Pólitískir skylmingaþrælar hafa verið að atast í þingmönnum VG vegna þess að þeir eru með skoðanir á málefnum sem falla ef til vill ekki að stöðluðum hugmyndum. Gera menn að því skóna að VG sé að klofna og ríkisstjórnarsamstarfið sé við það að bresta.
Morgunblaðið á blogginu tekur undir hugmyndir eins bloggar um að best sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur veiti VG brautargengi sem minnihlutastjórn.
Hvað þýðir þetta? Að reyna að koma ábyrgðinni á hruninu yfir á þá sem eru blásaklausir af öllum málum sem vörðuðu hrunið.
Ég tek ekki undir þessar hugmynd um minnihlutastjórn Vinstri grænna sem Morgunblaðið reifar. Hún er mjög ósanngjörn gagnvart VG, að þeir fari að taka einir ábyrgð á stjórnarfarinu og láti leiða sig til slátrunar og er hugmyndin í raun hlægileg og væri hægt að hafa hana uppi á þorrablótum og kútmagakvöldum.
En það væri áhugavert að gera tilraun með raunverulega Alþingisstjórn. Alþingi kysi í ríkisstjórn með listakosningu á Alþingi. Flokkarnir bæru fram hver sinn lista. Allir yrðu að axla ábyrgð í hlutfalli við þingstyrk. Þetta væri þingbundin stjórn eins og kveðið er á um í 1. gr stjórnarskránni
Þetta væri ekki þjóðstjórn, heldur Alþingisstjórn.
Og þá yrðu hagsmunirnir allt í einu sameiginlegir, þ.e.a.s. að komast af í landinu og í gegn um þetta ástand. Stjórnin væri knúin með þessu fyrirkomulagi til að leiða mál til lykta.Katrín: Lærum af kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.10.2009 | 21:31 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 359
- Sl. sólarhring: 425
- Sl. viku: 1160
- Frá upphafi: 570457
Annað
- Innlit í dag: 326
- Innlit sl. viku: 1040
- Gestir í dag: 311
- IP-tölur í dag: 306
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.