Mistök Davíðs og Davíðsarms Sjálfstæðisflokksins í þessu kjöri

Allan lýðveldistímann hefur verið hungur í Sjálfstæðisflokknum að eignast forseta á Bessastöðum. En það hefur formlega ekki tekist þrátt fyrir þrjár tilraunir: 1. Bjarni frá Vogi, 2. Gunnar Thoroddsen, og nú síðast hr. Davíð Oddsson. Allt er þegar þrennt er segir gamalt íslenskt máltæki og er þessum tilraunum þá sennilega lokið, enda er bara skaði af þessu fyrir flokkinn. Mistökinn eru auglajós að hafa hleypt Davíð  áfram með undirskriftum og stuðningi. 

Gáfulegra hefði verið að finna annan kandidat heldur en skilmingarþræl af gamla skólanum í þetta verkefni og væri hægt að nefna ýmsa svo sem Ragnheiði Ríkharðsdóttur, hún hefði algerlega brillerað í þessu fótboltaumhverfi sem nú er, dóttir eins ástsælasta fótboltakempu um miðja síðustu öld, Rikka Jóns úr gullaldarliði Skagamanna, það hefði dugað henni að mínu mati auk þess hún er ýmsum góðum hæfileikum búinn. Þá má nefna forseta Alþingis Einar Guðfinnsson skeleggann mann og úrræða góðan sem hefði sómt sér vel á Bessastöðum  Þorsteinn Pálsson hefur verið að vinna mikið á sem persóna og liðsmaður eftir að Davíð steypti honum hér um árið og sjálfasgt er hægt að nefna ýmsa aðra kosti sem Sjálfstæðismenn hefðu haft upp á að bjóða.

14. % fylgi Davíðs getur ekki annað en talist sjálfsmark samkvæmt fótboltamáli sem nú er notað og raunverulega hlægilegt og er ákveðin afhjúpun á stöðu Davís. Það er þó ein bóti í þessu máli að hinn óbreytti flokksmaður í Sjálfstæðisflokknum gæti orðið frjáls maður. Þarf ekki að hlægja í hvert skipti sem Davíð heldur ræðu, en gæti hlegið á laun, því nú er Davíðstímanum lokið formlega. Þessi brotlending er augljós hverjum manni á Íslandi og ótrúlegt að flokksmenn skildu ekki hafa pólitískt nef til að sjá þetta fyrir. 14 % fylgi sei, sei sei.

Þetta verður til þess að Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei ná Bessastöðum undir sig. Þjóðin virðist standa vörð um það með tilvísum til þriggja tillrauna í þá veru.

 


mbl.is „Kveðja til nýkjörins forseta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband