Atgervi bankastjóra og rekstrarforsendur

Hundrað þúsund kall hver og fjórar jarðir keyptar og lánastofnunin lánar 400 milljónir.

Bankastjórarnir sem lána svona hvað hafa þeir fyrir framan sig til að glöggva sig á hvernig hægt sé að greiða þetta til baka? Væntanlega arðurinn af veiðitekjum árinnar. Dugði hann í afborganir?

Hvað með sjónarmið sparifjáreigandans? Í þessu máli finnst mér gengið fram með þeim hætt að maður ályktar að annað hvort hafi heimska ráðið fór eða purkunarlaus ósvífni.

Var þetta einhver sérstakur lánaflokkur í sparisjóðnum til jarðakaupa og hvar var hann auglýstur?

Þessi jarðarkaup eru búin að stórskaða landbúnað til lengri tíma litið vegna þess að það gætir tregðu um að bújarðir lækki til samræmis við raunveruleikann.

Landbúnaður getur ekki og hefur aldrei getað staðið undir miklu kapítali. Ef svo ætti að vera mundi vera þörf á að það kæmi inn í verðlagið og  bitnaði þar að lokum á neytandanum eða skattborgaranum fyrr eða síðar.

Framsóknarlandbúnaðarráðherra var voða hrifinn af hækkun á verði bújarða og sagði að það væri fínt fyrir bændur að fá hátt verð fyrir jarðir sínar þegar þeir þyrftu að hætta.

Það á að leysa afkomumál bænda með eftirlaunum fremur en hækkun jarðarverðs sem lífeyrishöfuðstóls.

Það hefur verið almenn sjónarmið og sátt í lengri tíma í bændasamfélaginu, eins og ég hef skynjað það, að verð á jörðum þyrfti að ver a hóflegt þannig að ungt fólk gæti hafið búskap og kynslóðaskipti geti átt sér stað.

Svona mál gerspilla slíkri sátt, svo það er ekkert nema ófriður framundan um þessi mál.


mbl.is Skulda milljarð út á jarðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband