Hættulegar aðstæður í umferðinni. Launhálka

Nú eru sérstaklega hættulegar aðstæður í umferðinni jafnt í þéttbýli og dreifbýli.

Þegar klaki hefur myndast eins og nú er, þá þiðna klaki og skaflar og það vætlar úr þeim og frýs jafnóðum ef því er að skipta þar sem hitastig er lægra niður við jörð. Þessi blæðing á ísnum veldur glerhálku og ekki er gott að átta sig á hvar hún er og maður getur ekið fyrirvaralaust inn í slík umhverfi og þá geta ökumenn lent í vondum málum ef þeir hafa ekki andvar á sér og átta sig ekki á þessari laumuhálku.

Farið varlega í umferðinni, elskurnar, svo þið lendið ekki í slysi og getið skotið upp flugeldum á gamlárskvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það var ekki af óvarkárni að sonur minn og 3 aðrir rifu dekk undan bílum sínum á leið austur frá Rvk.Þetta var víst rétt fyrir ofan eða við Rauðavatn. Þar var stærðar hvarf ofan í malbikinu,eiginlega hola sem skar dekkin eins og roðflettivél. Mér skilst að vegagerðin taki ekki ábyrgð á þessu tjóni nema þeir hefðu vitað af holunni. Tjónþolar verðe þá fyrst að þola tapið sem hlýst af því,tilkynna það eins fljótt og auðið er,verði ekki búið að setja þar varúð,eða laga, fá þeir næstu tjónið bætt,ef ég skil þetta rétt. 

Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2014 kl. 01:56

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það var leiðinlegt með þetta tjón hjá syni þínum. Það virðist grafast upp svona malbikið. Maður á aldrei að aka hraðar en það að maður geti stöðvað á 1/3 af þeirri vegalengd sem framundan er segir í umferðarlögum að mig minnir. þeim mundi fækka óhöppunum ef þessi regla væri virt.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 31.12.2014 kl. 10:48

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já einn góðan veðurdag er eitthvað breitt,snjoföl yfir öllu varla hefur holan gubbað henni frá sér.Einn góðan veðurdag eftir 9 ára keyrslu í Rvk.að sækja vinnu.-- En að öðru ég fékk hraðasekt í sumar á sandskeiði,fannst ég svo spök og fylgja straumnum,en var rétt yfir mörkum,það er bara gott á mann. Oft finn ég fyrir óþolinmæði annara reyni ég að halda mér við löglegan akstur.

Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2014 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband