Ég hafði svolítið gaman af því sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins létu hafa eftir sér í ræðu, þegar úrslit voru kominn í atkvæðagreiðslum um embættin.
Bjarni Ben sagði: Ég er eins og skyr, ég er mjög hrærður. Væntanlega hefur þetta verið skyr frá Mjólku.
Þorgerður Katrín sagði: Við verðum að klárum þetta dæmið Bjarni. Skyrið? Koma svo, áfram Ísland. Þetta er íþróttamál. Berjast, berjast, berjast.
Niðurstaða mín af þessum ummælum stjórnmálaforingjanna er þessi: Þau vilja berjaskyr frá Mjólku til að halda kröftum og halda áfram að hrærast í íslenskum stjórnmálum.
![]() |
Þorgerður Katrín ræðumaður landsfundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.3.2009 | 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Greint er frá því í Morgunblaðinu 27. mars að samið hafi verið frumvarp í landbúnaðarráðuneytinu í samráði við verðlagsnefnd búvöru, Bændasamtökin og samtök afurðarstöðva í mjólkuriðnaði, þar sem kveðið er á um að afurðastöðvar verði sektaðar um 110 kr/pr líter mjólkur við að taka við mjólk frá bændum sem ekki hafa mjólkurkvóta og bjóða til sölu á innanlandsmarkaði.
Sem kunnugt er hefur, Ólafur Magnússon í Mjólku ekki þegið ríkisstyrki og framleitt mjólk og sett mjólkurvörur á innanlandsmarkað. Ef hægt er að framleiða mjólk án ríkisstyrkja þá er það bara hið besta mál og léttir fyrir ríkisjóð á þessum erfiðu tímum.
Bændasamtök Íslands sem telja sig stéttarfélag bænda, en leyfa ekki bændum að greiða atkvæði um búvörusamninga, nema þeir eigi kálfa eða mjólkurkvóta, vilja með öðrum orðum ráða yfir innanlandsmarkaði og meina bændum að nota jarðir sínar og gripahús til að afla sér lífsviðurværis með mjólkurframleiðslu nema þeir þiggi ríkisstyrki.
Atli Gíslason formaður landbúnaðarnefndar segir að frumvarpið hafi verið lagt til hliðar. Með öðrum orðum, það fékkst engin til að flytja frumvarpið. Auðvita átti Landbúnaðarráðuneytið ekki að taka það í mál að svona frumvarp væri samið innandyra í ráðuneytinu m.a. af þeirri ástæðu að slík sektarákvæði brjóta í bága við atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Það væri svona eins og að banna bændum að prjóna sokka og selja, af því að þeir væru til sölu í Kringlunni og Smáralind.
Bóndinn Kári í Garði í Mývatnssveit seldi eitt sinn kjöt upp úr frystikistu löglega slátrað í sláturhúsi í Kolaportinu og mæltist það vel fyrir hjá neytendum. Ég ætla ekkert að rifja þá sögu upp hér.
Ég vona að Alþingi Íslendinga sjái að sér, ef svona lagabastarður, sem frá er greint í frétt Morgunblaðsins, berst inn í þingsali, þar sem beinlínis í sinni nöktustu mynd, að bændafólki sé bannað að bjarga sér á krepputímum.
Ég vildi miklu frekar sjá ríkisstuðning fara stiglækkandi eftir framleiðslumagni og dreifast á fleiri bændur. Það mundi efla matvælaöryggið og styrkja byggðirnar. Það er meiri áhætta ef eitthvað kemur fyrir á stórum búum, svo sem sjúkdómar, gjaldþrot, fjósbrunar og þess háttar, en á minni búum. Landið og tún mundu verða betur nýtt til fóðuröflunar. Það þýðir ekkert lengur að moka fóðurbæti í kýrnar þar sem vöntun er á gjaldeyri og hann ekki í sjónmáli að bestu manna yfirsýn.
Ég hef það sjónarmið að þeir miklu fjármunir sem fara í stuðning við þessa framleiðslustarfsemi nýtist þannig betur með skilvirkum hætti og komi fleirum að notum en nú er. Heildarhagsmunir mæla með því að þessar breytingar verði gerðar sem ég nefni hér að ofan og mundu verða vegvísir til sáttar um landbúnað meðal alþýðu manna á þessum erfiðu tímum sem við lifum nú á.
![]() |
Frumvarp ekki í gegn nema í sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.3.2009 | 22:46 (breytt 28.8.2010 kl. 20:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þorgerður var á persónulegu nótunum í ræðunni og ræddi m.a málefni eiginmanns síns Kristjáns og veikindi dóttur sinnar segir í fréttinni.
Stjórnmálaleiðtogar eiga ekki að vera að bera persónuleg málefni inn á landsfundi flokka sinna. Þau afgreiðast inn á heimilum og í fjölskyldum eins og venja er meðal fólks. Hægt að tala við presta ef ástandið er mjög alvarlegt, ýmsar hjálparstofnanir og Rauðakrossinn.
Þessi eftirsókn eftir samúð er bæði hlægileg og ekki boðleg í stjórnmálalífi. Ég mun aftur á móti biðja algóðann Guð að hjálpa Þorgerði Katrínu í raunum hennar og get miðlað henni af persónulegri reynslu minni í öldudal lífsins ef um það kemur sérstök umsókn frá Sjálfstæðisflokknum ef ástandið er orði svona alvarlegt.
Varðandi uppnefninguna, Skattmann, þá verður það að koma fram á opinberum vettvangi hvort Sjálfstæðisflokkurinn vilji víkja sér undan því að greiddir séu skattar til ríkisins. Og svo sé ekki ástæðu til að blanda forsetaembættinu í þessa umræðu.
![]() |
Skattmann er mættur aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.3.2009 | 16:11 (breytt kl. 16:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Meðala annarra orða hverjum datt í hug að FMF kærði ekki öll alvarleg brot til lögreglu? Og hefur það verið tíðkað að kæra ekki? Þetta lítur út í fréttinni eins og það verið nýmæli að kæra til lögreglu.
Er hægt að fá uppgefið hverjir eru hugmyndafræðingar að því að kæra ekki og í hvaða sóknum þeir búa? Og hugsanlega hvort slíkir menn séu á framboðslistum í hönd farandi Alþingiskosninga?
Þetta kemur væntanlega allt í ljós við afgreiðslu málsins á Alþingi.
![]() |
FME kæri öll alvarlegri brot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.3.2009 | 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mér hefur alla tíð þótt svolítið til um það að menn væru sjálfstæðismenn, sjálf-stæðis-menn. Þetta er svona tengt landinu eins og Bjartur í Sumarhúsum, eitthvað að lifa af í landinu. Vera úrræðagóðir og treysta á sjálfan sig. Íslendingar búa nú í þjófélagi sem hefur verið byggt upp á 60-70 árum sem í öðrum löndum hefur tekið margar aldir.
Íslendingar hafa byggt upp þjóðfélag og mikil framleiðslutæki og þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn að sjálfsögðu komið ríkt við sögu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið sig út fyrir það að fólk ætti að vera ráðdeildarsamt og allir ættu að njóta frelsis til athafna og njóta ávaxta af eigin erfiði og bera ábyrgð á sér og sínum.
Fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins mega eiga það að þeir hafa ávallt mælt fyrir því að ríkið skuldaði sem minnst og hafa náð því markmið að ríkissjóður var nánast skuldlaus í upphafi bankahrunsins. Atvinnulíf og einstaklingar hafa aftur á móti stigmagnað skuldir sínar á undanförnum árum. Það má segja að drifkraftur hagkerfisins á undanförnum árum hafi verið skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja.
Maður var farinn að hlakka til að eldast með skuldlausum ríkissjóði. Því gert er ráð fyrir því að sá sem tekur lán og setur sig í skuldir borgi það sjálfur en ætlist ekki til að aðrir borgi það.
Þetta bankahrun er hörmulegt og Sjálfstæðisflokkurinn, til að halda sæmd sinni, ætti að ganga fram fyrir skjöldu og að krefjast þess að fólk sem brást stefnu Sjálfstæðisflokksins og fór út úr þeim ramma sem stefnan markaði, verði gert að sæta ábyrg bæði pólitískt og samkvæmt lögum landsins.
![]() |
Landsfundur settur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.3.2009 | 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Undarleg frétt. Ég las þetta fyrst sem svo að það kæmi hundur í staðin fyrir Geir. Sá náttúrlega að það gat ekki staðist. Jú það sagði að hann væri í þingliðinu. Og enn er hann samsamaður Geir með því að vera norskur að uppruna.
Ég held að það hljóti að verða hundur í sjálfstæðismönnum yfir þessari frétt.
![]() |
Geir kveður og X heilsar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.3.2009 | 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verkalýðshreyfingin er á vitlausum tíma og vitlausum stað með kauphækkanir núna, því miður.
Einstakir atvinnurekendur geta sjálfum sér um kennt hvernig komið er. Þeir voru glámskyggnir og lásu ekki rétt í ástandið í þjóðfélaginu. Þeir áttu að leggja arðgreiðslurnar í bið-eða varasjóð.
Verkalýðurinn og fjármagnseigendur geta báðir orðið atvinnu- og arðlausir á þeim tíma sem upp er nú um stundir. Þess vegna þýðir ekki að láta allt fara í háaloft núna.
Það er samstaðan og ábyrgðin sem skiptir máli að láta þjóðfélagið ganga. Allir sem einn maður.
Stjórnmálamenn verða að varast að stigmagna ástandið með ógætilegu orðavali. Það verða allir að vanda sig, svo við getum siglt út úr þessu ástandi.
![]() |
Samningar hanga á bláþræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.3.2009 | 19:29 (breytt kl. 19:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lýðræðið getur tekið á sig margskonar myndir. Í samvinnufélögum hefur hver félagsmaður eitt atkvæði. Í hlutafélögum fer atkvæðamagn eftir hlutafjáreign viðkomandi. Árið 1843 var kosninga fyrirkomulag til Alþingis þannig að bændur þurftu að eiga 10 hundraða jörð og leiguliðar að hafa á leigu 20 hundraða jörð til að hafa atkvæðisrétt. Konur höfðu ekki kosningarétt. Í bæjum þurftu menn að eiga fasteign. Í frjálsum félögum ýmis konar eru félagsmenn með eitt atkvæðin hver, nema Bændasamtökum Íslands þar þurfa menn að eiga annað hvort kálfa eð kvóta til að hafa atkvæðarétt um búvörusamninga.
Íslandi hefur í áranna rás verið skipt í kjördæmi og kosið til Alþingis innan kjördæmanna. Í gegn um tíðina hefur myndast misgengi á atkvæðavægi þannig að atkvæði kjósanda í þéttbýlum kjördæmum hafa vegið minna en í dreifbýlli kjördæmum. Þetta hefur verið reynt að laga með breytingum á kjördæmaskipan og uppbótarþingmönnum.
Stjórnmálaflokkarnir hafa verið með ýmsar aðferðir við að raða frambjóðendum upp lista sína. Þar hafa verið notuð forvöl, handraðað og prófkjör ýmist opin eða lokuð.
Við nýjustu kjördæmabreytinguna þar sem landsbyggðarkjördæmin hafa stækkað mikið að flatarmáli er að skjóta upp nýrri tegund af lýðræði. Svo kallað þorpslýðræði. Sá sem býr í stærsta þorpinu eða bæjarfélagi hefur sigur í prófkjörum. Skiptir þá litlu máli um andlegt atgervi frambjóðanda, aðeins að búa í stóru bæjarfélagi, þó á þessu séu vissulega undantekningar. Þessu þarf að gefa gaum í framtíðinni. Áhugavert væri að láta frambjóðendur fara í einhverskonar hæfnismat eða gáfnapróf sem mundi vega inn í endanlega niðurstöðu.
Það er nefnilega ekkert sérstaklega vel komið fyrir okkur Íslendingum nú um stundir og ástæða að rannsaka af hverju það er, þó sjálfstæðismenn telji sig vita hverju um er að kenna.
![]() |
Einar Kristinn í efsta sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.3.2009 | 14:16 (breytt kl. 19:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ferguson stendur alltaf fyrir sínu. Þessi getur spólað!!!
![]() |
Ferguson æfur vegna rauða spjaldsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.3.2009 | 09:57 (breytt kl. 19:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar er virðingarvert verkefni. Mörg verkefni væri hægt að nefna. Eitt vil ég nefna sérstaklega en það er að hreinsa strendur Íslands af plast og afgöngu frá útgerð, veiðarfærum. Þetta liggur út um allar fjörur. Fjörur á Íslandi eru skemmtilegar útivistarparadísar og vannýttar í þeim tilgangi. Ég hef gengið á fjörur og riðið, sem vel hefur verið hirt um, en svo þar sem allt er fullt af drasli og þar tel ég ekki rekavið með, því hann er hluti af náttúrunni
Þetta verkefni verður að vinnast í samvinnu við umráðamenn jarða og sveitarstjórnir. Þarna væri hægt skapa verkefni fyrir ungt fólk sem gæti búið í tjöldum og húsbílum með styrkri verkstjórn. Margir minnast með ánægju þegar þeir voru í brúarvinnu eða vegavinnu og lifðu frumstæðu lífi hér áður fyrr. Með þessu væri hægt að tengja unga fólkið við landið þannig að það fengi tilfinningu fyrir því og ást.
Á móti yrða að koma frá landeigenda að allir ættu frjálsa för um fjörurnar svo framarlega sem það gengi ekki bága við augljósa hagsmuni svo sem æðarvarp og þess háttar.
![]() |
300 milljónir í Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.3.2009 | 09:03 (breytt kl. 09:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 55
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 469
- Frá upphafi: 601817
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar