Farskólarnir

Farskólar voru hér áður fyrr til sveita. Voru þá skólarnir á bæjum og dvöldu börnin þar eða gengu eftir atvikum ef stutt var.

Skólanum var skipt í yngri og eldri-deild. Voru nemendur gjarnan 2-3 vikur í senn í skólanum en höfðu svo námsefni með sér heim til lestrar. Færsluhöfundur var þrjá vetur í slíkum skóla samtals 9 mánuði og lauk svokölluðu fullnaðarprófi.

Þetta er sennilega ódýrustu skólarnir og væri ástæða fyrir háskólasamfélagið að gera víðtækar rannsóknir á þessu menntaformi og sjálfstæði þeirra einstaklinga sem útskrifuðust úr þessum skólum og hvað var borðaður mikið af hafragraut og slátri.

Svo væri líka hægt að hugsa sér skóla á hjólum sem færu á milli hverfa. Allt þetta þarf að rannsaka.


mbl.is Sjálfstæðir skólar passa betur upp á hverja krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband