Vegna hugsanlegs málatilbúnaðar til dómstóla á hendur viðsemjendum okkar út af Icesave og öðrum óuppgerðum málum við Evrópumenn, vil ég að eftirfarandi viðauki verði settur inn í Icesavesamninginn;
- Á heimstyrjaldarárunum seinni 1939-1945 misstu Íslendingar 50 skip, samtals 9202 brúttólestir og 484 manns sem rekja má til styrjaldarátakanna.
Viðurkennt er að fiskflutningar Íslendinga til Bretlands til að halda lífi í Englendingum á meðan á styrjöldinni stóð, breyttu gangi styrjaldarinnar Bandamönnum í hag.
Samningsaðilar eru sammála um að dómkveðja óvilhalla menn til að meta ofangreint tjón íslensku þjóðarinnar, vegna þessara fiskflutninga.
Verði sú upphæð tekinn inn í Icesave-uppgjörið og notuð til skuldajöfnunar og verði greitt að hluta af Evrópusambandinu, þar sem stríðsaðilar í seinni heimsstyrjöldinni og orsakavaldar af þessu tjóni, eru nú félagar í ESB.
Auk þess sem litið verði á þessar bætur sem jöfnunarbætur til handa Íslendingum fyrir þann upphafsskaða sem þeir hafa mátt þola, vegna ófullkominna og óboðlegra reglna ESB um frjálst fjármagnsflæði milli landa, sem þjóðir Evrópu eru að verða vitni að og á samskonar skaði eftir að breiðast út um alla Evrópu, verði eigi að gert-.
Lengra varð ekki komist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.10.2009 | 17:02 (breytt kl. 17:28) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 36
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 186
- Frá upphafi: 573504
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 153
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bretar ætla samt aldrei að læra af reynslunni.... styrjadirnar sanna það... eftir fyrri heimstyrjöldina voru stríðsskaðabætur svo rosalegar að það setta þýska ríkið næri því á hausinn og hvað reis upp úr því.... þriðja ríkið með allri sinni helför fyrir evrópu. Núna eru þeir enn á ný reyna sanna yfirmátt sinn á forskammanlegan hátt en átta sig aldrei á gjörðum sínum.... sem fyrrum stórveldi eru þeir enn að sýnast vera með stórt nef en hafa ekkert til að sanna það. Ef líta má á þetta sem einhverskonar stríðsskaðabætur fyrir efnahagstjón sem ósigur þeirra hafði í för með sér af þorskastríðunum enda þeir töpuðu mikið þar.... held að skelli á annað stríð eigum við ekki að bakka þá upp heldur bara hæstbjóðanda.
Ragnar (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 17:39
Góð hugmynd þarna :)
Rúnar Þór Þórarinsson, 18.10.2009 kl. 18:01
Það er nauðsynlegt að halda þessum málum vakandi.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.10.2009 kl. 19:59
Ætli Marshall aðstoðin mundi ekki vera tekin upp í greiðslu þótt hún komi frá Bandaríkjunum en ekki Bretlandi?
Rúnar Þór Þórarinsson, 20.10.2009 kl. 09:00
Marshall aðstoðin til handa Íslendingum eftir stríð var held ég lán, sem var borgað til baka.- Áburðarverksmiðjan og virkjanir voru byggðar fyrir þetta fé.
Aðstandendur sjómanna fengu einhverjar bætur af tryggingafé útgerða.
Mér er kunnugt um að amma mín fékk bætur fyrir son sinn, Þorstein, en hann var skipstjóri á Pétursey ÍS 100 frá Ísafirði. Skipið var skotið niður fyrir utan bannsvæði Þjóðverja.
Ég hef ekki heyrt að Íslendingar hafi fengið almennar stríðsskaðabætur vegna margvíslegs skaða í seinniheimstyrjöldinni.
Var ekki forseti Tékklands að draga það að undirrita Lissabonsáttmálann vegna einhverra málaferla út af stríðsskaðabótum?
Þess vegna held ég að það sé rétt að hafa uppi þessa kröfu. Hvar sem hún verður vistuð er svo önnur saga.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.