Þetta er áhugavert mál. Það hefur verið venja að ráðherrar geri samninga oftast eftir fyrirmælum Alþingis og eru þá samningarnir undirritaðir með fyrirvara um samþykki Alþingis.
Þar sem stjórn landsins er þingbundin og framkvæmdavaldið sér um allar framkvæmdir hefði Alþingi ekki geta sent út þingmenn til að semja um Icesave.
Í lögum um um Umboðsmann Alþingis segir, stytt:
2. gr. Hlutverk umboðsmanns Alþingis o.fl.
Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.
3. gr. Starfssvið umboðsmanns Alþingis.
Starfssvið umboðsmanns Alþingis tekur til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.
Starfssvið umboðsmanns tekur ekki til:
a. starfa Alþingis og stofnana þess, sbr. þó 11. gr.,
b. starfa dómstóla.
Umboðsmaður Alþingis getur ekki skipt sér af störfum Alþingis og fyrirmælum, enda er hann ekki kjörinn til þess. Þetta getur orðið svolítið snúið fyrir Umboðsmann Alþingis.
Þá er spurningin hvort samninganefndin hafi í umboði ráðherra farið að fyrirmælum Alþingis. Um það er erfitt að segja og kemur þá væntanlega til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis.
11. grein lagana fjallar um að verði Umboðsmaður var við meinbugi á lögum getur hann gert Alþingi viðvart um það.
Tuttugu og sexmenningarnir byggja mál sitt á 2. grein stjórnarskrárinnar en hún hljóðar svo;
2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.
Til þess að brjóta ekki þessa grein, sem málsaðilar eru að kvarta yfir þyrfti ráðherrann að sleppa því að greiða atkvæði um samninginn sem hann sjálfur gerið. Til þess hefur hann tíma enn og gæti skroppið í kaffi og kallað inn varamann.
Saka Steingrím um að brjóta gegn stjórnarskránni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.11.2009 | 18:05 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.