Úrtakið er 1172 persónur og 63.7% svarhlutfall, það gera 747 sem tóku afstöðu og af þeim voru 64% ánægðir eða 478 persónur.
Eru þetta ekki fremur lágar tölur og spurningin hvort þær séu marktækar?
95% af Sjálfstæðismönnum eru ánægður með störf hennar, sem segir okkur samkvæmt könnuninni á hún enga keppinauta, sem ef til vill kemur á óvart.
Hanna Birna er á blússandi fart og aðrir kandídatar Sjálfstæðisflokksins með áhuga á 1.sætinu týnast í rykmekkinum.
Ánægja með störf Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.12.2009 | 18:55 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki bara sambærilegt og í öðrum könnunum, mig rekur minni til þess án þess að fletta því upp.
Carl Jóhann Granz, 15.12.2009 kl. 19:08
Ég spyr bara. Ég er ekki sérfræðingur.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.12.2009 kl. 19:27
Þegar spurningin er skoðuð í könnuninni þá kemur að í ljós að af þessum 746 sem svöruðu þá neituðu 180 að svara þessari spurningu eða 24,1%. Þannig að svarhlutfall í þessari spurningu náði ekki nema 48,3% af upprunalegri heild. Þegar fjöldi mjög og frekar ánægðra er svo deilt með þeim fjölda sem tók þátt í könnuninni þá er ánægjan ekki nema 48,5%.
Þetta er leikur að tölum eins og skattareiknir Sjálfstæðismanna. Þú gefur upp mánaðarlaun en færð hækkun á sköttum á ársgrundvölli. Allt gert til að rugla menn
Jóhann Jónsson, 15.12.2009 kl. 20:40
Jóhann þýðir það ekki samt hækkun þegar stjórnin reyndi að plata með því að segja lækkun ?
Carl Jóhann Granz, 15.12.2009 kl. 21:00
Skattar lækka á þá lægstlaunuðu. Svo ég nefni ítrekað dæmi. Segjum að þú rekir verslun og keyptir inn bækur á 1.000 kr í lok árs og þú ætlar að selja þær á 1500 kr. á næsta ári. Síðan kemur í ljós að þú gast ekki selt þær á 1500 kr heldur 1350 kr. Hvort skráir þú þetta sem 350 kr hagnað eða 150 kr. tap?
Miðað við skattreikni Sjálfstæðisflokksins væri þetta skráð sem 150 kr. tap. Mörgum lögum er verið að breyta vegna þess ástands sem er. Ég tel að þetta sé mjög góð lausn og gerir kerfið réttlátara.
Jóhann Jónsson, 15.12.2009 kl. 21:24
Tímasetningar á könnunum skipta máli og vera á undan hinum. Svo skiptir máli að fá þokkalega mælingu strax.
Nú er Geir handboltakappi og Júlíus borgarfulltrúi búnir að lýsa yfir vilja í 2. sætið. Hvar er Gísli Marteinn?
Nú verður Dagur B. að koma með einhverja könnun og ná 70% vinsældum.
Og hvað með Framsókn og VG. Verða bara flugeldar og rakettur hjá þeim um áramótin?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.12.2009 kl. 21:39
Ef þú ert að vísa til breytinga á persónuafslættinum þá er það nú afar einfalt að það er verið að taka 3000 krónur af núverandi réttindum sem eiga að koma til framkvæmda um áramót.
Annars eru skattar að hækka á ALLA, þó svo tekjuskattur muni lækka örlítið hjá lægsta þrepi þá borgar sama þrep meira þegar upp er staðið þar sem allt annað er hækkað.
Þannig að ég sendi þetta bara tilbaka, hættu að leika þér að tölum. Það sem skiptir máli þegar upp er staðið er hvað er mikið eftir í veski þjóðarinnar þegar hún er búin að versla allt það sem hana vantar og núverandi leið gerir það minna en hefði þurft.
Síðan varðandi hækkanir almennt á ýmissi þjónustu þá er nú yfirleitt alltaf talað um hvað þetta kostar einstaklinginn eða heimilið á ársgrundvelli, og geri ég nú ráð fyrir því að þú þekkir það ágætlega.
En það skal samt reynt að gera þetta ótrúverðugt. Hörðustu stuðningsmenn stjórnarinnar reyna það allavega.
Carl Jóhann Granz, 15.12.2009 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.