Ákveðin ögrun að hafa þetta fyrirkomulag á afplánun

Það er svo sem ekkert glæpsamlegt við það að fljúga þyrlu og hafa gaman af lífinu.

En vissulega er þetta ákveðin ögrun við almenning sem baslar áfram í þessu landi. Að rekast á menn sem eru dæmdir og ættu samkvæmt hefðinni að vera í fangelsi. Aftur á móti var eðlilegt að bjarga þeim og vissulega eiga þeir rétt á hjúkrun, þó einhverjir hafi ámálgað að það væri ótækt.

Það er ef til vill ekki skemmtilegt að hitta menn, sem allir halda að ættu að vera í umsjón fangelsisyfirvalda, á förnum vegi og viðkomandi er með derring og segir eitthvað í áttina, á ég að berja þig eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi.

Held að fólki ofbjóði svona strúktúr og hugsanlega þarf að fara yfir þessi mál með tillit til þess hvað er við hæfi og hvað ekki.

Ég mundi ekki t.d. vilja mæta dæmdum manni á skemmtun þar sem áfengi væri haft um hönd og fáir útkastarar.

Af hverju skyldu fornmenn haft þann háttinn á að dæma menn í útlegð og af landinu. Auðvitað til að losna við kostnað og hafa þá ekki í almenningum.


mbl.is Bretar glottu spurðir um þyrluflug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband