Mál búið til dóms-Málskot til Hæstaréttar

Ég stóð í þeirri trú að dómstólar tækju við málum eins og þau væru búin til dóms, með stefnu eða ákæru. Ekki væri hægt að breyta eða að bæta við í málum eftir að þau væru þingfest.

Þetta kemur svolítið á óvart.

Málskot til Hæstaréttar á þessum úrskurði ætti því að koma til álita og fá niðurstöðu Hæstaréttar hvort þetta sé leyfilegt að hægt sé að bæta fleirum ummælum við stefnuna eða hvort það sé nauðsynlegt að höfða annað mál samhliða því sem rekið er.

Það er hætt við að svona mál verði eilífðarmál, ef bloggarinn heldur bara áfram  og stefnandinn héldi áfram þar til báðir væru dauðir.

Stefnan yrði þá einhverskonar þula eða vikivaki sem aldrei tæki enda. En það er náttúrlega eðlilegt að það spretti einhver ný menning eða kultur upp á þessum tímum sem við lifum.

Frægasta rit um ærumeiðingar er doktorsritgerð Gunnars Thoroddsen, Fjölmæli sem kom út 1967.


mbl.is Fær að bæta við ummælum í meiðyrðamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband