Hver man ekki eftir Baldri og Konna. Baldur hafði Konna, sem var brúða og sat á hnjám Baldurs og talaði en það var í raun Baldur sem talaði án þess að hreyfa varirnar,en Konni talaði með skrækróma tóni. Þetta er kallað búktal.
Nú er kominn fram nýr búktalari og situr hann á Alþingi Íslendinga. Nú getur útgerðaaðallinn talað í gegn um þennan aðila. Fer búktalarinn þá í pontu á Alþing og skrækir eitthvað sem er útgerðaraðlinum þóknanlegt. Og er þetta gert til að hræða almenning.
Heimild til veðsetning aflaheimilda á sínum tíma var mjög alvarlegur gjörningur og er vafa undirorpið að sé löglegt.
Úr lögum um fiskveiðistjórnun:
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum".
Það hefur nefnilega aldrei verið hægt að veðsetja það sem maður á ekki.
Áform um fyrningar aflaheimildar verður gerð á löngum tíma - 20- árum og á þessum tíma á útgerðin að geta greitt smátt og smátt af skuldum sínum. Nú ef ekki, þá er hún sjálfdauð og við því er ekkert að gera. Og þá koma bara nýir aðilar til sögunnar.
Jafnframt þessari niðurgreiðslu skulda getur útgerðin önglað inn nýjum aflaheimildum jafnóðum og þær losna til leigu. Þær verða auðvitað settar í nýtingu. Það er ekki hugsað að fyrndar aflaheimildir verði ekki notaðar og geymdar bak við hurð í sjávarútvegsráðuneytinu.
Fyrndar aflaheimildir hafa aðra stöðu en t.d fyrnt skip sem ryðgar og er ónýtt. Aflaheimildirnar halda áfram að verða til.
Það væri mannsbragur af háttvirtum þingmanni Eygló Harðardóttur að standa með þjóðinni að ná fullum yfirráðum yfir sjávarauðlindinni , fremur en að stunda búktal á Alþingi.
Fyrning setur fjárhag Landsbankans í voða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.10.2009 | 18:12 (breytt kl. 18:16) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 102
- Sl. sólarhring: 172
- Sl. viku: 252
- Frá upphafi: 573570
Annað
- Innlit í dag: 97
- Innlit sl. viku: 215
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 97
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð athugasemd tek undir hvert orð.
Grétar Mar Jónsson, 20.10.2009 kl. 19:39
Það þarf að finna eitthvað annað orð yfir ,,fyrndar aflaheimildir". Fólk heldur að þær séu þannig endanlega týndar en svo er ekki. Þeim er ætlað að koma aftur til úthlutunar en í nýju formi eða búningi.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 19:57
Góður pistill og hvert orð satt. Það er raunar hægt að herða enn á varðandi þingmannsnefnu þessa, því það hefur nánast ekkert komið frá henni nema þvaður, þessu líkt og verra.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.10.2009 kl. 20:18
Ef til vill setur hún sig ekki nógu vel inn í málin.
Svo getur verið að hún sé mjög hlýðin að eðlisfari.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 20:43
Það er alveg rétt að fyrningin verður látin aftur í leigu á ný.
-En það er rosa "fair" að vera búinn að kaupa nýtingarétt fyrir fleiri hundruð milljóna og síðan þurfa að leigja það sama aftur frá yfirvöldum.
-Hverjum ætla yfirvöld að leigja sinn hluta? Hverjum þeim sem eiga vini og ættingja í ráðuneyti hverju sinni.
-Hvaða verði leitast leigendur eftir á mörkuðum fyrir fiskinn sem þeir leigja fyrir leigða kvótan og þrýsta þannig markaðsverði niður.
-Hvað á ég að byggja mér stóran togara ef ég fæ leigðan 4000tonna af kvóta árið 2011 en kannski ekki nema 2000tonna kvóta árið 2012 eða 13... ?
-Hvað gerir útgerð sem fær 500tonn leigt af þorski og 2000tonn leigt af ýsu... hendir sennilega öllum smáa fisknum og tekur aðeins þann allra stæðsta til að hámarka verð og spara sér olíu í keyrslu á miðin
-Hversu mikið atvinnu öryggi væri í því ef útgerðin sem ég er stýrimaður hjá fær kannski bara leigðan kvóta fyrir hálfu ári í ár og nokkrum mánuðum síðan árið á eftir?
Látum yfirvöld leigja kvótan,.. Það er alveg greinilega skynsemi.. Líka svona til að færa tekjur úr sjávarútvegsfyrirtækjunum sem byggja upp landsbyggðina til yfirvalda sem eyða 95% af skattfé landsmanna í þjónustu við höfuðborgarbúa!
Haraldur Pálsson, 20.10.2009 kl. 21:04
Haraldur, þetta eru allt þarfar, góðar og tímabærar, en erfiðar spurningar sem þú leggur fram.
Þetta er einmitt þau atriði ásamt fleirum sem nefndin sem sjávarútvegsráðherra hefur skipað þarf að ræða.
Sá sem kaupir nýtingarréttinn fyrir fleiri hundruð milljónir veit að hverju hann gengur að hann á ekki réttin nema að takmörkuðu leiti. Þarna getur komið til skjalanna forleiguréttur einhvern tiltekinn tíma af hendi ríkisvalds.
Yfirvöld verða að finna samræmt óvilhallt kerfi til að jafnræði væri fyrir útgerðaraðila að komast yfir lausar aflaheimildir. Væri það ekki markaður?
Þú spyrð að atvinnuöryggi. Því geta ef til vill Ísfirðingar svarað þér með reynslu af því þegar Guðbjörgin fór frá Ísafirði. Útgerðarmenn hafa bara sveiflað þessu til og frá eins og þeim sýnist.
Aðalatriðið er að gefa sér tíma í þetta verkefni, vera ekki mjög reiðir, finna lausnir og vera með sveigjanleika og hliðarráðstafanir.
Markmiðið er eitt, að hér þróist ekki lénsskipulag, þjóðin eigi fiskveiðiréttindin en duglegir og útsjónasamir útgerðarmenn og sjómenn nýti fiskveiðiauðlindina með arðgefandi og sjálfbærum og hagfelldum hætti.
Samkvæmt nýlegum upplýsingu stafa skuldir sjávarútvegs ekki allar af útvegi. Á höfuðborgarsvæðinu búa flestir landsmenn, þar eru aðal stofnanir ríkisins, þangað er t.d. komið með slasaða sjómenn og þaðan fer björgunarþyrla á vettvang. Það er eðlilegt að almenningur fái rentu af sjávarauðlindinn fremur en hún fari í einkaneyslu útgerðar og prívat lúxus.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 22:20
"Samkvæmt nýlegum upplýsingu stafa skuldir sjávarútvegs ekki allar af útvegi."
Góður punktur, hér kemur einmitt einn stór þáttur málsins. Skuldir útgerða á Íslandi er einnig til komin að stórum hluta til á fjárfestingum og til kaupa á kvóta.
Að undanskildum þeim svörtu sauðum sem veðsettu kvóta til kaupa á brefum í hlutabréfabólu íslands (sem er brota brot af útgerðum landsins).
Að endingu Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum sem hefur ekki ríkisstyrktan sjávarútveg, viljum við komast í þann farveg á nýjan leik, þegar aukin útgjöld til leigu á kvóta (sem þau eru nú fyrir mörg hver að borga sínar skuldir af einnig eftir að hafa keypt) verða farin að slyga útgerðir.
Segjum að þær gæfust allar upp og eftir 50 ár ættum þá kannski aftur jafn fínar útgerðir í dag sem lifðu út hvert kjörtímabil fyrir sig allt eftir því hvaða flokkur sæti með sjávarútvegsráðuneytið...
Haraldur Pálsson, 20.10.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.