Ég ætla ekki sérstaklega að tjá mig um þetta mál á þessu stigi.
Mér leikur forvitni á að sjá hvað þeir 25 kandídatar sem voru kosnir hinni ólöglegu kosningu bregðast við.
Einnig verður fróðlegt sjá hugmyndir þeirra um þrískiptingu ríkisvaldsins.
Mest spennandi verður að fylgjast með Sjálfstæðismönnunum og guðfæðingunum í hópnum.
![]() |
Ekki kosið til stjórnlagaþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.2.2011 | 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á, var það, talast þeir ekki við lengur.
Þeir hljót að geta talast við um jarðhita og eldgos. Steingrímur jarðfræðingur og Ólafur alltaf að halda ræður í útlöndum um það hvað við séum klárir í orkugeiranum.
Ég lít nú svo á að 11. greininni verði ekki beitt nema forsetinn sé geðveikur eða drykkfelldur og hafi orði sér til skammar við stjórnunarstörf að við það verði ekki unað og hann sé ófær um að gegna störfum sínum. Ekkert af þessu á við um Ólaf.
Beiting 11. greinarinnar á ekki við þó langanir manna séu sterkar til að ryðja pólitískum andstæðingi úr vegi.
Greinin er eigi að síður fyrir hendi sem öryggisventill og sýnir fyrirhyggju og hve stjórnarskráin er góð.
![]() |
Icesave-málið ekki það stórt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.2.2011 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Forseti Íslands verður við dagsbrún nýrrar að líta til þess æskufólks sem á að taka við framtíð Íslands og að horfa til þeirra sóknartækifæra sem hann hefur við mat á þeim nýju aðstæðum sem hafa skapast við nýjan Icesave samning.
Hann hefur orði að leggja sjálfstætt mat á Icesavemálið og reiknað og reiknað og spurt spurninga og þegið ítarlegar ráðleggingar færustu sérfræðinga.
Þá er það alveg ljóst að gamlir Möðruvellingar hafa áhyggjur af þessu máli en þeir voru í framvarðasveit innan Framsóknarflokksins og höfðu með ítarlegri greiningu komist að því að íslenskt þjóðfélag væri gjörspil. Vegna hávaða sem þeir höfðu uppi um þau mál innan Framsóknarflokksins var þeim ekki vært þar lengur og fengu húsaskjól hjá Alþýðubandalaginu margir hverjir.
Þess vegna er það svo að margir fara núna með sjóferðarbænina um það eftir hvaða kompásstriki forsetinn ætlar að fara í framtíðinni.
Aðal spurningin sem forsetinn skilur eftir hvort sem hann skrifar undir eða ekki, hvað verður um þá aðila sem hrundu þessum ósköpum af stað og hvort engin verði dregin til ábyrgðar og saka út af þessu hörmulega máli og hvort gripdeildarfénu verði skilað?
Gamalt íslenskt máltæki segir; Segðu mér hverja þú umgengst og ég skal segja þér hver þú ert.
![]() |
Forsetinn kominn að niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.2.2011 | 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

Háskóli Íslands er 100 ára um þessar mundir og verða nokkur hátíðarhöld af því tilefni.
Við hjónin fórum um daginn á japanska daga og áttum ágætan dag og skemmtum okkur vel.
Öll okkar börn þrjú að tölu hafa lokið prófum frá Háskóla Íslands og eitt þeirra hlotið hæstu meðaleinkunn sem þá hafði verið gefin við stofnunina eða 9.50 í tölvufræði. Margir aðrir í fjölskyldunni hafa verið þar við nám. Svo fjölskyldan hefur svo sannarlega notið góðs af starfinu sem þar fer fram.
Háskóla Íslands eru færðar árnaðaróskir.
Lifi Jón Sigurðsson forseti!! Húrra, húrra, húrra.
![]() |
Fjölbreytt dagskrá í HÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.2.2011 | 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er gott að menn gefi sér tíma til að íhuga málin áður en farið er í einhverjar flausturslegar björgunaraðgerðir.
Þekkt er dæmið þegar Guðrún Gísladóttir KE-15 strandaði við Noreg og var rifin af skerinu og sökk strax. Ekki veit ég betur en það hafi verið ákvörðun norskra stjórnvalda.
Og nú stekkur lóðsinn í land áður en hann er búin að koma skipinu út fyrir skerjagarðinn.
Já, norskum stjórnvöldum eru mislagðar hendur á stjórn skipaumferðar í norskri lögsögu.
Um þverbak keyrði svo þegar þeir sektuðu skipstjóra Stakkanesinu sem átti að vera björgunarstöð fyrir björgun Guðrúnar Gísladóttur.
Skipstjórinn tilkynnir sig þegar hann kemur inn í 12 mílur og aftur þegar hann kemur inn í 4 mílur og slær þá af ferðinni og lónar og bíður átekta og væntir lóðs og þá hringja þeir í hann til baka til að segja að hann megi ekki fara þessa leið en þá er hann kominn í gegnum leiðina. Þessi siglingaleið er hvorki óþekkt né ólögleg, þessa leið fara langflestir bátar. Þetta var við Lofoten.
Heimild: Bæjarins Besta 24.01 2003
Ástæður strands Goðafoss koma í ljós við sjópróf.
![]() |
Ákveða með Goðafoss á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.2.2011 | 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
,,Varð þar nokkur senna svo að buldi og brast í lokuðum dyrum sem eru þar að þingrýminu", segir í málavöxtum í dóminum.
Og áfram segi um málavöxtu;
,,Frekari átök og greinir urðu svo með fólkinu og vörðum og lögreglumönnum í stiganum, fyrir neðan hann, við útidyrnar og á afgirtu svæði við þinghúsið eins og nánari grein verður gerð fyrir hér á eftir í IV. kafla. Þá er komið fram að þingverðir Alþingis voru þennan dag í venjulegum einkennisfatnaði sínum, dökkum jakkafötum og með hálsbindi þar sem á er merki eða mynd af þinghúsinu".
Ja, ég segi nú bara að það var Guðsmildi að níumenningarnir föttuðu ekki að þingverðirnir voru með bindi, því þá hefði farið í verra.
Þetta er að verða eins og í Njálu eða eins og segir í kvæðinu; ,,Buldi við brestur og brotnaði þekja".
En án gamans þá er von að fólk hafi verið orðið reitt eins og þjóðfélagsástandið birtist á þessum dögum og ungt fólk hefði bara verið aumingjar ef það hefði ekki látið í sér heyra.
En við verðum að fara að lögum og um það snýst dómurinn.
Dómurinn er skýr, ritaður á góðri einfaldri íslensku, öllum skiljanlegur, án mikilla lagakróka eða paragrafa sem gera dóma oft leiðinlega aflestrar. Að lesa hann er eins og að lesa reyfara. Hann er spennandi aflestrar.
Í niðurstöðum dómsins segir segir m.a. sem er aðalatriðið;
,,Ekki hefur komið fram nein vísbending um það í málinu að það hafi beinlínis vakað fyrir ákærðu að taka almennt ráð af þinginu eða að kúga það í einstöku máli. Hafa þau verið rækilega spurð út í þetta en þau hafa neitað því að vakað hafi fyrir þeim að gera slíkt".
Það er mitt mat að sæmilega sé hægt að sætta sig við þennan dóm almennt séð og hann sé réttlátur og vandaður.
Því er rétt að hver maður hafi nú vetursetu þar sem hann er og láti kyrrt liggja fram á vor, þar til lömb verða mörkuð og fuglar verpa í björgum.
![]() |
Sýndardómur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.2.2011 | 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loðnan er mikilvægur hlekkur í vistkerfi sjávar við Ísland. Loðna er aðalfæða þorsks og flestallir fiskar sem éta aðra fiska lifa á loðnu einhvern hluta ævi sinnar. Loðnan lifir á svifdýrum og er í 3. þrepi fæðupýramídans. Í gegnum loðnu flyst orka úr norðurhöfum inn í vistkerfi sjávar við Ísland. Fullorðin loðna sækir í æti norður í Íshaf að sumarlagi. Á haustin gengur loðnan svo aftur í átt til Íslands. Frá október og fram að hrygningu loðnu í mars er hún mikilvæg fæða ýmissa nytjafiska.
[breyta] Loðnuveiðar
Loðna er brædd og notuð í fiskifóður og lýsisframleiðslu, en er einnig notuð til manneldis. Loðnuhrogn eru eftirsótt matvara í Japan.
Loðnuveiðar eiga sér aðallega stað þegar hrygningarstofninn þéttist fyrir austan landið og gengur réttsælis með Suðurlandi að vetrarlagi, á leið til hrygningar. Sjávarútvegsráðuneyti ákvarðar það magn loðnu sem má veiða hverju sinni og styðst við þá aflareglu að hrygningarstofninn sé ekki minni en 400 þús tonn, eftir að veiðum lýkur.[1] Hafrannsóknastofnun mælir stærð uppvaxandi árganga reglubundið, en endanleg mæling á stærð hrygningargöngunnar fæst ekki fyrr en hún er farin að þéttast, um sama leyti og veiðar eru að hefjast. Af þessu leiðir að lokaákvörðun um heildarafla er oft tekin um miðja vertíð, sem tíðkast yfirleitt ekki um langlífari tegundir sem halda sig á íslensku landgrunni allt sitt líf.
Hrygningarstofn loðnu er mjög misstór milli ára, enda samanstendur hann að mestu leyti af einum einasta árgangi, 3 ára fiski. Þetta endurspeglast í árlegum loðnuafla sem hefur sveiflast á bilinu 0 (fiskveiðiárið 1982-1983, óvenju lítill hrygningarstofn) til 1571 þús tonn (1996-1997) og var 377 þús tonn 2006-2007.[1] Fiskveiðiárið 2007-2008 mældist lítill hrygningarstofn og voru veiðar stöðvaðar 21. til 27. febrúar, á meðan ítrekaðar mælingar Hafrannsóknastofnunar stóðu yfir.[2][3] Eftir að stofninn hafði mælst yfir 400 þús tonn tilkynnti sjávarútvegsráðherra stighækkandi aflamark, síðast 207 þús tonn þann 3. mars.[4]
Heimild: VIKIPEDIA
Það að veiða ekki loðnu gæti virkað eins og áburðargjöf á fiskimiðin. Áhugavert væri að fram færi mat á því hvort ekki fengist meira fyrir loðnuna með því að láta þorskin og aðra fiskstofna éta hana fremur en að veiða hana svona beint. Þetta er spurning um þjóðhagslega hagkvæmi.
![]() |
Búið er að aflýsa verkfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.2.2011 | 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hver á hvað?
Þegar til stóð að virkja Blöndu var ákveðið að halda sveitarfund í Svínavatnshreppi til að upplýsa íbúana um efnisatriði málsins.
Málið var mjög flókið lögfræðilega séð og var talið ráðlegt að hafa löglærðan mann við á fundinum til að leiða menn um frumskóga lögfræðinnar. Menn voru ekki á eitt sáttir um hver ætti að borga lögfræðingnum fyrir að sitja fundinn, Landsvirkjun eða sveitarsjóður.
Landsvirkjun bauðst til að fá virtan hæstaréttarlögmann til að mæta á fundinn og bauðst til að bera kostnaðinn.
Þá komu vomur á suma bændur og veltu þeir fyrir sér hvort lögmaður við slíkar aðstæður gæti verið hlutlaus.
Þá sagði Björn Löngumýri " Sá á hund sem elur ".
Heimild: Örsögur um Björn á Löngumýri ÞHG
![]() |
Vildu láta ávíta ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.2.2011 | 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan dag fundarmenn um málefni stjórnarskrárinnar.
Kunnugir segja mér að á fundum Borgarahreyfingarinnar hafi verið reifuð sú hugmynd að Borgarahreyfingin einhenti sér í það að rita nýja stjórnarskrá og legði fé og tíma í það. Vinna þessi átti að fara fram undir handleiðslu verkfræðings svona til þess að verkið væri í föstum skorðum.
Eins og kunnugt er fá stjórnmálaöfl sem ná manni í kosningum til Alþingis, fjárframlög en Borgarahreyfingin fékk 4 alþingismenn kjörna í síðustu Alþingiskosningum.
Borgarahreyfingunni var úrskurðaða allt fjármagn, þegar Hreyfingin klauf sig frá Borgarahreyfingunni og þá fengu þingmenn hennar enga peninga. Þannig að Borgarahreyfinginn á fullt af peningum í svona verkefni, en Hreyfingin á fátæktina eina.
--------------------------------------------------------------------------------------------
,,Borgarahreyfingin stendur traustum fótum fjárhagslega en staða á sjóðum XO var um áramót 2010 2011 jákvæð um kr. 4.826.269,-. Skuldastaða var kr. 0,-.
Áætlanir fyrir árið 2011 gera ráð fyrir 25 mkr. tekjum og er Borgarahreyfingin því enn þá rekin sem vel fjármagnað og skipulagt stjórnmálaafl".
Heimild: Heimasíða Borarahreyfingarinnar.
Borgarahreyfingin og Bestiflokkurinn ættu að sameinast um það að rita nýja stjórnarskrá á meðan pöpullinn deilir um stjórnlagaþing.
Svo gætu þessar hreyfingar afhent Ólafi forseta á Bessastöðum nýtt handrit að stjórnarskrá sem forsetin væri náttúrlega búin að prófarkarlesa og far yfir.
Síðan gæti forsetinn boðið sig fram í næsta forsetakjöri með nýtt frumvarp að stjórnarskrá og beðið aldursforseta Alþingis að leggja það fram á Alþingi.
![]() |
Stjórnarskráin þarf að vera skýrari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.2.2011 | 15:47 (breytt kl. 16:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki um að gera að allir reyni að gera sitt Besta og svoleiðis og allskonar.
Til að rifja upp hvernig skólahald var í sveitum landsins um miðja síðustu öld gríp ég hér niður í grein sem ég skrifaði í Húnavökuna rit Ungmennasambands Austur-Húnvetninga 49 árg.2009 um farskóla.
,,Farskóli var í Svínavatnshreppi þegar ég ólst þar upp. Skólinn var þá á ákveðnum bæjum og komu börnin þangað og var kennt þar. Stundum gengu börn heiman frá sér ef skólinn var á næsta bæ. Farskólinn skiptist í yngri- og eldrideild. Skólaskylda í dreifbýli var frá 10 ára aldri til fermingar. Kennt var að mig minnir 3 vikur í senn og verið svo heima á meðan hinni deildinni var kennt.
Á Höllustöðum var farskóli, þá hjóluðum við Jón Sigurgeirsson, saman, frá Syðri-Löngumýri fram eftir, en vegalengdin er svona 2 km. Stefán Á. Jónsson frá Kagaðarhóli var þá kennari. Hann er snyrtimenni og ágætur kennari en svolítið strangur að mér fannst.
Þennan vetur var haldin norræn skíðaganga sem allir máttu taka þátt í og var vegalengdin 2 km. Stefán kennari mældi vegalengdina samviskusamlega og gengum við að ég held flest þessa göngu. Ég man að eitthvað gekk þetta böxulega hjá Jóhanni Guðmundssyni frá Holti og endaði hann í markinu á einu skíði. Voru nú uppi miklar efasemdir hvort gangan hefði verið lögleg hjá Jóhanni. Endaði málið svo að Stefán úrskurðaði gönguna löglega.
Eitt sinn var ég að fara einn á hjóli í skólann. Krapi var á veginum og sé ég að Guðrún á Ytri-Löngumýri stikar á mikilli ferð fram eftir. Taldi ég að fljótt mundi draga saman með okkur, hún gangandi en ég þessi riddari á hjóli. Aldrei dró ég hana uppi, frekar dró í sundur með okkur. Guðrún hló þegar við vorum komin að Höllustöðum en ég var vonsvikinn yfir að stelpa gengi hraðar en ég hjólaði.
Ég var líka í farskóla á Snæringsstöðum í Svínadal. Þá var kennari Jósep Jóhannesson frá Giljalandi í Dölum. Hann var traustur kennari og lagði áherslu á að við segðum þökk fyrir matinn en ekki dönskuslettuna takk. Hann kenndi leikfimi sem fólst í því að gera armbeygjur og ýmsar æfingar. Var þetta gert inn í stofu og þætti sá leikfimisalur lítill nú. Heimilisfólkið hlustaði á útvarp saman á kvöldin. Svo þegar kom að Passíusálmunum ætluðum við að rjúka út úr stofunni en þá sat Jósep við dyrnar og setti löppina fyrir okkur og urðum við að halda kyrru fyrir uns lestri var lokið. Jósep vakti áhuga okkar og annarra á skákíþróttinni og blómstraði hún í Svínavatnshreppi á þessum árum.
Veturinn 1958-1959 var ég í farskóla á Snæringstöðum og Syðri-Grund. Þá var kennari Dómhildur Sigurðardóttir frá Draflastöðum í Fnjóskadal. Hún var um tvítugt, væn kona og þægilegur kennari".
Á Snæringstöðum lauk ég því sem var kallað fullnaðarpróf með einkunnina 8,97 og var dulítið drjúgur með mig. Í minni heimabygg var mikill metnaður að fá háar einkunnir og ég held að flestir hafi verið með um 9, miklar mannvitsbrekkur.
![]() |
Allar breytingar verða rökstuddar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.2.2011 | 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 601428
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar