Halldór Blöndal skrifar Hæstarétti

Allt ætlaði að verða vitlaust hér um árið þegar Halldór Blöndal skrifaði Hæstarétt, var hann þá ekki forseti Alþingis? Talið var að það bryti í bága við þrískiptingu ríkisvaldsins.

Nú skrifar Hæstiréttur Alþingi bréf og ber sig illa vegna peningaleysis. Er það í lagi?

Verður Alþingi ekki bara að virða jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og skera hlutfallslega niður fjárframlög?

Er ekki komið að því að við verðum að fara að vinna í sjálfboðavinnu einhvern tíma til að koma störfunum af og láta þjóðfélagið virka?

Frjálshyggju og hægri menn hafa löngum gert gys að Kúbumönnum. Nú erum við að verða Kúba norðursins.

Kúbverjar hafa þann háttinn á að læknar, verkfræðingar og aðrir sem eiga heimangengt, fara til starfa í öðrum löndun og afla fjár og koma með heim til almanna þarfa. Hér flýja menn land út af sérhagsmunum og hafa enga þjóðarvitund og ríkisstjórnin snýst í kring um Icesave og ESB.

Okkur vantar foringja til að tala þjóðina saman og að hún skilji að hún sé þjóð, en hver heimti ekki af öðrum.


mbl.is Neyðarkall frá Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þarna hitturu naglan á höfðið þessir dómarar eru með allt of há laun mættu alveg serða þaug og jafnframt ættu þeir að skila betri dómum ekki láta víkingana ráða för.

Sigurður Haraldsson, 13.11.2009 kl. 01:25

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég geng út frá því að dómarar dæmi eftir lögum svo sem mál eru búin til dóms.

Ég veit ekkert um hvaða laun þeir eru með, en það eru allir sjóðir að þorna upp.

Sigurður, það er ekki hægt að eyða meiru en aflað er.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.11.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband