Myndir sem voru undarfari nýársávarps forseta Íslands sýndu Bessastaði uppfennta eins og eftir norðan stórhríð. Skafrenningur var og hímdu tvö grenitré fyrir framan bæjargöngin.
Mér rann það til rifja, hve allt var bert og gróðursnautt á staðnum. Svolítið sérstakt þar sem engin sauðkind eða annar búpeningur hefur dvalið á staðnum.
Þarna eru búnir að vera 5 forsetar á lýðveldistímanum og flestir vafalaust vikið að mikilvægi skógræktar í sínum ræðum, en enginn sett niður hríslu.
Ég fór að velta því fyrir mér að þessi hugmyndafræði ætti sér ef til vill dýpri rætur. Þekkt er að landnámsmenn hafa tekið sér bólfestu þar sem vel sést yfir og hægt er að fylgjast vel með mannaferðum ef til ófriðar horfði.
Nú hinsvegar eru sýndar myndir þar sem mikinn reyk og eldtungur stíga upp frá staðnum þannig að að andstæðurnar eru miklar. Þetta minnti mig óþægilega á Njálsbrennu og Flugumýrarbrennu.
Það var skemmtilegt að sjá hvernig fundinum var stillt upp. Forsetinn sat fyrir miðju borðsins en ekki endanum og fulltrúar InDefence samtakana var raðað á móti.
Það sem er óskemmtilegt við þessi samtök er að þau geti ekki nefnt sig íslensu nafni sem mundi þá vera; Til varnar, heldur nota þau enskt nafn. Mér finnst að þau gætu notað íslenska nafnið á Íslandi og enska nafnið innan sviga. Erlendis gætu þau aftur á móti notað enska nafnið. Þetta er ljóður á ráði samtakanna að mínu mati að virða ekki íslenskuna.
Það sem vakti athygli mína var að það var lagt á borð fyrir 2 sitt hvoru megin við hliðina á forseta en þar sáust engir. ??
Fundi lokið á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.1.2010 | 14:00 (breytt kl. 14:12) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 200
- Sl. sólarhring: 266
- Sl. viku: 350
- Frá upphafi: 573668
Annað
- Innlit í dag: 191
- Innlit sl. viku: 309
- Gestir í dag: 188
- IP-tölur í dag: 187
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Varðandi nafn samtakanna InDefence, þá voru þau upphaflega stofnuð í samstarfi við Íslendinga sem eru búsettir erlendis og vildu verja málstað Íslands á alþjóðlegum vettvangi í kjölfar þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á okkur en móðurmál þeirra er einmitt enska. Þessvegna var mjög rökrétt að velja enskt heiti á samtökin sem auk þess skírskotar til IceSave nafnsins. Eftir þetta hefur hlutverk samtakanna hinsvegar þróast í ýmsar áttir, meðal annars að halda baráttufundi hér heima og safna undirskriftum meðal kjósenda. Ég er alveg sammála því að menn eigi að virða Íslenskuna, en í þessu tilviki eru samtökin búin að marka sér orðspor undir ákveðnu heiti og eðlilegt að þau vilji ekki breyta því þó starfsemin hafi þróast í samræmi við framvindu þessara málefna.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2010 kl. 14:21
Líklegast er trjáleysið einhver öryggisráðstöfun, en ég er sammála þér í þvíað fyrr má nú rotaen dauðrota. Þarna er um að litast ein og á hálendisauðn. Einstaka hekk og hrísla hefði ekki sakað.
Auðvitað er allt hjal um náttúruvernd og kórækt mest í nösunum á þessum mönnum. Þeir hvafa þrennt að ræða á tyllidögum. Landrækt, mannlíf og listir. Standard klysja.
InDefence heitir þessu nafni einfaldlega vegna þess að þau voru stofnuð til að andæva gegn hryðjuverkalögum Breta á sínum tíma. Þá sendi fólk inn myndir með yfirlýsingu um að það væri ekki hryðjuverkafóolk og þetta var svo ent Breskum stjórnvöldum og fjölmiðlum. Þú finnur þessar myndir á síðunni þeirra.
kilaboðin eru fyrst og fremst útávið og allir vita hvað um er rætt hér. Ég held að það væri bara ruglingur að hafa tvö nöfn á lofti. Málhreinsunarfasisminn verður nú að vita sín takmörk.
Annars er þetta skemmtileg grein og góð pæling og máske allt saman rétt, sem þú veltir upp. Ekki ætla ég að segjast vita betur.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 14:24
Ég hef fullan skilning á nafnnotkuninni. Ég stunda ekki málhreinsunarfasisma en þykir vænt um íslenska tungu og vildi vekja athygli á þessu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.