Fyrsta verk núverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar var að vísitölutengja beingreiðslur sem eru hluti af svokölluðum búvörusamningi. Sjálfstæðisflokkurinn með Árna Matt og Einar Guðfinns höfðu afnumið vísitölutenginguna. Engi efni stóðu sérstaklega eða knúðu á um það að vísitölutengja beingreiðslurnar. Þar er misræmi milli framleiðenda búvöru og launamanna þar sem þeir síðar nefndu eru ekki með verðtryggingu á það sem þeir selja þ.e. launin sín.
Aðgerðin var pólitísk og var gerð til að getað sópað til sín fylgi í dreifbýli í hönd farandi Alþingiskosninga og virkaði bærilega. Í dreifbýli vega atkvæði til Alþingiskosninga helmingi meir en á Suðvesturhorninu.
VG fengu til dæmis 3 þingmenn í Norðvesturkjördæmi sem hefur ekki áður gerst, þar sem atkvæðavægi er helmingi meira en í Suðvesturkjördæmi. Þar á Guðmundur Steingrímsson alþingismaður á heima. Hann var ekki að hafa fyrir því að bjóða sig fram í sinn i heimabyggð þar sem íbúar hafa bara 1/2 atvæði. Hann tók rútuna norður og nældi sér í þingsæti út á þennan mismun.
Steingrímur J. Sigfússon getur gert það sem honum sýnist varðandi launamenn og persónuafslátt og þarf ekki að hafa áhyggjur af því þó miðstjórn ASÍ veifi rauðum spjöldum. Það gerir atkvæðamisvægið.
Hans vígi er Bændahöllin. Þangað eys hann fjármunum, öllum vísitölubundnum í ýmsa starfsemi, svo sem ráðgjafarstarfsemi, þannig að þeir sem mundu vilja vera með landbúnaðarráðgjafarstofur og hefðu reynslu og menntun að starfa við slíka starfsemi, fá ekki rönd við reyst og geta ekki keppt við ríkisrekið kerfi.
Á meðan ASÍ og önnur launþegasamtök átta sig ekki á þessu ríkisrekna svindlkerfi vegna Alþingiskosninga- ræður Steingrímur J.
Miðstjórn ASÍ mótmælir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.12.2009 | 17:22 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 1266
- Frá upphafi: 566783
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1150
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.