Þjóðfundurinn er hafinn og þar sem ég var ekki boðaður bið ég alþýðumanna, að taka fyrir hugmyndir mínar um hlunnindabréfum í Íslandsmiðum og óska eftir að Þjóðfundurinn staðfesti þessi sjálfsprottnu náttúru- og frumbyggjaréttindi mín sem íslensks ríkisborgara en hér hafa forfeður mínir dvalið allt frá landnámi
Hugmyndir mínar um hlunnindabréf í Íslandsmiðum setti ég fram í janúar 1997 á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins. Er hugmyndin byggð á náttúrurétti einstaklinga til frelsis og sjálfsákvörðunar um eigin auðlind. Er hugmyndin reist á jafnræði borgaranna og kemur úr hugmyndafjársjóði samvinnu manna í Þingeyjarsýslu.
Í bréfi frá Pétri á Gautlöndum til Jóns í Múla er sagt að hlunnindabréf séu frábrugðin almennum hlutabréfum að því leiti að þau njóti minni árlegs arðs en hafa svo forgangrétt að eignum félagsins komi til skipta við upplausn þess. Heimild: Benidikt frá Auðnum íslenskur endurreisnarmaður.
Bréfin eru þannig hugsuð að ráðherra gefur á hverju ári út reglugerð um vísitölu veiðiþols og heildar afla að tillögu vísindastofnunar. Er öllum fisktegundir breytt í eina reiknitölu sem kallast þorskígildi. Þessi tala sem var um áramót 1996-1997, 461.070 tonn, er skipt á milli kosningabærra manna sem var 2.309 kg á kjósanda.
Bréfin þessi geta borgararnir nýtt sér, annaðhvort til að veiða sjálfir, ( gott í kreppu) eða setja þau á leiguuppboðsmarka eða lána þau og láta veiða fyrir sig.
Arðurinn eða leigan af bréfunum skiptist milli einstaklinga og ríkis í hlutföllum 1/3 og 2/3.
Til að koma í veg fyrir röskun á stöðu útgerða og tímabundna óvissu í sjávarútvegi yrði að leiða í lög forleiguákvæði , sem tryggði rétt útgerða til afnota meðan kerfið væri að festast í sessi og útgerðirna að aðlaga sig og borga skuldir og afskrifa gömul skip.
Þau erfast ekki og óheimilt er að selja þau og veðsetja og réttindin fallið niður andlát borgarans. Þannig halda þau áfram að vera í vörslu þjóðarinnar.
Þessi hlunnindabréf eru þegar til baka er litið, klæðskerasniðinn við niðurstöðu álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Og er ég nú frekar ánægður með að hafa hitt á rétta lausn í þessu máli og það liggi nú fyrir bókfest 12 árum síðar.
Þjóðfundur hafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.11.2009 | 11:26 (breytt kl. 11:33) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 566927
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.