Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og stjórnarformaður Nýja Kaupþings greinir frá því í síðasta Bændablaði að Hagþjónusta landbúnaðarins hafi birt uppgjör búreikninga fyrir rekstrarárið 2008. Síðan rekur hún ýmsar tölur.
Í samantekt greinarinnar segir hún: Niðurstöður úr uppgjöri síðasta árs draga skýrt fram þann fjárhagsvanda sem allur búrekstur stendur frammi fyrir og er afleiðing fjármálahrunsins síðastliðið haust.
Hér er hæpin ályktun dreginn af atvikaþróun. Reynt er að kenna hruninu um hvernig komið er fyrir hluta bændastéttarinnar þ.e.a.s. þeirra sem eru með stóru, svokölluð hagræðingarbú. Markmiðið er augljóst. Nota hrunið sem átyllu til að afskrifa gríðarlegar skuldir hluta bændastéttarinnar.
Í fyrsta lagi var rekstrarárið 2008 að verða búið þegar hrunið varð og flestar lykiltölur komnar inn. Að vísu er hækkun fjármagnsliðar ótrúlegur milli ára og stafar af miklum skuldum þegar skellurinn kemur og gengismismunar væntanlega.
Í öðru lagi er ástæða mikillar skuldasöfnunar hluta bænda, óviturleg kvótakaup á háu verði, fjárfestingar í vélum búnaði og byggingum.
Í þriðja lagi er þessi skuldaþróun búin að eiga sér stað lengi og svipar mjög til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi og hefur verið kölluð hagræðing.
Árið 1998 voru bú með 156.000 lítra mjólkur með jákvæðan höfuðstól á efnahagsreikningi, en árið 2002 var höfuðstóll orðinn neikvæður og ekki hefur ástandið batnað.
Ég hef það fyrir satt frá gætnum og ráðdeildarsömum bændum að þeir séu nú ekki hrifnir yfir því að vissir aðilar eigi að fá gríðarlegar skuldir afskrifaðar og gúkna yfir miklu framleiðslumagni af mjólk vegna glannaskapar í fjárfestingu. Íslenskir bændur hafa að öðru jöfnu verið gætnir og það talist dyggð.
Vissulega eru þessar skuldir áhyggjuefni en það má ekki breiða yfir það sem gerst hefur í þróun landbúnaðar undanfarinn ár. Framtíðin verður að skera úr um hvort rétt þróun hafi verið leidd fram.
,,Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg", það er alltaf spurningin?
Kaupþing verður Arion banki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.11.2009 | 22:50 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 15
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 566936
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tel alveg fráleitt að fara afskrifa skuldir hjá stæðistu búunum sem hafa reynt að gúrkna yfir sem mestum framleiðslurétti með miklum lántökum, mjög ósanngjarnt gagnvart þeim sem hafa farið gætilega og eru ekki í miklum skulda vanda.
Ragnar Gunnlaugsson, 20.11.2009 kl. 23:08
Þá er spurningin, Ragnar, hvernig ætla menn að komast í gegnum þetta.
Breyta skuldunum í hlutafé svo hinir gætnu og hógværu gætu keypt sig inn í stórbúinn?
Eða láta þau fara á hausinn og þá fer hver með það heim sem hann kaupir á uppboðunum, örlítinn kvóta, dráttarvél eða kvíguhóp?
Afskriftaleiðin er ófær vegna mismunar innan stéttarinnar og þeirra sem vilja búa á skynsaman hátt.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.11.2009 kl. 23:34
Ég hef lengi verið því fylgjandi að þak verði sett á beingreiðslur á einstaka jörð t.d. miðað við að hámarki 300.þús.lítra af mjólk. Ég hef grun um að stærstu búin séu jafnframt skuldsettust og mundi ekki gráta það að eitthvað af þeim yrði skipt upp. Ég tel að fjölskyldu búin séu hagkvæmust og nóg af fólki sem vill vera við búskap.
Ragnar Gunnlaugsson, 21.11.2009 kl. 00:15
Fjölskyldubúinn hafa alltaf verið farsælust og átt hljómgrunn í öllum stjórnmálahreyfingum með bústærð og skuldir sem menn hafa ráðið við.
Ég hef aldrei fengið það uppgefið hver hefur stjórnað þessari skuldaþróunn.
Guðni Ágústsson?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.11.2009 kl. 08:11
Það varð allt vitlaust í þessu landi þegar kvótinn var settur á bæði á sló og landi. þá fyrst var hægt að veðsetja landið og miðinn. "Hrikalegt" Ég held að við verðum að byrja aftur á byrjuninni. Rækta heilnæma jörð og hvern krók og kima sem er hægt að rækta, slá striki yfir alla kvóta enda urðu þeir til á ólöglegan hátt. þar ríkti klíkan eins og í dag. Þar var ekki heiðarleiki á ferð. það þurfti þeilan þjóðfund til að vekja það orð. Heiðarleika... Heiðarleiki er allt sem þarf, það á að refsa öllum sem hafa ekki virt það í gegnum árinn.
Sigríður B Svavarsdóttir, 21.11.2009 kl. 13:59
Þau eru nú komnir í vandræði og öngstræti með þetta allt saman Sigríður mín.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.11.2009 kl. 15:38
Þeir bændur sem ég þekki best,hafa ekki mestar áhyggjur af skuldum þó þeir hafi verið að byggja upp sín bú,mestar áhyggjur og óvissa hjá þeim er ótti við að íslendingum verði þröngvað inn í ESB.með sitt skriffinnsku bákn.
Ragnar Gunnlaugsson, 21.11.2009 kl. 16:52
Þetta eru óvissu tímar fyrir landbúnaðinn Ragnar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.11.2009 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.