Númerin klippt af jeppa Björns á Löngumýri
Bergur Arnbjörnsson frá Akranesi var bifreiðaeftirlitsmaður á Vestur- og Norðurlandi. Hann neyddist eitt sinn til þess að klippa númerin af jeppa Björns á Löngumýri þar sem hann stóð fyrir framan Hótel Blönduós vegna þess að hann hafði ekki verið færður til aðalskoðunar. Þegar Björn kemur út af Hótelinu benda menn honum á að Bergur hafi klippt númerin af jeppanum.
,,Ég hlýt að komast heim á jeppanum númerslausum, haldið þið það ekki" segir þá Björn og ekur fram Svínvetningabraut. Bergur og aðstoðarmaður hans Backmann frá Borgarnesi frétta þetta og elta hann. Þegar Björn kemur heim skipar hann öllum börnum og hjúum sínum að fara inn í bæ og halda sig innan dyra. Sjálfur fer hann út í fjós. Þar átti hann þrælmannýgt naut. Þegar þeir félagar Bergur og Backmann koma akandi niður heimreiðina sleppir Björn nautinu út. Nautið var mannýgt og snýr sér þegar að bíl eftirlitsmannanna og höfðu þeir engin tök á að fara út úr bílnum við þessar aðstæður og þóttust góðir að sleppa með bílinn óskemmdan í burtu.
Heimild:Munnmælasaga, hugsanlega sett saman úr tveim aðskildum atburðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.11.2009 | 16:07 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 282
- Sl. sólarhring: 343
- Sl. viku: 432
- Frá upphafi: 573750
Annað
- Innlit í dag: 267
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 254
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessa sögu heyrði ég fyrir mörgum árum og get vel trúað henni, þó ótrúleg sé. Björn var líka ótrúlegur maður
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.11.2009 kl. 11:47
Einhver eftirmál hljóta að hafa orðið af þessu máli.
Já Björn var eftirminnilegur maður og lærdómsríkt að hafa alist upp í næst nágrenni við hann og átt hann sem nágranna.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.11.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.