Það verður skoplegt að hlusta á Norðaustur þingmanninn hæla leiðréttingunni

Ég á von á að ég hlæi mig máttlausan þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer að fimbulfamba um leiðréttinguna og hæla þessu afreki sínum.

Nú er kominn út ný skýrsla um þessa stórkoslegu leiðréttingu sem átti að bjarga unga fólkinu úr skuldafjötrum.

Samkvæmt skýrslunni skilst mér að ríkustu 10% heimilinn  fengu 30% af úthlutuðu fé.

Þeir sem höfðu hæstar tekjur og áttu mestar eignir fyrir fengu mest.

Þetta er einhver sóðalegasta aðgerð Íslandsögunnar síðan í Örlykstaðabardaga.

Og vel að merkja gott fólk. það var bara leiðrétt í aðra áttina.

Það kom verbólguskot á bæði skuldir og innistæður. Skuldirnar voru leiðréttar en ekki innistæðurnar, enda hefði það trauðla verið framkvæmanlegt.

En fjármagnseigendur fengu gríðarlegar upphæðir sem þeir héldu og væri gott að grein væri gerð fyrir þeim pósti.

Sigmundur er nú góður í reikningi svo hann útskýrir þetta allt saman í eldhúsdagsumræðunum.

En auðvitað verða Frammarar að tefl Sigmundi fram svo það lýti út fyrir að allt sé með felldu.


mbl.is Sigmundur talar fyrir Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymir alveg 110% leiðinni hjá Jóhönnu og Steingrími hr. búfræðingur, en í þeirri aðgerð voru einungis eða því sem næst, þeir efna meiri sem fengu niðurfellingu skulda, voru það ekki ca. 66 miljarðar hr. búfræðingur, því það þurfti góðar tekjur og sterkan efnahag til að fá öll þessi lán.

Björn Sig. (IP-tala skráð) 24.1.2017 kl. 13:23

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

110% höfðu gagnast þeim tekjulægstu áður og þess ekki að vænta að þeir riði feitum hesti frá leiðréttingu síðustu ríkisstjórnar. Eða hvað?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2017 kl. 20:03

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

en kusu ekki íslendingar kílulánadrottninguna ÞORGRÐI KATRINU Á ÞING ? SPILLINGIN FER ALLTAF Á ÞING-

Erla Magna Alexandersdóttir, 24.1.2017 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband