Rumpulýður veldur óþrifum og landsspjöllum

2013-07-30_13_19_47.jpgHeld að innanríkis og umhverfisráðherra verði að taka á þessu máli af festu og einurð.

Í mínum huga er engin efi á að það þarf að kæra þessi mál ef í einhvern næst til að skapa fælingahættu.

Það er ekki hægt að vera með þessa linkind, sífllt að kæra Íslendinga fyir utanvegaakstur, en hlýfa fólki sem saurgar aðal helgistað þjóðarinnar og rífur upp land hjá saklausum bændum og veldur spjöllum á gróðri.

Nema ráðherrar í ríkisstjórn Íslands séu kjarklausir og skíthræddir.

2013-07-30_13_45_34.jpgEinhverju sinni höfðu Íslendingar keypt grjót í útlöndum og fengu þungar sektir fyrir. Er málum eitthvað öðruvísið farið hér á landi þegar grjótið er tekið í óleyfi og umgengnisréttur ekki virtur og viðkomandi í óleyfi ábúanda.

Við eigum að vera grjótharðir í svona málum, annars breyðist stjórnleysið út og ekki verður við neitt ráðið.

 

 

 

2013-07-30_13_44_29.jpg


mbl.is Túristavörður jafnaðar við jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Að raða saman steinum sem liggja lausir á víðavangi er saklausasta föndur sem hugsast getur.

Snorri Hansson, 17.7.2015 kl. 10:53

2 identicon

Það telst varla saklaust föndur að rífa upp grjót og malbik af vegum til að hlaða þessa grjóthauga sem einungis spilla ásýnd landsins. Talað er gjaldeyrir sem erlendir ferða koma með inn í landið en enginn talar þann kostnað sem þegar hefur fallið á og á eftir að falla á almenning í landinu.

Filippus Jóhannsson. (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband