Ég hef tvisvar verið áttavilltur en aldrei þurft að kast hlutkesti um það hvert ég ætti að fara.
Í fyrraskiptið var ég í seinnigöngum á Svínadalsfjalli í Austur-Húnavatnssýslu. Þoka var og snjóföl og rann land og himin saman. Ég lagði í hann og tók vindáttina, sem var að norðan og hélt af stað. Nokkru seinna kom ég á slóð og varð hissa því ég átti að vera einn á fjallinu. Skömmu seinna kom ég aftur á slóð. Nú hann er með tvo til reiðar þessi eins og ég hugsaði ég með mér og áttaði mig þá að ég var villtur og hafði farið í 2 hringi. Vindáttin hafði breyst og ég elti vindáttina og missti stefnuna. Ég dokaði við og um hádegið braust sólinn fram og þá gat ég staðsett mig.
Seinna skiptið var þegar ég þurfti að kjósa til stjórnlagaþings. Ég var búinn að fara marga hringi með mannskapinn henda þessum út og taka þessa inn. Raða eftir menntun og aldri, viti og visku, landsbyggð og þéttbýli. Svo ákvað ég bara að gera það sem mig langaði til að raða upp atkvæðaseðli án forgangsröðunar eins og félagshefðin bauð mér.
Ég náði 4 fulltrúum inn og þurfti aldrei að nota hlutkesti.
En ég get ekki neitað því að ég er hrifnari af frjálsum óbundnum kosningum, en forgangsröðunarkosningum eins og nú var notað.
![]() |
Vörpuðu hlutkesti 78 sinnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.11.2010 | 20:45 (breytt kl. 21:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landskjörstjórn er rétt og skylt að birta heildar atkvæðatölu hvers frambjóðanda til stjórnlagaþings.
Þetta er nauðsynlegt vegna þess að frambjóðendur eru búnir að leggja mikið á sig bæði í tíma og fjármunum og eiga því sanngjarna kröfu á því að fá heildaratkvæðatölu sem þeir hlutu í kosningunum, birta.
Það er nauðsynlegt í þágu rannsókna og í sögulegu samhengin til að hafa upplýsingar um þetta og hugsanlega draga lærdóm af þessum kosningum.
Önnur tilhögun væri ósanngjörn gagnvart frambjóðendunum eftir það erfið sem þeir hafa á sig lagt í þágu þjóðarinnar.
Það eru ákveðin verðmæti fólgin í því fyrir frambjóðendur að hafa atkvæðatölurnar upp á borðinu.
Má þar nefna t.d. þeir sem hyggja á áframhaldandi þátttöku í félags og stjórnmálum fyrir lýðveldið.
![]() |
Talningu lýkur ekki í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.11.2010 | 17:11 (breytt kl. 17:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hver bað um þessa röðun?
Þetta er ekki prófkjörslistar.
Af hverju mátti fólk ekki kjósa fulltrúa eins og tíðkast hefur í félagskerfi landsmanna í óbundnum kosningum frá aldaöðli. Þar sem afl atkvæða réði því hverjir kosnir væru.
Þetta kosningakerfi er einhver Evrópubastarður. Og svo þarf að fara að kasta hlutkesti um sætin.
Það bað engin um listakosningu.
Og kjörseðlar þar sem nöfn frambjóðenda eru ekki einu sinni á listanum aðeins tölur. Eins og þetta séu einhverjir fangar.
Og svo skrifað með ritblýi sem hægur vandi er að strika allar tölur út.
Ég hef aldrei vitað aðrar eins kosningar. Og svo er möguleiki að frambjóðendur séu með allmikið fylgi en hafa verið af einhverjum ástæðum neðarlega á kjörseðlinum, en þeir sem eru ofarlega komast inn á færri atkvæðum. Þetta er víst möguleiki eftir því sem ég hef komist næst.
En frambjóðendurnir voru nú samt allir góðir.
![]() |
Gæti þurft að varpa hlutkesti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.11.2010 | 14:15 (breytt kl. 14:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Talning og útreikningar til niðurstöðu á þessum kosningum til stjórnlagaþings er mjög flókin efir því sem ég kemst næst.
Þetta kosningakerfi hefur verið notað erlendis en þá með mikið færri frambjóðendum, en við þessar kosningar.
Í okkar dæmi eru 522 frambjóðendur en sá fjöldi hefur ekki þekkst áður í þessu kosningakerfi. Spurningin er því hvort hér geti myndast stærðfræðilegt kaos við úrlausn og talningu, þegar brot af atkvæði kjósenda þarf að að færa yfir á fleiri frambjóðendur neðar á listum.
Áhugavert væri að stærðfræðingar, tölvufræðingar og alþýðureiknimeistarar, settu upp dæmi þar sem þetta kerfi væri brúkað. Til hliðsjónar og samanburðar væri svo tekið dæmi af kosningakerfi sem lengst af hefur verið notað í óbundnum kosningum þar sem hver frambjóðandi fær eitt jafngilt atkvæði á kjörseðlinum og ekki væri raðað upp í forgangsröð.
Það væri gaman að spá í slíkan samanburð en þetta er eðli máls töluvert verk og og ekki á færi nema manna sem eru liðtækir í tölvu- og stærðfræði.
Færsluhöfundur var ekki í framboði til stjórnlagaþings. Myndin er tekin við dilksdyr í Fljótstungurétt í Borgarfirði þar sem sauðfé er dregið í dilka eftir eyrnarmörkum og er það allt annað kerfi en við þessar kosningar.
![]() |
Kosningaþátttaka líklega um 40% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.11.2010 | 06:02 (breytt kl. 06:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi framsetning málsins hjá forsetanum er of mikil einföldun á þessu viðkvæma máli. Vissulega var gott að forsetin skaut málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma og þjóðin hafnaði lagasetningu þar um.
En það er ekki alveg sjálfgefið að þjóðin hafi lokaorðið um þessi mál þó því væri vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu og málið væri fellt þar.
Neyðarlögin eru viðkvæmasti partur af þessu bankamáli öllu saman. Og ef neyðarlögunum verður þvælt til dómstóla er ekki á vísan að róa hvernig mál féllu. Þar hefðu dómstólar lokaorðið.
Það liggur alveg fyrir að einkabankarnir höndla með almannafé og þar með eignir lífeyrissjóða, félaga, fyrirtækja og almennings. Í þessu liggur vandinn og hin þrönga gata hagsmuna Íslendinga.
Það eru tvö ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskránni. Annarsvegar málskotsréttur forseta, 26. greinin sem hefur verið notuð og máli verið vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hinsvegar er svo málskotsréttur Alþingis um að setja forsetann af og þarf til þess þjóðaratkvæðagreiðslu.
11. greinin hljóðar svo: Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna
1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn. Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.
Þannig að þessi málsskotsréttur handhafa tveggja þátta löggjafarvaldsins er gagnkvæmur og sýnir enn og aftur að stjórnarskráin leynir á sér og ekki hefur verið gert ráð fyrir því að forsetinn eigi að vera sameiningartákn fyrir þjóðina eins og löngum hefur verið haldið fram.
![]() |
Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.11.2010 | 19:13 (breytt kl. 22:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Barn þetta verður af Pálsætt á Ströndum í föðurætt og þykja það mér góð tíðindi.
Pálsætt á Ströndum er rakin frá Páli Jónssyni f. 1795 í Ávík, Árneshr., bónda í Kaldbak í Kaldbaksvík á Ströndum og konu hans Sigríði Magnúsdóttur f. 1795 á Hellu, Selströnd Kaldrananeshr.
Páll og Sigríður bjuggu víða á Ströndum svo sem á Kaldbak, Skarði og Svanshóli sem meðfylgjandi mynd er af. En Gunnar Arnar maður Katrínar er frá Svanshóli í föður ætt.
Um Pál var sagt: ,, Vandaður maður og vel að sér ,góður skrifari og í raun listaskrifari".
Um Sigríði var sagt: ,,Að mannskostum jafnoki manns síns".
Móðursystir mín Pálína Magnúsdóttir tók þetta niðjatal saman í samvinnu við Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar og er það gefið út 1991. Er það í þrem bindum alls 1020 blaðsíður.
![]() |
Menntamálaráðherra á von á barni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.11.2010 | 20:26 (breytt 31.12.2014 kl. 13:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rökrætt um jarðhita á fundi Vísindafélags Íslendinga
Hefst: 24/11/2010 - 20:00 Lýkur: 24/11/2010 - 22:00 | Nánari staðsetning: Norræna húsið |
507. fundur í Vísindafélagi Íslendinga verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20:00. Þá munu þeir Stefán Arnórsson og Ólafur Flóvenz prófessorar við Háskóla Íslands, skiptast á skoðunum um efnið
Er jarðhitinn endurnýjanleg eða endanleg auðlind?
Í alþjóðlegum skilgreiningum á orkulindum er jarðhiti talinn til endurnýjanlegra orkulinda. Af og til skýtur þó upp þeirri spurningu í umræðu um orkumál á Íslandi hvort hann sé það í raun. Svarið við þeirri spurningu tengist umræðu um sjálfbæra nýtingu jarðhita og þar með umræðunni um hvernig haga beri rekstri jarðhitavirkjana. Tveir sérfræðingar á sviði jarðhita, sem hafa lýst nokkuð mismunandi skoðunum á fundarefninu, Stefán Arnórsson, prófessor við HÍ og Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR og gestaprófessor við HÍ munu ræða þessi mál á fundinum.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Stjórnin
__________________
Tekið af vef HÍ
Ég brá mér á þennan fund til fróðleiks og var hann haldin í gærkveldi og var fullsetinn salurinn.
Erindin voru stórfróðleg og geri ég ráð fyrir að fjölmiðlar geri fundinum skil á sínum vettvangi.
Þar var m. a. minnst á Álver á Bakka en ég vil ekkert vera tjá mig um efni fundarins því málið er viðkvæmt.
Tel að fundarboðendur og framsögumenn geri grein fyrir málefninu.
![]() |
Umtalsverð umhverfisáhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.11.2010 | 16:03 (breytt kl. 16:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjálparkjörseðill
Á hjálparkjörseðilinn getur þú tínt til þá frambjóðendur sem þú vilt kjósa á stjórnlagaþing. Hægt er að raða þeim með því að draga þá með mús eða smella á örvar við hlið nafns. Prentaðu seðilinn út og hafðu hann með þér á kjörstað. Þessi seðill er sýnishorn.
Heimild: Stjórnlagaþing, kosningavefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytis.
- 1.
Valdimar Hergils Jóhannesson Auðkenni: 8276
- 2.
Rakel Sigurgeirsdóttir Auðkenni: 3865
- 3.
Andrés Magnússon Auðkenni: 6747
- 4.
Jónas Kristjánsson Auðkenni: 9915
- 6.
Ámundi Hjálmar Loftsson Auðkenni: 4316
- 7.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Auðkenni: 2787
- 8.
Ásgeir Beinteinsson Auðkenni: 2897
- 9.
Lúðvík Emil Kaaber Auðkenni: 5823
- 10.
Áslaug Thorlacius Auðkenni: 8309
- 12.
Guðmundur Ágústsson Auðkenni: 9629
- 13.
Björn Guðbrandur Jónsson Auðkenni: 6758
- 14.
Þorsteinn Hilmarsson Auðkenni: 3678
- 15.
Arnfríður Guðmundsdóttir Auðkenni: 8023
- 16.
Þorsteinn Arnalds Auðkenni: 2358
- 17.
Arndís Einarsdóttir Auðkenni: 5449
- 18.
Örn Bárður Jónsson Auðkenni: 8353
- 19.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir Auðkenni: 7319
- 20.
Baldur Óskarsson Auðkenni: 5361
- 21.
Friðrik Þór Guðmundsson Auðkenni: 7814
- 22.
Sólveig Dagmar Þórisdóttir Auðkenni: 7462
- 23.
Björn Ragnar Björnsson Auðkenni: 9838
- 24.
Axel Þór Kolbeinsson Auðkenni: 2336
- 25.
Úlfur Einarsson Auðkenni: 6967
![]() |
Skannar komnir á talningarstað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.11.2010 | 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við búum við fulltrúalýðræði. Félagshefðin er að kosningar séu bundnar eða óbundnar.
Bundnar kosningar eru þegar óskað er eftir listakosningu eða það sé bundið í lögum eða félagasamþykkt að fara fram með lista skipaðan tilteknum fjölda félagsmanna eða frambjóðenda.
Óbundin kosning er þegar kjósandi kýs ákveðin fjölda fólks eða félagsmanna, sem fá jafnrétthátt atkvæði. Enginn listi.
Þegar talið er af hverjum seðli fær það nafn sem ritað er eitt strik eða prik. Ef 25 eru á seðlinum fá þeir allir atkvæði. Sá sem fær flest atkvæði er rétt kosin og svo koll af kolli þar til búið er að fylla upp í fjöldann sem kjósa á.
Ég hef verið formaður elsta búnaðarfélags landsins, stofnað 1842, og aldrei heyrt um svona kosningu þar sem einhverskonar framsal hluta atkvæðisins á sér stað.
Kjósandinn er neyddur til að raða fólki upp á lista sem hann ef til vill ekki gera. Þvert á móti gefa hverjum og einum frambjóðanda jafngilt atkvæði-sæti. Það er miklu einfaldara og veldur síður deilum og er skothelt.
Í lögum um kosningar til stjórnlagaþings er ekkert kveðið á um hvort kosningarnar séu bundnar eða óbundnar. Aðeins kveðið á um að þær séu persónukosningar sem hvergi er getið um í íslenskum orðabókum sem ég hef undir höndum.
Og af hverju fá kjósendur ekki að greiða fólki jafnrétthátt atkvæði eins og tíðkað hefur verið í félagskerfi okkar alla tíð?
Sumir halda því fram að kjósandinn hafi bara eitt atkvæði. En samt þarf að kjósa 25 fulltrúa.
Mér finnst þetta kosningakerfi meingallað og í raun óútskýrt hvernig það virkar. Það geta orði mikil málaferli út af þessu.
Getur það gerst í þessum kosningum að frambjóðandi sem yfirleitt er ef til vill neðarlega á atkvæðaseðlinum en fær allmikið fylgi nær ekki kjöri, en sá sem fær verðamætari atkvæði í eitt af t.d. 5 efstu sætunum kemst inn á færri atkvæðum?
Þessu þarf að svar.
![]() |
Talað var við nærri 500 frambjóðendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.11.2010 | 18:59 (breytt kl. 19:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjárlög 2011
1. mál lagafrumvarp 139. löggjafarþingi.
Til- og millivísanir í málið í efnisskrá. Innsend erindi vegna málsins. Mælendaskrá.
1. umræða
Þingskjöl | |||
Útbýtingard. | Þingskjal | Tegund skjals | Flutningsmaður |
01.10.2010 | 1 | stjórnarfrumvarp | fjármálaráðherra |
Umræða | |||
Dags. umr. | Tími umræðu | Tegund umræðu | Þingfundur |
05.10.2010 | 14:11-20:06 Hlusta ![]() | 1. umræða | 4. fundur |
06.10.2010 | 14:43-16:01 Hlusta ![]() | Framhald 1. umræðu | 5. fundur |
06.10.2010 | 16:34-16:34 Hlusta ![]() | Framhald 1. umræðu 2 atkvæðagreiðslur | 5. fundur |
Er til umfjöllunar í fjárlaganefnd síðan 15.11.2010
Þannig er staðan um fjárlög. Það er búið að afgreiða þau úr þingflokkum sem styðja ríkistjórnina og ríkistjórnin er búin að samþykka að leggja frumvarpið fram og fjármálaráðherra búin að mæla fyrir frumvarpinu.
Þessi umræða sem fitjað er upp á um fjárlagafrumvarpið af Kvennalistakonunni Lilju Mósesdóttur er ómerkileg í hæstamát.
Málið er hjá Alþingi en ekki Vinstri Grænum, nema þeir segi sig frá frumvarpinu og það er skoplegt að heyra það frá ráðherra í ríkistjórn Íslands að það þurfi að gjörbylta fjárlagafrumvarpinu.
Ég held að það sé betra að vera Kommúnisti en Kvennalistakelling.
Aftur á móti getur Alþingi gert það sem því sýnist með þetta frumvarp.
![]() |
Líkjast kommúnistaflokkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.11.2010 | 15:23 (breytt kl. 15:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 601429
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 404
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar