Það á ekki að segja skröksögur í kirkjugörðum heldur raunverulegar sögur. Af nógu er að taka.
Við Minningaröldur er m.a. hægt að segja frá því þegar Pétursey var skotinn niður af Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni
Í skipsdagbók kafbátsins U-37 segir að hann hafi komið 12. mars 1941 að skipi sem greinilega var fiskiskip. Kom kafbáturinn úr kafi kl:18:26 og hóf áhöfnin þegar að skjóta á skipið úr fallbyssu og 37 mm hríðskotabyssu.
Hittu nú skot kafbátsmanna skipið af miklum þunga og lögðu brúna í rúst. Sáu þeir frammastur skipsins falla um borð. Skot hittu vélarrúm og gaus þar upp gufumökkur. Þrátt fyrir að skipið væri allt sundurskotið ofansjávar var erfitt að koma skotum á það neðan sjólínu.
Síðan segir í leiðarbókinni ,, Tók nú að rökkva. Við færðum okkur nær og sáum þá að hlutleysisfáni Íslands var málaður á kinnung skipsins. Skothríð hætt." Var klukkan þá 18:43.
Níu mínútum síðar sökk skipið með stefnið upp. Engan björgunarbát sáu þeir en þrír menn sáust á braki skipsins. Sigldi kafbáturinn við svo búið á tólf mílna ferð til suðausturs.
Þessi texti er styttur og endursagður í Minningarriti um Pétursey IS 100 eftir færsluritara. Með skipinu fórust 10 menn og þar á meðal móðurbróðir minn Þorsteinn Magnússon skipstjóri og frændi minn Hallgrímur Pétursson stýrimaður.
Heimild: Vígdrekar og vopnagnýr eftir Friðþór Eydal
Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.12.2009 | 09:22 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 25
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 175
- Frá upphafi: 573493
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 142
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna mætti fá þýska túrista til að sperra eyrun, og eflaust fleiri, væri holl hugvekja mörgum sem vita ekki um níðingsverk gagnvart íslenskum sjómönnum sem voru að færa soltnum Bretum mat í seinni heimsstyrjöldinni, og guldu fyrir með lífi sínu. Nú launa Bretar greiðann með því meðal annars, að seta á okkur hryðjuverkalög, og mergsjúga okkur svo að þjóðin er á leið í gjaldþrot. "Sjaldan launar kálfur ofeldi"!
Stefán Lárus Pálsson, 5.12.2009 kl. 11:31
Þennan hluta sögu okkar megum við ekki láta liggja í þagnargildi.
Svo er hægt að fá birt upplýsingar um látna einstaklinga á garður.is þar sem æviágrip er birt 100-150 orð.
Það er gríðarlegur fjársjóður ef slík æviskrá næði að þróast og þroskast.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.12.2009 kl. 11:51
Sagan er skrifuð af sigurvegurunum. Þetta var hörmulegt. Enn stríðsglæpir voru unnir á Þjóðverjum líka. Loftárásirnar á Dresden korter fyrir stríðslok eru nú gott dæmi um það. þarna voru bara flóttamenn og það vissu Bretar og Bandaríkjamenn vel. Eftir langönguna í Normandí gerðu svo Bandaríkjamenn,Frakkar og Pólverjar sér það að leik að skjóta niður stríðfanga og það var látið viðgangast þangað til Bretum ofbauð og stoppuðu málið. Nauðganir rán og morð Rússa er svo líka þekkt úr söguni. Rússarnir myrtu svo afa minn 24 strák eftir uppgjöfina í Stalíngrat. Hvað finst fólki um þetta?
óli (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 12:06
Þakka þér fyrir innlitið óli.
Það er gott að allt þetta komi fram.
Ekki er ég að gera lítið úr hörmungum annar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.12.2009 kl. 12:13
Stríð er brjálæði sem kallar fram allt það versta sem býr í mannskepnunni, allar lægstu hvatir fá útrás. Níðingsverk eru framin vegna hugarástands þess sem valdið hefur hverju sinni. Ég man áróður eftirstríðsáranna í frásögnum og kvikmyndum þar sem Þjóðverjum, Japönum og Ítölum var lýst sem réttdræpum illviljuðum ósiðuðum ruddum, en Bretar og kanar voru góðviljaðir drengskapar menn, sem drápu óvinina af drengskap til að vernda hina veikburða og smáu, og mátt ekkert aumt sjá, og rústuðu heilu herdeildir óvina sinna næstum berhentir með bros á vör, og voru svo hylltir af þjóð sinni. En þegar eg vitkaðist með aldrinum, og kynntist þessum "vondu" þjóðum, og las um pyntingar Breta á föngum, og þjófnað þeirra frá hjálparstofnunum, sótti á mig efi, og ég sá í gegnum þennan áróður1 Það er margt falið fyrir okkur.
Stefán Lárus Pálsson, 5.12.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.