Úr Héraðsfréttablaðinu Skessuhorninu um Bíla-Berg, Berg Arnbjörnsson bifreiðaeftirlitsmann Akranesi:
Óbrjótandi glös
Önnur saga segir að einhverju sinni hafi Bergur átt leið í verslun á Akranesi þar sem honum voru sýnd forláta vatnsglös sem voru þeirra náttúru gædd að vera óbrjótandi. Því til staðfestu tók kaupmaðurinn eitt glas og lét það detta í gólfið. Það varð úr að Bergur keypti nokkur glös og var þeim raðað hverju ofan í annað. Karlinn á að hafa farið með þetta heim til konu sinnar og þegar þangað kom dásamaði hann þessi kostaglös og lét stæðuna detta í gólfið eins og kaupmaðurinn gerði með staka glasið. Þau mölbrotnuðu að sjálfsögðu öll mélinu smærra og átti þetta að vera dæmi um fljótfærni hans.
Takkasíminn
Enn ein sagan um fljótfærni Bergs er sagan af símanum og reiknivélinni. Þetta átti að hafa gerst á skrifstofunni hans og einhver tryggingatakinn var að bera upp erindi við Berg. Hann þurfti að leita ráða fyrir sunnan og ætlaði að hringja þangað. Viðskiptavinurinn horfði svo á Berg slá inn númerið og bíða en ekkert gerist. Bergur skilur ekkert í því að enginn skuli svara fyrr en viðskiptavinurinn bendir honum á að hann hefði slegið símanúmerið inn á reiknivélina við hliðina á símanum en ekki takkasímann sem hann var nýbúinn að fá.
Bergur Arnbjörnsson sögur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.11.2009 | 09:49 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 235
- Sl. sólarhring: 549
- Sl. viku: 1036
- Frá upphafi: 570333
Annað
- Innlit í dag: 224
- Innlit sl. viku: 938
- Gestir í dag: 223
- IP-tölur í dag: 222
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.