Mistök Davíðs og Davíðsarms Sjálfstæðisflokksins í þessu kjöri

Allan lýðveldistímann hefur verið hungur í Sjálfstæðisflokknum að eignast forseta á Bessastöðum. En það hefur formlega ekki tekist þrátt fyrir þrjár tilraunir: 1. Bjarni frá Vogi, 2. Gunnar Thoroddsen, og nú síðast hr. Davíð Oddsson. Allt er þegar þrennt er segir gamalt íslenskt máltæki og er þessum tilraunum þá sennilega lokið, enda er bara skaði af þessu fyrir flokkinn. Mistökinn eru auglajós að hafa hleypt Davíð  áfram með undirskriftum og stuðningi. 

Gáfulegra hefði verið að finna annan kandidat heldur en skilmingarþræl af gamla skólanum í þetta verkefni og væri hægt að nefna ýmsa svo sem Ragnheiði Ríkharðsdóttur, hún hefði algerlega brillerað í þessu fótboltaumhverfi sem nú er, dóttir eins ástsælasta fótboltakempu um miðja síðustu öld, Rikka Jóns úr gullaldarliði Skagamanna, það hefði dugað henni að mínu mati auk þess hún er ýmsum góðum hæfileikum búinn. Þá má nefna forseta Alþingis Einar Guðfinnsson skeleggann mann og úrræða góðan sem hefði sómt sér vel á Bessastöðum  Þorsteinn Pálsson hefur verið að vinna mikið á sem persóna og liðsmaður eftir að Davíð steypti honum hér um árið og sjálfasgt er hægt að nefna ýmsa aðra kosti sem Sjálfstæðismenn hefðu haft upp á að bjóða.

14. % fylgi Davíðs getur ekki annað en talist sjálfsmark samkvæmt fótboltamáli sem nú er notað og raunverulega hlægilegt og er ákveðin afhjúpun á stöðu Davís. Það er þó ein bóti í þessu máli að hinn óbreytti flokksmaður í Sjálfstæðisflokknum gæti orðið frjáls maður. Þarf ekki að hlægja í hvert skipti sem Davíð heldur ræðu, en gæti hlegið á laun, því nú er Davíðstímanum lokið formlega. Þessi brotlending er augljós hverjum manni á Íslandi og ótrúlegt að flokksmenn skildu ekki hafa pólitískt nef til að sjá þetta fyrir. 14 % fylgi sei, sei sei.

Þetta verður til þess að Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei ná Bessastöðum undir sig. Þjóðin virðist standa vörð um það með tilvísum til þriggja tillrauna í þá veru.

 


mbl.is „Kveðja til nýkjörins forseta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

En var það ekki Garðabæjaríhaldið sem bar Guðna á höndum sér?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.6.2016 kl. 13:11

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Er það ekki bara flökkusaga ú einhverjum grautarpotti? Einhverjir fótgönguliðar, ekki hershöfðingjr.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.6.2016 kl. 13:16

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Veit að það er staðreynd.

Held að hann valdi embættinu með ágætum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.6.2016 kl. 13:26

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert í vígaham hér, Þorsteinn, en fráleitt er hitt að nefna ESB-liðsmennina Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Þorstein Pálsson sem betri kost á Bessastöðum en Davíð Oddsson.

Ég tel Davíð hafa tvínónað um of í gagnrýni sinni á Guðna. Hann hefði átt að ganga harkalega að honum strax í Eyjuþættinum hjá Birni Inga í stað þess að láta Guðna stinga upp í sig með ósvífna flóttasvarinu: "Davíð, hefurðu enga sómakennd?!" Síðan hefðu mál getað settlazt milli þeirra, ekki sízt ef Davíð hefði tekizt að fá Guðna til að biðjast afsökunar á Icesave-stefnu sinni og Norður-Kóreu-einangrunar-fullyrðingunni -- sem voru vitaskuld Guðna mistök, ekki Davíðs! En sjá nánar um það mál Fréttablaðsgrein mína birta (loksins) degi fyrir kosningarnar:  Icesave og Guðni Th. Jóhannesson.

Jón Valur Jensson, 26.6.2016 kl. 13:37

5 Smámynd: Már Elíson

Frábær pistill, Þorsteinn og hárrétt metið hjá þér. Að vísu verða Bessastaðir aldrei lagðir undir sjálfstæðismenn framar, en gleymdu ekki að BB og niðjar hans sölsuðu undir sig Gálgahraunið með lygum, svikum og mafíóskum aðgerðum og niðjar BB, með hans hjálp í bæjarstjórn Garðabæjar, "eiga" hálft Álftanesið.

Já, þá geta hinir svokölluðu "Davíðs-sinnar" pakkað sér saman, skammast sín og hætt hessu sífellda og hlægilega óráðshjali, því hrunverji þeirra (sem átti reyndar aldrei möguleika skv.hroðalegri ferilskrá sinni)er endanlega fallinn af stalli sínum, þar sem undirstöðurnar voru orðnar eitt fúasprek hvort eð var. - Menn þessir (viðhlægjendur Davíðs) sem hafa gert sig að fíflum, meira en venjulega hér á korknum, geta nú hætt að hlægja (N.Kórea ?) að lélegum og á köflum, ósmekklegum "bröndurum" hins fallna leiðtoga og hugsað sinn gang um hvað þeir gerðu rangt. Sem var eiginlega flest í þessari hrinu. - Hefst nú ný og björt framtíð og fulltrúar eldi og pólitískra tíma hafa horfið af vettvangi. Enda aldurhnignir (DO 69 ára og ÓRG sínu eldri). - Til hamingju Guðni Th. og Ísland allt fyrir fyrirséðan sigur Guðna og fyrirséð tap hrunverjans sem var kosinn út.

Már Elíson, 26.6.2016 kl. 15:17

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ólafur dugði nú þjóðinni vel smile - ekki satt, Már?

Jón Valur Jensson, 26.6.2016 kl. 23:13

7 Smámynd: Már Elíson

Hann gerði það, það er rétt - En það tók sinn tíma að finna fjölina.

Már Elíson, 27.6.2016 kl. 07:39

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þorsteinn, ekki gleyma Pétri Hafstein, hann sótti sér blessun í Valhöll áður en hann fór fram.

Skrítið að Heimir skuli þá ekki hafa stutt Guðna, sé hann á vegum íhaldsins, í stað þess að sóa atkvæði sínu á gamlan og aflóga jálk.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.6.2016 kl. 12:46

9 identicon

Hefði haldið að Davíð væri fullfær um að ákveða sjálfur hvort hann færi í framboð eða ekki.

Annars hefur manni skilist á þeims sem allt vita að hann ráði Sjálfstæðisflokknum algjörlega sjálfur en ekki öfugt...

ls (IP-tala skráð) 27.6.2016 kl. 15:35

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið haldið áfram að fantasera ... 

Jón Valur Jensson, 27.6.2016 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband