Kommuvilla í Landnámu

Ljóstillífun plantna er undirstaða lífs á jörðinni. Plöntur eru annarsvegar næring sjálfar fyrir menn og svo næring fyrir grasbíta.

Mikilvægt starf plantna er að taka upp CO2 koldíoxíð (gróðurhúsalofttegund) og gefa frá sér O súrefni sem er lífsnauðsynlegt fyrir spendýr. Það þarf að vera nóg súrefni í andrúmsloftinu, annar deyr fólk.

Með hækkandi hitastigi verður meiri gróska í gróðri. Við hækkandi hitastig bráðna jöklar. Við hækkandi hitastig verður uppgufun úr úthöfunum meiri, sem fellur svo til jarðar sem regn og eykur jarðargróður.

Talið er að Ísland hafi verið meira gróið hér áður fyrr en það er núna.

 ,, Landið var viði vaxið milli fjalls og fjörum" segir í Landnámu Ara fróða. Um þetta tala menn á á hátíðarstundum og þegar mikið liggur við.

Ég dreg mjög í efa að rétt sé að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru um allt land. En það hefur verið vel gróið.

Það er víða sagt frá því í fornsögunum að landnámsmenn hafi farið til Noregs til að ná sér í við í bæi sína. Ingimundur gamli á Hofi í Vatnsdal fór þannig að mig minnir til Noregs til að ná í við í bæ sinn. Ef nógur skógur hefur verið hér hefði þess ekki þurft. Hann hefði reist bæ sinn með íslenskum við.

Ég gróf eitt sinn fyrir vatnsleiðslu upp í fjall (háls) á ábúðarjörð minni í Blöndudal. Á 1.2-1.5 metra dýpt kom ég niður á skógarleifar sem hafa þá verið efrimörk skógarins væntanlega. Sverustu lurkarnir hafa verið að þvermáli 8-10 cm, þannig að þar var engin húsaviður á ferðinni. Enda heitir holtið, Hrísholt.

Skýra þarf setninguna um að ,,landið hafi verið viði vaxið milli falls og fjöru", betur.

Mín kenning er að þetta sé kommuvilla í Landnámu þ.e.a.s. , iið hefir átt að vera í, komman yfir íinu hafi máðst út.

Það hafi átt að standa,, Landið var víði vaxið milli fjalls og fjöru."


mbl.is Landgræðsla gegn gróðurhúsaáhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýindaskeið framundan

Ástæða er til að vera bjartsýnn yfir þeim hlýindum sem framundan eru. Þjóðin getur sparað sér ferðir til sólarstranda.

Ágætt að losna við sem mest af þessum jöklum. Þá geta vatnsföll  hugsanlega orðið að jafnrennslis ám. Að vísu telja vísindamenn að sjávaryfirborð muni hækka þegar jöklarnir renna til sjávar svona svipað og baðkar verður yfir fullt.

Þetta mun ekki gerast þannig. Það er þekkt að ef sett er skál af vatni inn í rými og hitinn aukinn gufar vatnið fyrr upp og breytist í raka.

Náttúran mun aðlaga sig þessum breytingu og þær verða til bóta. Við aukin hlýindi og bráðnun jökla mun verða meira uppgufun úr heimshöfunum og sú uppgufun mun breytast i rigningu sem fellur til jarðar. Við það mun gróður taka við sér og aukast og vaxa.

Þar með eflist ljóstillífun plantna þær munu taka meir upp af C02> koldíoxíði og skila meiru frá sér af 0> súrefni. Svokallaðar gróðurhúsalofttegundir munu minnka. Jafnvægi mun skapast.

Sú kenning að við bráðnun jökla muni yfirborð sjávar hækka er óvís. Alveg er eins hægt að segja að sig verði víða á jarðskorpunni til að aðlaga þessar breytingar ef þær verða. Miðflóttaafl jarðar mun sjá um það.

En það verða ef til vill meiri sviptingar í veðurfari og ýmsar dýrategundir munu hverfa og aðrar koma í staðin. En svoleiðis hefur það alltaf verið.


mbl.is Kveðst bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,, Aftur kemur vor í dal"

Myndin með fréttinni er af kúm á Höllustöðum í Blöndudal í Svínavatnshrepp. Sér þar yfir að Blöndudalshólum í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Á þessum slóðum var elsta búnaðarfélag landsins stofnað Jarðabótarfélag Svínavatns- og Bólstaðarhliðarhreppa stofnað 1842. -  64 árum seinna fengu Íslendingar sinn fyrsta ráðherra 1906.

Félagslög Búnaðarfélags Svínavatnshrepps frá 1842, dugðu mönnum nokkuð vel í ráðherra og ráðuneytisleysinu. Þegar ég varð formaður félagsins 1979 fór ég að leita að félagslögunum og þá höfðu þau verið að mestu óbreytt frá félagsstofnun og gekkst ég fyrir því að félaginu væru sett ný lög.

Eftir því sem sögur herma var alla tíð mikill félags- og framkvæmdahugur og gleði í bændum á þessu svæði og öll störf gengu vel fyrir sig, þrátt fyrir ráðherra og ráðuneytisleysið.

Það er spurning hvort ekki væri rétt að bændur hvíldu sig á landbúnaðarráðuneytinu í svona í 50 ár og athuga hvort landbúnaðurinn myndi ekki jafna sig.


mbl.is Mótmæla fækkun ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem sagan liggur við hvert fótmál

Það á ekki að segja skröksögur í kirkjugörðum heldur raunverulegar sögur. Af nógu er að taka.

Við Minningaröldur er m.a. hægt að segja frá því þegar Pétursey var skotinn niður af Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni

Í skipsdagbók kafbátsins U-37 segir að hann hafi komið 12. mars 1941 að skipi sem greinilega var fiskiskip. Kom kafbáturinn úr kafi kl:18:26 og hóf áhöfnin þegar að skjóta á skipið úr fallbyssu og 37 mm hríðskotabyssu.

Hittu nú skot kafbátsmanna skipið af miklum þunga og lögðu brúna í rúst. Sáu þeir frammastur skipsins falla um borð. Skot hittu vélarrúm og gaus þar upp gufumökkur. Þrátt fyrir að skipið væri allt sundurskotið ofansjávar var erfitt að koma skotum á það neðan sjólínu.

Síðan segir í leiðarbókinni ,, Tók nú að rökkva. Við færðum okkur nær og sáum þá að hlutleysisfáni Íslands var málaður  á kinnung skipsins. Skothríð hætt." Var klukkan þá 18:43.

Níu mínútum síðar sökk skipið með stefnið upp. Engan björgunarbát sáu þeir en þrír menn sáust á braki skipsins. Sigldi  kafbáturinn við svo búið á tólf mílna ferð til suðausturs.

Þessi texti er styttur og endursagður í Minningarriti um Pétursey IS 100 eftir færsluritara. Með skipinu fórust 10 menn og þar á meðal móðurbróðir minn Þorsteinn Magnússon skipstjóri og frændi minn Hallgrímur Pétursson stýrimaður.

Heimild: Vígdrekar og vopnagnýr eftir Friðþór Eydal


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frávísunartillaga

Stjórnarandstaðan krefst þess að frumvarp fjármálaráðherra verði vísað frá.

Samkvæmt fundarsköpum verður að taka frávísunartillögu til atkvæðagreiðslu án umræðu, þá þegar hún hefur verið lögð fram.

Það er rétt og skylt að Evrópusambandið fari yfir þetta mál, þar sem sjáanlegir eru stórkostlegir gallar á löggjöf Evrópusambandsins varðandi frjálst flæði fjármagns, sem getur stefnt tilveru þjóðríkja í hættu og á það ekkert sérstaklega við okkur Íslendinga, þó við höfum verið fyrstir fyrir barðinu á þessum lagabastarði ESB.

Hver og einn borgari þessa lands á að leggja fram skaðabætur á hendur ESB vegna þeirra röskunar á stöðu og högum okkar sem hefur orðið  vegna þessa óskapnaðar regluverks ESB.


mbl.is Krefjast þess að Icesave verði vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vökulögin og Vinnueftirlitið

Vökulögin er um það bil 90 ára gömul. Þau voru sett til að tryggja sjómönnum lágmarkshvíld og tryggja öryggi, svo sem að þeir féllu ekki sofandi útbyrðis í vondum veðrum með  snærishönk um hálsinn eða löppina í netadræsu.

Vinnueftirlit ríkisins var sett á fót til að tryggja samskonar hagsmuni og vökulögin.

Í mjög langan tíma hefur það viðgengis að Alþingi hefur ekki virt þá hagsmuni, sem það hefur sjálft sett lög um að virða hvíldartíma alþingismanna.

Hverjum manni er það fullljóst að Alþingi er ekki hefðbundinn vinnustaður og lítur ef til vill ekki sömu lögmálum og aðrir vinnustaðir.

Alþingi er fundur eða samkoma. Eigi að síður eru þar til lykta leidd alvörumál sem geta varðað hagsmuni margra. 

Þess vegna er rétt og skylt að alþingismenn fljóti ekki sofandi að feigðarósi í störfum sínum og njóti hvíldar. Hætt er við að mistök geti orðið við lagasetningu og ákvarðanatöku ef ekki verði ráðin hér bragarbót á málum. Af þeim sökum væri rétt fyrir Vinnueftirlitið ríkisins  að koma við á Alþingi og kanna aðstæður um hvíldartíma fólks.


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töfradrottningin

Maður tekur strax eftir því hve hárið hennar er fallegt.

Maður getur sagt; silkimjúkt,  þó maður geti ekki snert það.

Hvernig hún tekur smókinn og púar frá sér.

Tungan og brosið og bjóðandi varirnar.

Hvernig hún lyftir öxlunum og brosir lyftir síðan hendinni kæruleysislega, bæ bæ.

Hún er yndislega falleg.

Skrítið hvernig manni getur þótt vænt um hana þó maður hafi aldrei séð hana auglitis til auglitis.

En svona er veröldin, eitt augnablik.

Ég held hún hafi blikkað mig, en ég segi engum frá því. 


mbl.is Gömul upptaka af Monroe fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband