Möðruvallahreyfingin

Ég er að lesa nýútkomna bók, sem heitir Möðruvallahreyfingin, baráttusaga, eftir Elías Snæland Jónsson. Prýðileg bók.

Möðruvallahreyfingin klofnaði út úr Framsóknarflokknum og var uppistaða hreyfingarinnar ungt fólk sem vildi breytingar á íslensku þjóðfélagi og berjast gegn spillingu og fjármálabraski.

Ólafur Ragnar Grímsson var einn af farþegum Möðruvallahreyfingarinnar og áhrifamaður þar. Það eru miklir krákustígar sem Ólafur hefur farið um landslag stjórnmálanna og leitt hann að lokum á þennan fund öryrkja og ellilífeyrisþega.

Það er sagt í fréttinni að Ólafi forseta hafi verið vel fagnað í upphafi fundarins.

Hver er ástæða þessa mikla fagnaðar fólksins?

Ég held að það væri rétt að endurvekja Möðruvallahreyfinguna. Það var ágæt og litrík hreyfing.

Nú verða að stíga fram sókndjarfir æskumenn þessa lands til að frelsa þjóðfélag vort, eins og karlinn sagði, sem eitt sinn var í Möðruvallahreyfingunni.


mbl.is Fjölmenni á borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband