Um síðust helgi var Sjálfstæðisflokkurinn með prófkjör vegna borgarstjórnarkosningar í vor. Nú er það Samfylkingin sem er í sviðsljósinu. Færri komast að en vilja í efstu sætin.
Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig lýðræðið virkar á sveitarstjórnarstiginu. Í sveitarstjórnarlögum nr. 45 1998 er kveðið á um fjölda sveitarstjórnarmanna miðað við íbúatölu:
12. gr. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn. Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera innan þeirra marka sem hér greinir:
a. þar sem íbúar eru innan við 200 35 aðalmenn,
b. þar sem íbúar eru 200999 57 aðalmenn,
c. þar sem íbúar eru 1.0009.999 711 aðalmenn,
d. þar sem íbúar eru 10.00049.999 1115 aðalmenn,
e. þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri 1527 aðalmenn. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er ekki skylt að fækka eða fjölga aðalmönnum í sveitarstjórn fyrr en íbúatala sveitarfélags hefur verið hærri eða lægri en viðmiðunarmörkin í átta ár samfellt.
Kveðið skal á um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.
Lýðræðismálin í Reykjavík er ótæk varðandi fámennisstjórn. Alræðisvald er í höndum 8 borgarfulltrúa. Lítil framboð geta ekki mannað undirnefndir.
Í janúar 1908 var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað í 15.- 100 árum seinna eru þeir enn 15 þótt íbúafjöldi hafi fimmfaldast á einni öld og er nú 120. þús. Heimild: Frumvarp til laga mál 15 Þór Saari og fleiri.
Hafnarfjörður hefur 11 sveitarstjórnarmenn en þar eru íbúar nú 26. þús. Húnavatnshreppur er með 7 sveitarstjórnarmenn, þar eru íbúar 425, svo dæmi sé tekið til samanburðar.
Við síðustu Alþingiskosningar voru á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum samtals 87514 kjósendur og hlutu Reykvíkingar 22 alþingismenn. Á bak við hvern þingmann voru þá 3978 kjósendur.
Miðað við sama kjósendafjöldi nú við borgarstjórnarkosningarnar og 15 borgarfulltrúa, þá verða 5834 kjósendur á bak við hvern borgarfulltrúa.
Það er óeðlileg að það þurfi fleiri kjósendur til að koma sveitarstjórnarmanni að, en að koma alþingismanni á þing.
Ákvæðið í sveitarstjórnarlögunum um fjölda sveitarstjórnarmanna miðað við íbúatölu er löngu orðið úrelt varðandi Reykjavík.
Heimilt er að fjölga þeim upp í 27 að óbreyttum lögum og er eðlilegt að það sé gert með nýrri samþykkt borgarstjórnar, ef Alþingi ætlar ekki að lagfæra þetta fyrir vorið.
Það er ekki nóg að komast áfram í prófkjörum ef ekkert er óðalið!
![]() |
Átta atkvæði milli Bjarna og Dofra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.1.2010 | 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í upphafi bankahrunsins voru allar aðstæður óljósar og almenningur og stjórnvöld voru ráðvillt. Það var ekki gott að átta sig á hvað var rétt að gera á hverjum tímapunkti. Þetta voru fordæmalausar aðstæður sem þjóð og stjórnvöld höfðu ekki lent í áður.
Stjórnvöld hafa reynt gera sitt besta en hafa ef til vill ekki alltaf ekki gert nákvæmlega það sem hinn eða þessi hefði viljað. Eigi að síður erum við nú hér enn með mat og drykk.
Þó ýmislegt sé hægt að segja um Jóhönnu og Steingrím, að þá hafa þau talið sig vera gera skildu sína og farið að landsins lögum, en ekki sett menn í fangelsi án dóms og laga eins og kallað hefur verið eftir.
Ég kem ekki auga á aðra stjórnmálamenn sem hefðu getað staðið í brúnni við þessar aðstæður. Það er auðvelt að gera hróp og köll að þeim en; Allt orkar tvímælis þá gert er. Þau hafa sýnt fádæma styrk og dugnað, þó ég hafi ekki alltaf verið sammála þeim.
Rétt er að halda því til haga og gleyma því ekki hverjir hófu leikinn í þessum málum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokur einkavæddu banka til fárra aðila sem stóðu þeim næst á hinu póltískasviði.
Þessir aðilar voru kallaðir útrásarvíkingar og eru sennilega afsprengi gömlu víkinganna sem fóru rænandi og ruplandi og drepandi fólk á öldum fyrr.
Útrásarvíkingarnir gerðu þetta af meiri séntilmennsku og kurteisi og meiddu engan líkamlega en söfnuðu fé inna sparireikninga fólks í Bretlandi og Hollandi og lofuðu góðum vöxtum. Á opinberum vettvangi hefur það komið fram að fjármálastofnanir sem þeir veittu forstöðu skorti lausafé og voru komnar í ákveðna pattstöðu.
Bussnesmenn og burgeisar flugu um í háþrýstiloftsflugvélum og forsetinn fékk að fljóta með og halda ræður og vera í samkvæmum. En samkvæmt íslensku lögum er það ekki bannað að vera í partíum.
Eftirlitsstofnanir svo sem Seðlabanki og Fjármálaeftirlit voru ráðalitlar enda voru bussnensmenn og útrásarvíkingar vinsamlegir í viðmóti.
Það er ekki fyrr en borinn er eldur að Bessastöðum að forsetinn snýst á hæl og yfirgefur partíið og er nú í hlutverki Kára Sölmundarsonar en Kári fylgdi reyknum og komst undan úr Njálsbrennu.
Við skulum muna eftir þessari sögu þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kemur út.
![]() |
Það er verið að kúga okkur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.1.2010 | 11:11 (breytt kl. 11:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hollendingar gefa sig ekki segir í fyrirsögn fréttarinnar.
Ég held að engum manni hafi dottið það í hug að þeir yrðu hræddir, þegar Bjarni og Davíð birtust.
En það er mikið lagt á Steingrím að taka þá með.
![]() |
Hollendingar gefa sig ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.1.2010 | 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er ánægjulegt að það sé búið að ákveða upphafskvóta á loðnu 130 þús. tonn.
,,Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra leggur áherslu á að veiðum og fullvinnslu þessa afla verði hagað með þeim hætti, að sem mestur þjóðhagslegur ábati skapist af þessari auðlind, segir á vef ráðuneytisins.
Einkavæðingin hefur siglt í strand við hrunið og Sjálfstæðismenn eru fámálir um hvað tekur við í þeirra hugmyndafræði og er það skiljanlegt. Þeir verða einhvern tíma að jafna sig þar til þeir fara að geta hugsað skýrt.
Ég hef alltaf dregið línu milli einkavæðingar og einstaklingsframtaks . Sjálfsbjargarhvöt og viðleitni er manninum í blóðborinn. En einkavæðing eins og hún var framkvæmd í tíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar var fyrir fram dauðadæmd vegna þess að það var ekki staðið við dreifða eignaraðild. Þar hvarf Framsóknarflokkurinn frá hugsjónum sínum illu heilli.
Það fór svo sem ekki vel með kommúnismann í Sovétríkjunum. Það má segja að þessar tvær ólíku hugmyndastefnur, kapítalisminn og kommúnisminn hafi lent í bræðrabyltu.
Almannavæðing, væri hægt að kalla það þegar ríkisvald og almenningur legðu saman krafta sína og væru drifkraftur í atvinnulegu tilliti.
Nú væri t.d lag, að ríkið og almenningur eignuðust loðnuskip og hæfu veiðar á loðnu. Ríkissjóði vantar peninga til að borga reikninga og almenningi vantar vinnu. Almenningur gæti borgað sitt framlag að hluta til með vinnu.
Það er því brýnna að huga að þessu þar sem útgerðarmenn hafa kveðið upp úr með það að þeir sigli skipum í land verði eignarréttur þeirra á auðlindum sjávar ekki viðurkenndur.
Og einhver verður að hafa forustu um það að veiða fiskin úr sjónum, ef útgerðarmenn ætla að híma við bryggjur í fýlu yfir því að eiga ekki fiskinn í sjónum.
![]() |
Heimilt að veiða 130.000 tonn af loðnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.1.2010 | 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ákveðið hefur verið að Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hætti í 9 manna nefnda sem kosin var til að fjalla um væntanlega skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Mér fannst Ásbjörn koma vel fyrir í Kastljósi og viðurkenndi möglunarlaust að hafa greitt sér ólöglegan arð úr fyrirtæki sínu Nesveri árið 2006. Og mér sýnist að Ásbjörn sé dugnaðarmaður.
Ég stóð nú í þeirri trú að hæpið væri að greiða arð nema hagnaður væri fyrir hendi á rekstraárinu.
,,Lögvilla, vanþekking á réttarreglum er hugtak, sem einkum kemur fyrir í refsirétti. Yfirleitt stoðar ekki að bera fyrir sig lögvillu í sambandi við réttarbrot, en lögvilla getur verið refsilækkunarástæða." Heimild: Björn Þ. Guðmundsson, Lögbókin þín.
Nú veltir almenningur því fyrir sér hvort Sjálfstæðismenn hafi einhvern sem geti tekið sæti í nefndinni. Þetta mál er vandmeðfarið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þessi nefndarseta er ef til vill ekki það fyrsta sem þingmenn flokksins óska sér.
Þess vegna er auðveldast fyrir flokkinn að fara með gömlu þuluna:
,,Ugla sat á kvisti, átti barn og missti, eitt, tvö, þrjú, og það varst þú."
![]() |
Segir sig úr þingmannanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.1.2010 | 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úr Brennu-Njáls sögu:
Gunnar Lambason hljóp upp vegginn og sér Skarphéðinn. Hann mælti svo: ,, Hvort grætur þú nú Skarphéðinn?"
,, Eigi er það, " segir Skarphéðinn, ,, en hitt er satt að súrnar í augum. En hvort er sem mér sýnist, hlærð þú?"
,, Svo er víst," segir Gunnar, ,, og hef ég aldrei fyrr hlegið síðan þú vóst Þráin á Markarfljóti."
Skarphéðinn mælti: ,, Þá er þér hér nú minjagripurinn."
Tók hann þá jaxl úr pússi sínu er hann hafði höggvið úr Þráni og kastaði til Gunnars og kom í augað svo að þegar lá úti á kinninni. Féll Gunnar þá ofan af þekjunni.
Þá er spurningin þessi varðandi skýrsluna, kemur hún til með að draga tennurnar úr einhverjum í óeiginlegri merkingu?
![]() |
Gráti nær yfir efni skýrslunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.1.2010 | 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er frekar dauft yfir sveitum hjá Sjálfstæðismönnum í þessu prófkjöri . 7200 greiddu atkvæði af 20000 sem eru á kjörskrá eða 36 % félagsmanna. Þetta er áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þátttaka sé ekki meiri en raun ber vitni.
Raunar eru lýðræðismálin hjá okkur sem þjóð mikið áhyggjuefni. Þekkt er misvægi atkvæða til Alþingiskosninga. Þar hafa sumir borgarar helmingi öflugri kosningarrétt en aðrir.
Í janúar 1908 var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað í 15. 100 árum seinna eru þeir enn 15 þótt íbúafjöldi hafi fimmfaldast á einni öld og er nú 120. þús.
Hafnarfjörður hefur 11 sveitarstjórnarmenn en þar eru íbúar nú 26. þús.
Húnavatnshreppur er með 7 sveitarstjórnarmenn þar eru íbúar 425.
Þingmenn Hreyfingarinnar ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni ( B ), hafa flutt frumvarp til breytingar á sveitarstjórnarlögum, þingmál 15. Þar er er gert ráð fyrir að borgarfulltrúar í Reykjavík ættu að vera við núverandi aðstæður 61. Og er þá horft til Norðurlanda og Evrópu.
Einu kosningarnar sem Íslendingar hafa jafnan atkvæðisrétt eru kosningar til embættis Forseta Íslands og væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla.
Í félagskerfi okkar er víða að finna tilhneigingu til jöfnunar atkvæðisréttar vegna fulltrúakjörs, svo sem í samvinnufélögum, búnaðarfélögum og launþegafélögum þar sem kveðið eru um ákveðin fjölda félagsmann á bak við hvern kjörin fulltrúa til setu á hinum ýmsu aðalfundum og þingum.
Þetta er málefni sem vert er að gaumgæfa.
Það gengur ekki að sveitarstjórnar menn í 120 þús. manna byggð séu 15 á meðan sveitarstjórnarmenn í 425 manna byggð eru 7. Það kallast lýðræðisskekkja.
![]() |
Júlíus Vífill í öðru sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.1.2010 | 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kaup á kvóta getur aldrei leitt til eignarétt á fiskinum í sjónum. Í lögum um um stjórn fiskveiða segir:
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Þetta er nú ekki flókið og ætti að vera hverju sæmilega greindu fólki skiljanlegt. En á það virðist skorta.
Sá sem kaupir kvóta veit af þessari lagagrein. Þess vegna er ekki til neitt sem heitir eignakvóti eða varanlegur kvóti.
Kvóti er í eðli sínu fyrirfram greitt leiga til nota á nýtingu aflaheimildum. Þess vegna er mikill sveigjanleiki í 20 ára fyrningarreglunni. Það er góður aðlögunartími en útilokar ekki útgerðir að endurnýja þessi leiguafnot við réttan eiganda á þessu tímabili.
Ef skip verða bundin við bryggju um lengri eða skemmri tíma vegna óánægju þeirra sem eru að reyna að telja þjóðinni trú um að þeir eigi kvótann, verður ríkisvaldið með einhverjum hætti að bregðast við.
Borðleggjandi er að bjóða veiðarnar út á Evrópska efnahafssvæðinu og greiða verktökum fast gjald fyrir veitt kíló af fiski, en heildaraflinn sé síðan lagður inn á reikning ríkisjóðs.
Ekki veitir ríkissjóði af peningum nú á þessum erfiðu tímum.
Í útboðskilmálum væri rétt og skylt að setja, að öllum afla yrði landað á Íslandi eftir atvikum og þörfum vegna markaðsaðstæðna og allir skipverjar væru íslenskir, utan yfirmanna. Þessi skipan mála útilokar að sjálfsögðu ekki íslenskar útgerðir að bjóða í verkið.
Við höfum verið að veiða víða , á erlendir fiskislóð og mér hefur skilist að skipverjar séu úr ýmsum áttum.
Það er dapurlegt að sjá samtök sjómanna taka þátt þessum leik LÍÚ. Sjómenn sem eiga ekki einu sinni hlífðarfötin, sem þeir ganga í.
![]() |
Eyjafundi útvarpað á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.1.2010 | 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Móðuramma mín Karítas Skarphéðinsdóttir frá Æðey í Ísafjarðardjúpi er fædd þennan dag, 20. janúar 1890 Foreldrar hennar voru Petrína Ásgeirsdóttir frá Látrum í Mjóafirði og Skarphéðinn Elíasson frá Garðstöðum í Ögursveit.
Karítas giftist Magnúsi Guðmundssyni árið 1907. Hann var þá ekkjumaður með fjögur börn. Með honum átti hún 10 börn. Þau fluttust til Ísafjarðar árið 1922.
Þau hjón voru meðal stofnenda Kommúnistadeildar á Ísafirði 1930. Karítas var góð ræðu- og áróðurskona og kunni að koma vel fyrir sig orði og flutti mál sitt af einurð og festu og gat mætt stjórnmála- og og menntamönnum þjóðarinnar og um það eru til heimildir.
Karítas var jafnan vel búin á mannamótum og var þá í upphlut og bar sig vel og hneyksluðust sumir á henni, fátæklingnum, að vera svona fín. Karítas barðist fyrir margvíslegum umbótum fyrir verkfólki og eitt af því var að bættur yrði hagur vaskakvenna svo sem að þær hefðu kaffistofu og að vatninu væri haldið volgu. Þá var kveðið:
Ein er gálan gjörn á þras, gulli og silki búin.
Kaffiskála-Karítas, kommúnistafrúin.
Á áttræðisafmæli hennar 20. janúar 1970, sendi Alþýðusamband Íslands henni heillaskeyti:
Innilegar hamingjuóskir á áttræðisafmæli þínu. Brennandi áhugi þinn, réttlætiskennd og harðfylgi skipuðu þér í baráttusveit íslensks verkalýðs og þar hefur þú skipað rúmið sem fulltrúi íslenskra verkakvenna með sæmd um áratugi. Megi verkakonur framtíðarinnar, sem flestar, erfa eðliskosti þína baráttuþrek og hugsjónaglóð. Persónulega þakka ég þér ríkjandi og örvandi áhrif og árna þér heilla. Það er mér mikil ánægja að flytja þér hlýjar heillaóskir og alúðarþakkir Alþýðusambands Íslands fyrir baráttu þína og starf í íslenskri verkalýðshreyfingu. Fh ASÍ Hannibal Valdimarsson
Þegar Karítas lést árið 1972 skrifaði Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur ,, einhver bestu og sérkennilegustu eftirmæli sem rituð hafa verið" (Einar Olgeirsson, 1983, 197). Sverrir minnist Karítasar og framboðsfundar á Álftanesi árið 1946. (Sverrir Kristjánsson, 1982, 223-230).
Heimild: Karítas Skarphéðinsdóttir Neff. Lífshættir íslenskra kvenna. Sjö ritgerðir, Auður Styrkársdóttir ritstýrði. Háskóli Íslands Félagsvísindadeild.
Pálína Magnúsdóttir og Ættfræðistofa Þorsteins Jónssonar. Pálsætt á Ströndum lll bind bls. 782-801
Stjórnmál og samfélag | 20.1.2010 | 21:36 (breytt 21.1.2010 kl. 20:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar eru aldir upp við fornsögur um hetjur og kappa sem unnu frægðar verk. Þjóðin þarf alltaf einhverjar hetjur til að styðja sig við. Við lærðum um Gunnar á Hlíðarenda sem stökk hæð sína í öllum herklæðum, um Skarphéðinn sem renndi sér fótskriðu og hjó mann, en var svellkaldur í Brennunni.
Svo komu hörmungar tímar með lítið af hetjum eftir að Jón Arason var höggvinn.
Eftir Lýðveldisstofnunina 1944 var fólk alltaf að bíða eftir því að eitthvað gerðist. Einhverjar hetjur birtust. Þjóðin varð að sýna hvað í henni bjó.
Þá kom fram gullaldarkynslóð íslenskra frjálsíþróttamanna sem gerði garðinn frægan á árunum 1948-1956.
Þeir hlupu hratt, þeir stukku langt, þeir stukku hátt og köstuðu langt. Allt í einu voru Íslendingar komnir í sviðsljósið með eitthvert atgervi.
Þó nú syrti í álinn hjá okkur um stund, munum við á ný endurheimta sjálfstraust okkar. Nú er það handboltinn og ,, strákarnir okkar". Rústabjörgunarsveitin, sem var fyrst á vettvang, skákfólkið okkar, listafólkið og svona er lengi hægt að telja upp.
Sumir kalla þetta þjóðrembu. Ég kalla þetta að vera til sem þjóð.
![]() |
Andlát: Guðmundur Lárusson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.1.2010 | 20:36 (breytt kl. 20:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 129
- Sl. sólarhring: 181
- Sl. viku: 527
- Frá upphafi: 601611
Annað
- Innlit í dag: 114
- Innlit sl. viku: 453
- Gestir í dag: 112
- IP-tölur í dag: 112
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar