Bréf frá forseta Alþingis

Þá er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla yfirstaðin. Við atkvæðagreiðsluna höfðu kjósendur allir jafn rétthátt atkvæði óháð búsetu á landinu. Eitt atkvæði, einn kjósandi.

Við Alþingiskosningar er þessu öðruvísi fari. Þar er kjósendum mismunað eftir búsetu og er það kalla atkvæðamisvæg eftir kjördæmum. Það liggur fyrir að íbúar í fjölmennasta kjördæmi landsins SV-kjördæmi hafa 1/2 atkvæðisrétt miðað við NV-kjördæmi  Er það gjarnan rökstutt með því að kjósendur  í kjördæmum í hinum dreifiðubyggðum eigi að fá þann aðstöðumun sem felst í því að búa út á landi uppborinn í meira vægi atkvæða til Alþingiskosninga. 

Þetta eru haldlítil rök þar sem samgöngur eru gerbreyttar og fólk getur með miklu auðveldari hætti haft samskipti í gegnum tölvur og síma. Það mætti alveg eins snúa þessari röksemdafærslu við og segja að dreifbýlisfólk ætti að hafa rýrari kosningarrétt, þar sem það hefði auðveldari aðgang að bithaga, rjúpnaskytterí, veiði, eggja og berjatínslu, umgengni við náttúru, hreinna og tærara loft, o.s.frv.

Á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí 2009 kærði færsluritari ásamt kjósanda úr SV-kjördæmi Alþingiskosningarnar til Alþingis á grundvelli laga og stjórnarskrá þar um. Alþingi hefur látið undir höfuð leggjast að svara formlega um lyktir og afgreiðslu kærunnar, þannig að við hefðum svarið skjalfest í höndunum.

Föstudaginn 5. mars s.l. barst okkur svo bréf frá forseta Alþingis, eftir að hafa spurst fyrir um svar hjá dómsmálaráðuneyti og Alþingi. Í svari forseta er farið yfir málið og gerð grein fyrir afgreiðslu þess í þinginu og þeim sjónarmiðum og lagarökum sem Alþingi fari eftir.

Fram er tekið í bréfinu að þeir nefndarmenn í kjörbréfanefnd sem fjölluðu um kæruefnið séu einróma um mikilvægi þess að jafna atkvæðarétt í landinu. Margrét Tryggvadóttir skrifaði undir með fyrirvara.

Þar sem við tveir kjósendur teljum að réttur okkar til Alþingiskosninga sé skertur ákváðum við að halda áfram með málið. Hefur það nú verið kært til Umboðsmanns Alþingis á grundvelli 11.gr. lag um störf Umboðsmanns Alþingis. Hann hefur nú tekið við málinu og bíðum við afgreiðslu hans.


mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband