Héraðsfréttablaðið Skessuhorn sagði nýverið nokkrar sögur af föðurbróður mínum Bergi Arnbjörnsyni Bíla-Bergi. Hann er fæddur að Galtarholti í Borgarfirði hinn 17. ágúst 1901 og dáinn 5. janúar 1993. Bergur var skósmiður í Borgarnesi og um skeið hreppstjóri þar. En heyrum nú úr Skessuhorninu:
,, Bergur Arnbjörnsson, oftast kallaður Bíla-Bergur, var einn af mörgum skemmtilegum mönnum á Skaganum áður fyrrr. Bergur var lengi bifreiðareftirlitsmaður og síðar var hann umboðsmaður fyrir Sjóvá og líka Ford umboð. Hann var með skrifstofu í húsi sem kallað var ,,Skökkin" og stendur við Suðurgötu gegnt Akratorgi. Bergur var mikill laxveiðimaður og lengi í forystusveit Stangveiðifélags Akraness. Margar sögur eru til um fljótfærni Bergs en eflaust mjög ýktar og ekki víst að nokkurt sannleikskorn sé í þeim að finna. Þær eru góðar samt.
Tjaldið fylgdi með
Sagan segir að einu sinni sem oftar þegar Bergur var í laxveiðitúr og gisti í tjaldi hafi hann hnýtt tjaldstagið í stuðarann á bílnum þegar hvessa tók um kvöldið. Klukkan sjö um morguninn eftir hafi hann svo drifið sig af stað til veiða eins og venja var, en gleymdi að losa tjaldið. Það fylgdi því bílnum eftir að veiðistaðnum. Eftir hafi svo legið þeir sem í tjaldinu voru en heimildum ber ekki saman um hverjir það voru eða hve margir. Þetta var hinsvegar á tímum hvítu tjaldanna sem voru botnlaus og var það lán annarra tjaldbúa þennan morgun".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.11.2009 | 10:19 (breytt kl. 10:24) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 168
- Sl. sólarhring: 237
- Sl. viku: 318
- Frá upphafi: 573636
Annað
- Innlit í dag: 160
- Innlit sl. viku: 278
- Gestir í dag: 160
- IP-tölur í dag: 160
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.