinn og fengið skrifað upp á víxla?

Svona kosningarvíxla.

Eða spila myllu við fundarmenn.

Í slíkum spilum er sterkast að koma sér upp svikamyllu.

Þá er maður búinn að vinna spilið.


mbl.is Fjalla um skýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steinefni

Á móti kemur mikið magn steinefna sem Markarfljót ber til sjávar sem gagnast sjávarlífríkinu sem skeldýr nota við uppbyggingu starfsemi sinnar svo og önnur vistkerfi sem þurfa steinefni.

Þetta þarf fjármálaráðherra að íhuga og ég er reyndar hugsi yfir því að hann skuli ekki koma auga á þetta þar sem hann er jarðfræðingur.

Það er raunar rannsóknarefni að velta því fyrir sér hvort framburður jökulsáa í flóðum sé ekki áhrifavaldur um vöxt og viðgang fiskistofna en með virkjun jökulsáa hefur tekið fyrir tilfærslu á einu mikilvægum þætti lífkeðjunnar þ.e. steinefnum.

Náttúran er gjöful og getur verið flókið að koma auga á það þegar menn reikna í krónum og aurum.

Þetta samspil er allt saman úthugsað af almættinu.


mbl.is Gosið kostar hundruð milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæpið

Það er hæpið að aska hafi borist norður í Blöndudal.

Það verður að staðfesta þetta með efnagreiningu eða smásjárrannsókn.


mbl.is Aska féll í Blöndudal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin lán

Rússar vildu ekki lána okkur.
mbl.is Öskuskýið nálgast Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðanátt

Hann spáir norðanátt svo enn verður öskufall á Englandi og Hollandi.
mbl.is Segja Ísland ætla að greiða með vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband