Úr stjórnarskrá:
25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
Forsetinn getur byrjað á að leggja fyrir Alþingi frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu og sjá hvernig því reiðir af og bíður átekta á meðan með Icesave.
Í gildi eru lög um Icesave svo það liggi á hreinu, þannig að ekki er hægt að herma upp á Íslendinga að þeir sinni ekki málinu.
Stjórnarskrá okkar er dularfullt plagg. Þar eru engin ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, þó svo neitunarvaldsgreinin 26.gr geri ráð fyrir að hægt sé að skjóta málum til þjóðarinnar. Á þessum þarf að ráða bót.
Mikil innbyggð mismunun er í sambandi við kosningarrétt til Alþingis í stjórnarskránni.
Þannig hafa kjósendur í kjördæmi Landbúnaðarráðherra Norðvesturkjördæmi helmingi verðmætari atkvæði en í kjördæmi formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Suðvesturkjördæmi.
NV-kjördæmi er með 21.293 kjósendur og 9 þingmenn.
SV-kjördæmi er með 58.202 kjósendur og 12 þingmenn
Eftir því sem átakasvæðið stjórnamálanna færist nær Bessastöðum er því brýnna að leiðarétta atkvæðamisvægið.
Það getur verið tafsamt frá búverkum fyrir ábúandann á Bessastöðum að vera sí og æ að tefjast frá bústörfum vegna undirskriftarlista vegna stjórnmálaátaka.
Réttast væri að leiðrétta misvægi atkvæða svo valdahlutföllin væru rétt á Alþingi.
Safnast saman við Bessastaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.1.2010 | 10:44 (breytt 28.1.2013 kl. 18:41) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 265
- Sl. sólarhring: 423
- Sl. viku: 1066
- Frá upphafi: 570363
Annað
- Innlit í dag: 254
- Innlit sl. viku: 968
- Gestir í dag: 250
- IP-tölur í dag: 247
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru í gildi ( eins og þú bendir réttilega á ) til lög um Icesave - þau voru undirrituð af forseta með ummælum um að fyrirvarrnir væru það sem tryggði okkur - Núna eru fyrirvararnir eins og "ríkisstjórnin" orðnir steingeldir vegna útþynningar.
Ef forseti skrifar undir núna - þrátt fyrir fyrri ummæli um fyrirvarana - er hann að staðfesta það að honum sé orðin ljós sú staðreynd sem þjóðin hefur vitað lengi - það er ekki að marka eitt eða neitt sem frá ÓRG kemur.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.1.2010 kl. 11:09
Hann verður að koma fram með einhver nýmæli.
Forsetin er á leið í blindgötu og herkví ef hann gerir ekkert nema undirrita fyrirliggjandi lög um Icesave.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 11:16
Ég skil ekki þetta vantraust á Forsetan minn. Hefur hann ekki sinnt sínu embætti af skyldurækni og tekið málefni fram yfir menn ?
Góðar stundir
Árni Þór Björnsson, 2.1.2010 kl. 11:30
Árni Þór, hér hefur ekki verið borið fram vantraust á forsetann, að eins verið að velta málum, möguleikum og og atburðarás fyrir sér fyrir sér.
Og ég vissi ekki að þú ættir forsetann.
Ég stóð í þeirri meiningu að hann væri forseti Lýðveldisins Íslands.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.