Akureyrarflugvöllur

Hvernig mundi það mælast fyrir í samfélaginu ef allt í einu kæmi krafa fram frá Akureyringum að Akureyrarflugvöllur ætti að far burt, eins og krafist er með Reykjavíkurflugvöll? Bara skorið á flugsamgöngur til höfuðborgarinnar í báðar áttir.

Það var hávær krafa frá öflum úr samfélaginu á sínum tíma, að fá afréttarland bænda undir miðlunarlón hér á árum áður. Stundum verða sveitarfélög að taka tillit til víðra almannahagsmuna á landsvísu.

Ég geri engan mun á flugvallarmalbiki og venjulegu malbiki. Það er búð að og er verið að skipuleggja bílastæði á  fleiri hekturum á besta stað við rætur Öskjuhlíðar í Vatnsmýrinni, fleiri hektara. Þar er ekki farið vel með verðmætt land.

Það er verið að þrengja athafnarsvæði hafna bæði í Reykjavík og Hafnarfirð.

Þjóðin á ekki farþegaskip til að komast til og frá landinu. 

Ef eitthvað breytist í atvinnuháttu og atvinnurými vantar, þá eru komnar íbúðir og tónlistarhallir á kæjann. Það er jafnvel mokað ofan í góða hafnaraðstöðu.

Viðey er haldið í einangrun, þar er engin hafnaraðstaða  ( flotbryggja ) fyrir smábáta yfir sumartímann.


mbl.is Fara gegn fjórflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það segir enginn að flugvöllur fari burt úr Reykjavík. Hann verður færður.

Haukur Nikulásson, 9.5.2010 kl. 22:57

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Og hvert á nú að færa flugvöllinn - skerin og heiðin útúr myndinni - og þá er eftir ................

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.5.2010 kl. 06:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband