Það er heiðarlegt af Jóni að segja undanbragða laust hvernig landið liggur pólitískt í þessu máli. Að stjórnarflokkarnir séu ekki sammála í málinu, annar sé með inngöngu en hinn vilji standa utan Evrópusambandsins.
Vitanlega er margt sem þarf að færa til betri vegar hér innanlands. Það er lítið gagn í því að að segja að grundvöllur okkar byggist á auðlindum. Þróunin hefur verið öll í þá átt að fáir njóta þeirra.
Áður voru allar hafnir fullar af bátum og allir höfðu yfirdrifna vinnu til sjós og lands. Fólkið fékk vinnuarðinn við það að starfa við sjávarauðlindina. Atvinnustigið var hátt og allir með fulla vinnu.
Nú er þetta tiltölulega lítill hópur sem fær arðinn af sjávarauðlindinni. Hver lítur eftir því hverju íslensk skip landa erlendis og hvernig gjaldeyririnn og verðmætaaukningin skilar sér til þjóðarbúsins? Um þennan þátt er lítið fjallað.
Ég var að heyra það að útgerðir seldu fiskin til skyldra fyrirtækja á lágu verði og skiluðu þeim gjaldeyrir til landsins en svo væri haldið áfram að selja fiskinn og hver fylgist með því að þjóðin hafi eitthvað upp úr krafsinu? Áhugavert væri að fá þetta upplýst, hvernig kaupin gerast á eyrinni?
Það er til lítils að standa vörð um sjávarauðlindina og vera utan ESB ef því fylgja engin hlunnindi innanlands. Þá er alveg eins hægt að vera með ESB aðild og vera ekki að standa vaktina fyrir lénsherrana.
Svona er þetta í landbúnaði. Í staðin fyrir órofa samvinnu bænda og byggðar er komin einhver einhyggjubúskapur í sveitirnar og bændur standa á berangri, sumir nær gjaldþrota og komið að jólum.
Og orkuöflunin maður. Landsvirkjun sem maður hefði talið að væri ríkasta fyrirtæki í landinu er verið að tala um geti ekki greitt af skuldum sínum eftir fá misseri. Hvað verður af öllum peningunum?
Hér hefur ríkt nýlendustefna og innhverf gróðastefna fárra útvaldra.
Betur sett utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.11.2009 | 21:48 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 758
- Frá upphafi: 566813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 692
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.