Þingmaður á 987 krónur

Nokkur tíðindi hafa gerst í sjómannastétt.

Nýkjörinn þingmaður VG Björn Valur Gíslason var að halda fyrirlestur um skattamál sjómanna á Sjómannaþingi, en fyrirhugað er að fella sjómannaafsláttinn 987 kr á lögskráningardag niður.

Kemur þá ekki einn þingfulltrúinn askvaðandi í pontu og flytur tillögu um að reka þingmanninn úr félagskapnum. Þegar það gekk ekki vegna félagslög heimila það ekki var flutt tillaga um að þingmaðurinn segði sig frá öllum félagsstörfum í Farmanna og fiskimannasambandinu. 

Góðgjarnir menn vísuðu þeirri tillögu frá en eigi að síður ákvað þingmaðurinn að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum innan sjómannastéttarinnar.

Þarna verða hver mistökin af öðrum. Í fyrsta lagi er vandséð að þingmaðurinn hefði átt að setja sig í skotlínuna með sérstökum fyrirlestri í jafn viðkvæmum máli og hér greinir. Frekar vera með ávarp um stöðuna í þjóðfélaginu almennt.

Í öðru lagi eru það ofstopi og öfgar að flytja tillögu um að þingmaðurinn verði rekinn úr samtökunum og eins að flytja tillögu um að hann segði af sér trúnaðarstörfum. Á það þá að vera venja í félagsskap á Íslandi að allir séu reknir sem hafa skoðanir. Það yrði nú fábreyttur félagskapur.

Í þriðjalagi var það fljótfærni þingmannsins að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum. Hann hefði átt að leyfa mönnum að jafna sig, og það er óviturlegt af sjómönnum að slíta tengsl við Alþingi.

Þegar ég lít yfir þingmannalista Alþingis sé ég engan sjómann nema Björn Val.

Sjómenn hafa átt ágæta fulltrúa á Alþingi. Má þar nefna Pétur Sigurðsson, (Pétur sjómann), Guðmund Hallvarsson sem hefur verið farsæll fulltrúi sjómanna um langa hríð.

Annað er merkilegt; menn setja snúð á sig og vilja ekki þiggja  að mæta í móttöku hjá sjávarútvegsráðherra. Það er ekki viturlegt. Vonandi jafna sjómenn sig og fara að tala saman ,, um brottkastið"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband