Kunningi minn, fv, bóndi norðan úr Reykjadal bauð mér að koma með sér á þennan fundi í Valhöll. Ég sló til, alltaf gaman að koma á fundi þar sem málefnin eru rædd.
Þarna var margt af fyrirliðum Sjálfstæðismann í stjórnmálum og gaman að veita því eftirtekt hvernig hárgreiðslan var á konunum og hvort menn væru sléttgreiddir eða vatnsgreiddir og hver talaði við hvern.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var með framsögu á fundinum og fjallaði um Icesavemálið að sjálfsögðu. Mæltist hönum vel og skörulega og rek ég það ekkert hér þar sem það er allt saman reifað mjög ítarlega í viðfestri frétt.
En það var ekkert talað um aðdraganda bankahrunsins, endurreisnarskýrsluna eða hverjir bæru ábyrgð á þessum ógöngum sem þjóðin er komin í. Enda er það afar brýnt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vekja ekki þá umræðu upp. Það er bara þessi skýrsla frá Rannsóknarnefnd Alþingis, hún veldur kvíða.
Þegar ég leit yfir fundarfólkið og málflutninginn þarna í Valhöll höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins, þá datt mér allt í einu í hug kvæði eftir; Pál Ólafsson,
Hárgreiðustaði hér má kalla helst þegar farið er að slá
Gengur þá hver með greiðu og dalla guðslangan daginn til og frá.
Með hendur þvegnar og hárið greitt, af heyskapnum verður ekki neytt.
En svo þegar kemur kaldur, vetur kafaldsbylur og jarðlaust er.
Biður þá hver sem betur getur blessaður góði taktu kind af mér.
Þá segi ég, fjandinn fjarri mér, farðu nú út og greiddu þér.
![]() |
Bjarni: Eigum aðra kosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.1.2010 | 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu verður þjóðin sjálf í sporum löggjafans.
Hver kjósandi, ungur sem gamall, fátækur eða bjargálna, dreifbýlingur eða þéttbýlingur, mæddur eða glaður, hefur eitt fullgilt atkvæði eins og gert var þegar lýðveldisstjórnarskráin 1944 var afgreidd.
Við þessa atkvæðagreiðslu er landið í raun eitt kjósenda kjördæmi þótt stuðst sé við kjördæmaskipanina varðandi fyrirkomulag kosninganna.
Málið er komið úr lögsögu Alþingis og verður vísað til forseta Íslands til afgreiðslu.
Með því eru Icesave lögin hin nýrri komin til afgreiðslu kjósenda.
![]() |
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.1.2010 | 20:17 (breytt kl. 20:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú verður úr vöndu að ráða, hvort hver maður eigi að hafa eitt fullgilt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Sennilega verða brögð í tafli og form Alþingiskosninganna og kjördæmanna viðhaft, þar sem kjósendum verður mismunað eftir búsetu og kjördæmum.
Það er skýr krafa að hver kjósandi á að hafa eitt fullgilt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu og það sama á að gilda um kosningar til Alþingis.
Ef niðurstaðan verður eitt fullgilt atkvæði á kjósanda í þjóðaratkvæðagreiðslunni, að þá er fallin röksemdin fyrir mismunun á atkvæðavægi á grundvelli búsetusjónarmiða til Alþingiskosninga.
Þá er landið orðið raunverulega eitt kjósenda kjördæmi.
Áfangi í baráttunni um jafnan kosningarétt er hafinn.
26.grein stjórnarskrárinnar mælir ekki fyrir um á hvern hátt skuli kosið og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessi umræða þróast og hver niðurstaðan verður.
![]() |
Þing klukkan 10:30 á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2010 | 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Blogg vinkona mín, baráttukona norður í Húnavatnssýslu veltir því fyrir sér á bloggsíðu sinni hvort sögupersóna í Sjálfstæðufólki eftir nóbelsskáldið okkar frá Gljúfrasteini hafi ráðlagt forsetanum í ákvarðanatöku sinni.
Sennilega hefur Bjartur í Sumarhúsum komið í ljósaskiptunum og öllum reyknum á gamlárskvöldi að Bessastöðum og sagt að best væri að greiða atkvæði um þetta mál það væri þannig vaxið.
Rétt er að vekja athygli landsmanna á, að þetta verða frjálsar kosningar ef af verður og því hægt að kjósa í báðar áttir, með eða á mót Icesave lögum hinum nýrri og við þurfum ekkert að slíta friðinn þó við tökumst á um eitt málefni.
Ég vakti athugli á því í sumar að nauðsynlegt væri að fá Evrópusambandið að þessari deilu þar sem hún er Samevrópsk.
Það er skoðun mín að þetta sé Samevrópskt saka- og skuldaskilamál og það er allrar Evrópu að finna viðunandi lausn á því og því regluverki sem skóp það.
Við Íslendingar segjum að sinni; hingað og ekki lengra. Nú úrskurðar þjóðin.
Ég hef verið fylgjandi því að Bretar og Hollendingar hirði dánarbú hins gamla Landsbanka í viðkomandi löndum. Slátrið megi þeir eiga og annað ekki.
Mér finnst miður þegar stjórnmála- og fræðimenn eru að hnýta í forseta Íslands þó hann fari eftir ótvíræðum fyrirmælum stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands, þó svo aðrir forsetar hafi ekki talið sig geta beitt 26.grein stjórnarskrárinnar vegna þess að þeir voru friðarhöfðingjar en ekki pólitískir bardagamenn.
Á hitt get ég svo fallist að það þarf ef til vill að fella þessa grein í þrengri skorður, þannig að þjóðin lendi ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu um hundahald.
![]() |
Staðfestir ekki Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.1.2010 | 21:52 (breytt 9.11.2024 kl. 15:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Á Hvanneyri var eitt sinn til stór og mikill traktor með jarðtætara til að slétta tún sem var kallaður Þúfnabaninn.
Nú eru komnir fram á sjónarsviðið nýir Þúfnabanar sem tætast út um tún og engi og iðka samræmt göngulag fornt sem verður að iðka í þýfðu landslag, sem pólitíkin er svo sannarlega nú um stundir.
Eru þetta gjarnan prófessorar og fræðimenn frá háskólum og gefa bendingar út og suður um hvað forsetinn gerir í Icesavemálinu. Stangast hvað á annars horn í þessum málum.
Skemmtilegust finnst mér kenningin um það að forsetinn sé nærri því að brjóta stjórnarskrána með því að hugsa sig um. Það muni bara hársbreidd.
Annaðhvort er stjórnarskráin brotin eða ekki.
Við þessar aðstæður hlýtur sú sanngjarna krafa að styrkjast, hvernig sem Icesave fer, að misvægi atkvæða til Alþingiskosninga eftir búsetu verði afnumið. Það er forsenda fyrir lýðræðisumbótum. Þá fær fólkið völdin. Það þýðir ekkert að kveikja eld annað slagið við Alþingishúsið eða á Bessastöðum.
Það þýðir ekkert að vera á móti Icesave fyrir norðan Holtavörðuheiði, en með Icesave fyrir sunnan. Það kemst alltaf upp þegar menn segja til nafns.
Þessi ólýðræðislegi kjördæmahalli vofir alltaf yfir nýkjörnum Alþingismönnum og gæti sú ógæfa orðið til að kjörbréf þeirra yrði gert ógilt fyrir dómstólum verði þetta atkvæðamisvægi fest í sessi.
Sá tími mun koma eins og kerlingin sagði, ef ekkert er að gert.
![]() |
Blaðamannafundur í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.1.2010 | 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það hefði orðið bágt ástandið á Íslandi ef kallinn hefði farið með bílnum.
Sophus Magnússon er fróður um íslenska matargerð að fornum hætti og það hefði verið skaði að missa slíkan mann nú, þegar Íslendingar er nokkur vandi á höndum og þegar að þrengist.
Þegar þjóðin verður að fara borða fjallagrös í staðin fyrir spaghetti, skyr með rjóma í staðin fyrir Cheerios og CornFlakes, vegna gjaldeyrisskorts.
Sophus heldur sitt eigið þorrablót og bíður mönnum í það.
Hann hefur lýst því vel fyrir landsmönnum í þætt, að víða er matarhola á Íslandi ef menn leggja sig fram um að nýta auðlindir og gæði landsins sér til lífsbjargar líkt og forfeður okkar gerðu um aldir.
Svo eru öll þorrablótin sem eru framunda með sína magála, hrútspunga harðfisk og hangikjöt og þá verður Sophus í essinu sínu.
Og þetta með tannburstann skiptir engu máli. Það er alltaf hægt að tálga álftafjöður til að stanga úr tönnunum.
![]() |
Mikill missir ef ég hefði farið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.1.2010 | 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Björn Valur segir að forsetinn taki undarlegan pól í hæðina.
Talið er að forsetinn hafi verið með sextant á hlaðinu á Bessastöðum í gær að taka sólarhæðina.
Kunnugir telja að hann kunngjöri ákvörðun sína þegar sól hefur náð 7 gráðum yfir Keili í í hádegisstað, sjónhendingu af hlaðinu á Bessastöðum.
Já gott fólk, það eru nú ýmis vísindi notuð í stjórnmálum þegar óvissa er um stefnuna.
Svo á hann eftir að lesa allt bloggið og koma Dorrit inn í málin.
Það verður hugsanlega ekki fyrr en eftir 12. janúar en þá verður Dorrit sextug.
![]() |
Segir forsetann taka undarlegan pól í hæðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.1.2010 | 23:15 (breytt 28.1.2013 kl. 18:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndir sem voru undarfari nýársávarps forseta Íslands sýndu Bessastaði uppfennta eins og eftir norðan stórhríð. Skafrenningur var og hímdu tvö grenitré fyrir framan bæjargöngin.
Mér rann það til rifja, hve allt var bert og gróðursnautt á staðnum. Svolítið sérstakt þar sem engin sauðkind eða annar búpeningur hefur dvalið á staðnum.
Þarna eru búnir að vera 5 forsetar á lýðveldistímanum og flestir vafalaust vikið að mikilvægi skógræktar í sínum ræðum, en enginn sett niður hríslu.
Ég fór að velta því fyrir mér að þessi hugmyndafræði ætti sér ef til vill dýpri rætur. Þekkt er að landnámsmenn hafa tekið sér bólfestu þar sem vel sést yfir og hægt er að fylgjast vel með mannaferðum ef til ófriðar horfði.
Nú hinsvegar eru sýndar myndir þar sem mikinn reyk og eldtungur stíga upp frá staðnum þannig að að andstæðurnar eru miklar. Þetta minnti mig óþægilega á Njálsbrennu og Flugumýrarbrennu.
Það var skemmtilegt að sjá hvernig fundinum var stillt upp. Forsetinn sat fyrir miðju borðsins en ekki endanum og fulltrúar InDefence samtakana var raðað á móti.
Það sem er óskemmtilegt við þessi samtök er að þau geti ekki nefnt sig íslensu nafni sem mundi þá vera; Til varnar, heldur nota þau enskt nafn. Mér finnst að þau gætu notað íslenska nafnið á Íslandi og enska nafnið innan sviga. Erlendis gætu þau aftur á móti notað enska nafnið. Þetta er ljóður á ráði samtakanna að mínu mati að virða ekki íslenskuna.
Það sem vakti athygli mína var að það var lagt á borð fyrir 2 sitt hvoru megin við hliðina á forseta en þar sáust engir. ??
![]() |
Fundi lokið á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.1.2010 | 14:00 (breytt kl. 14:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Úr stjórnarskrá:
25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
Forsetinn getur byrjað á að leggja fyrir Alþingi frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu og sjá hvernig því reiðir af og bíður átekta á meðan með Icesave.
Í gildi eru lög um Icesave svo það liggi á hreinu, þannig að ekki er hægt að herma upp á Íslendinga að þeir sinni ekki málinu.
Stjórnarskrá okkar er dularfullt plagg. Þar eru engin ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, þó svo neitunarvaldsgreinin 26.gr geri ráð fyrir að hægt sé að skjóta málum til þjóðarinnar. Á þessum þarf að ráða bót.
Mikil innbyggð mismunun er í sambandi við kosningarrétt til Alþingis í stjórnarskránni.
Þannig hafa kjósendur í kjördæmi Landbúnaðarráðherra Norðvesturkjördæmi helmingi verðmætari atkvæði en í kjördæmi formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Suðvesturkjördæmi.
NV-kjördæmi er með 21.293 kjósendur og 9 þingmenn.
SV-kjördæmi er með 58.202 kjósendur og 12 þingmenn
Eftir því sem átakasvæðið stjórnamálanna færist nær Bessastöðum er því brýnna að leiðarétta atkvæðamisvægið.
Það getur verið tafsamt frá búverkum fyrir ábúandann á Bessastöðum að vera sí og æ að tefjast frá bústörfum vegna undirskriftarlista vegna stjórnmálaátaka.
Réttast væri að leiðrétta misvægi atkvæða svo valdahlutföllin væru rétt á Alþingi.
![]() |
Safnast saman við Bessastaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.1.2010 | 10:44 (breytt 28.1.2013 kl. 18:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 185
- Sl. sólarhring: 234
- Sl. viku: 583
- Frá upphafi: 601667
Annað
- Innlit í dag: 163
- Innlit sl. viku: 502
- Gestir í dag: 156
- IP-tölur í dag: 155
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar