Þetta mál getur verið nokkuð snúið mál sem þarf ítrustu rannsókn við.
Bloggar hefur verið á sjó, verið á netaveiðum undir Jökli, skipið var nokkuð stórt og með margar trossur. Þær voru allar merktar með baujuljósi. Þá hefur bloggari málað akkeri við höfn á meðan skipið var lestað og veit hvernig akkeri virkar. Þá er eðlilegt að spurt sé er vatnslögnin sæmilega merkt? Efti því sem ég veit á eru hún merkt inn á sjókort og allir skipstjórnar menn eru væntanlega sér meðvitaðir um það og hefði litlu breytt þó hún hefð verið merkt með baujuljósum, en fyrir mína part teldi ég það öruggara.
En akkerið kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum inn í þetta mál. Það er náttúrlega sér kafli fyrir sig að útskýra það og ætla ég mér ekki að fara að gera það vegna þess að ég hef engar forsendur til að segja neitt um það og það komur örugglega fram við sjópróf hvernig stendur á því ef akkerið hefur veri út á siglingu. Skipið er á þungu skriði og menn soldið óvarir um sig ef þeir hafi ekki áttað sig á þessu atriði.
Hvar klikkaði festingin sem olli því að akkerið er komið út? Það er aðal spurningin og gætu verið hægt að útskýra það að, en það mun væntanleg gerast við rannsókn og yfirheyrslur.
En ég verð að segja að ég finn til með skipstjórnarmönnum að lenda í svona aðstæðum, hvernig svo sem þær hafi orðið?
Vegna gáleysisn eða annara réttmætra skýringa?
![]() |
Rannsókn um mögulegt gáleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.11.2023 | 17:26 (breytt 30.11.2023 kl. 19:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst flest sem búið er að gera sé rétt gert. Búið að tryggja lámarks öryggi með fjármunum í launagreiðslur. Greiðslur til þeirra sem verða að borga leigu við þessar aðstæður. Bönd komin að vissu marki á skuldastöðu fasteignalána þannig að ekki er hægt að fara hringja í sýslumanni og láta bjóða upp eignir.
Öryggisgarður umhverfis Bláalónið í vinnslu. Þar hefur verið gagnrýnt að ríkið skuli vera setja peninga í varnargarð fyrir einkahlutafélag sem er búið að vera greiða sér háar arðgreiðslur.
Sú gagnrýni er skiljanlega. En ríkisvaldið getur ekki bara horft út um kýraugða. Það verður að meta það hvort ekki sé skilt að verja jafn mikilvæg lífs nauðsynlegt fyrirtæki til að geta haldið húshitun í lagi.
Hrafnarnir reyna alltaf að plokka ef einhver liggur afvelta ósjálfbjarga. Grindvíkingar eru hörkuduglegir, það haf þeir sýnt það í gegn um árin og eiga skilið að þeim sé rétt hjálparhönd.
Það er náttúrlegaa alvarlegt ef holur finnast hingað og þangð undir Grindavík og er sér könnunarverkefni að rannsaka og verður auðvitað fundið eitthvað út úr því.
Þetta kemur allt með skipulagðri vinnu og æðruleysi.
![]() |
Mikilvægt að öðlast dýpri skilning á stöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.11.2023 | 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Furðulegt uppátæki. Fólk í öngum sínum svo er bara einhver smákóngur sem viskar út heilt bæjarfélag með manni og mús.
Ég segi nú bara, gott hjá þér Smári. Örlög Gindavíkur verða ekkert ráðin með svona ósvífni. Þar er stór vettvangur og margir með kosningaétt. Það eru flest öll mál ókláruð þar.
Ég las skrif konu sem var að leiðbeina stjórnvöldum að það hefði þurft að koma með gáma og svo gæti fólkið sett í gámana á örskömmum tíma. það er svo sem þakkarvert að menn vilji gæta öryggis til hins ýtrasta svo ekki verði mannskaði.
Íbúaskrá í ólestri? Er ekkert til sem getur verið í lagi hjá okkur? Hringt í hina og þessa? En það reyna allir að gera sitt besta og Smári pjakkar og tekur út óheimila niðurlagningu Grindavíkur. Það er guðsgjöf að hafa tíðarfarið svona svo ekki frjósi á ofnakerfunum þar sem heitavatni kemur ekki lengur í húsin. Hugsar einhver um það?
Og búfénaður kominn í húsaskjól og töðu á garðann. Amen eftir efninu. Góðir bændur í Selvoginum redduðu málunum.
![]() |
Fjarlægði yfirstrikun: Grindavík er enn þá til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.11.2023 | 22:05 (breytt kl. 22:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi aðferð náttúrunnar virðist alveg nýtt fyrirbæri. Laumast í geng um þéttbýlið í Grindavík á meðan allir horfa vestur, norður og austur. Svo lendir þessi buna út í sjó og það er ekki einu sinni gufa.
Það verður handtak að kortleggja allar þessar rásir og skemmdir. Raunverulega ætti veghaldrinn sem er Vegagerð ríkisins að aðgæta öll svæði á suðvestur landi þar sem akvegir eru og bílstjórar ættu að hafa varan á sér. Við höfum sé myndir frá Bandaríkjunum þar sem bílar haf steypst niður í jarðföll. Á Hellisheiði leggur reyk upp í vegkantinum.
Allt Suðurlandsundirlendi er á Þjórsárhrauni. Við Arnbjörn bróðir vorum með hross þar fengum nú að kenna á því í Hallanda þar sem grjótið var í yfirborði túnana að alltaf var eitthvað að skemmast.
Það var nú meiri dellan af Grindvíkingum að selja þá jörð. En við skulum ekki vera að jagast yfir því.
Þó hús sýnist sprungin og siginn, þá má búast við að mjög margt eigi eftir að koma í ljós þegar ítarleg skoðun getur farið fram.
Alltaf þegar náttúruhamfarir eyðileggja manngert umhverfi þá fellur verð fasteigna og vinnustaða og atvinnutækja. En sem betur fer syndir fiskurinn í sjónum og er alveg sama hver á hann. Það er sér úrlausnaratriði að skera úr um það.
Nú þurfa Grindvíkingar að mynda stuðningfélag til að taka utan um sína sveitarstjórnarmenn og styðja þá.
Baráttufélag með samþykktum og stjórn og nefndum, þó ekki væri nema í fyrsta lægi að tala sama og skiptast á hugmyndum og rökstyðja tjón á hagsmunum sínum og hvað á að gera. Þetta er ekki hugsað sem vanmat á því sem gert hefur verið og þeirri varðstöðu sem viðhöfð hefur verið og öll hjálp sem innt hefur verið af hendi. Það er aðalega þegar stjórnmálafólk fer að kikna í hnjánum þegar farið verður að tala um bætur og svoleiðis.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráherra vék að því að við værum með stuðningsnet eins og atvinnuleysistryggingasjóð og ef til vill aðra styrktarsjóði og allar tryggingarnar sem hjálpa til. En það þýðir ekkert að treysta á eina manneskju. Það verða allir að hugsa og spekúlerar í hvaða átt er best að þróa málin. Maður veit aldrei hvernig nýr fjármálaráðherra virkar, er hann grútur eða sanngjarn það kemur í ljós? Einhver verður að kjósa hann og maður veit ekkert hvernig fylgið flýtur. Kannske út í sjó, en þá verða flokkar að vera með einhver björgunarbelti.
Það eru allir duglegir og fólk sem hefur farið frá eignum sínum er ef til vill ekkert spennt að taka við þeim eins og staðan er í dag. Í raun er hægt að skilgreina Grindavík sem eyðibygg að hluta. Svona fór fólkið frá Hornströndum á sínum tíma. Allir í einu. Eins var með Laxárdal norður held ég í A-Hún.. Hver tók sinn poka. Það er svo sem ekki glæsilegt. En það má hrópa húrra að vera á lífi, og það heldur áfram.
![]() |
Ég held að það sé bara ónýtt að öllu leyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.11.2023 | 18:19 (breytt kl. 21:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað skal gera ef svona staða kemur upp. Fyrst að hugsa. Er obinber neyðaráætlun til. Ef heitt vatn fer af bænum er neyðarástand. Vanmáttugir yrðu flutt á örugg svæði. Um leið og aðalkrana inn í hvert hús yrði loka, væri rá að tappa af ofnum svo ekki frysi á þeim og þeir spryngju. Þar með væri sú hætta numin brott. Þar sem arinn væri í húsum, væri hægt að kynda upp gas væri hægt að nota á þar tilgerða ofna. Ef rafmagn færi af mundi einhver ábyrgðaraðili koma með díselrafstöð.
Grindvíkingar eiga fullt af vinum út um allt land, sumarbústaðir sveitabæir og víða þéttbýli.
Aftur á móti er best að missa sig ekki og því set ég pungt hér. Afsakið, það þarf að halda utanum börn, gamalmenni og unglinga.
Pass. Forsetin verður að segja eitthvað ef allur þessi hræðsluáróður heldur áfram. Þó staðan sé snúin verður að fara varlega með orð. Grindvíkingar spjara sig.
![]() |
Greinir á um tryggingu vatnslagna ef til goss kæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.11.2023 | 20:59 (breytt kl. 21:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 182
- Sl. sólarhring: 293
- Sl. viku: 878
- Frá upphafi: 589415
Annað
- Innlit í dag: 173
- Innlit sl. viku: 786
- Gestir í dag: 171
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar