Beingreiðslur til hreyfimynda

Geta kvikmyndagerðarmenn ekki fengið beingreiðslur eins og bændur til sinnar starfsemi? Ef kvikmyndagerðarmenn geta sýnt fram á þjóðhagslega nauðsyn á kvikmyndagerð ber þeim skýlaus krafa á beingreiðslum?

Er þetta ekki orðin útflutningsvara og verðmætaskapandi?

Nú skilst manni að það þurfi að flytja út þriðjung af dilkakjötsframleiðslunni. Og á hvaða verði? 

Einhverju dumpingsverði. Væri ekki nær að láta hvern skattþegn fá dilkakjötspoka og einn bíómiða með skattapakkanum í ár? Svona af því að það er kreppa. Og til að hafa alla góða.

Það er nú líka list að lifa á engu. Og líka kátlegt að flytja dilkakjötið út á spottprís niðurgreitt af ríkissjóði þegar margir eru að verða svangir hér á landi.

En það eru bændasynir sem stjórna landinu núna, ásamt alþýðuforingjunum.


mbl.is Vill endurskoða fjárveitingar til kvikmyndagerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband