Það væri nú æði skrítið ef fylgi Framsóknarflokksins ykist ekki við þær stjórnmálaaðstæður sem nú eru. Framsóknarmenn hafa verið iðnir við að sprengja púðurkerlingar og skjóta upp rakettum til að vekja athygli á sér.
Þannig ætluðu þeir að gefa öllum sem skulduðu fyrir hrun, afslátt af skuldum sínum sem miðaðist við dagsetninguna fyrir hrunið. Jafnvel bjargálna fólk átti að fá hluta skulda sinna afskrifaðar.
Þá hef ég af því pat að Framsóknarmenn hafi verið í réttum í haust og vafalaust haft áhrif á einn og einn bónda sem var kominn yfir til VG.
Nýjasta útspilið er vera í förum milli Noregs og Íslands og segjast getað útvegað stór lán sem kemur svo á daginn að hefur aðeins verið spjall milli tveggja eða þriggja manna í Noregi. Eða eins og karlinn sagði; ,, Þar sem tveir menn eru komnir saman þar er Framsóknarflokkurinn."
Samvinnuarmur flokksins er í upplausn vegna ,, Gjafamálanna" svo varla eykst fylgið á þeim bænum.
En ég get ekki leynt því að Framsókn er með frambærilegt fólk í forystu, en það eru náttúrlega málefnin og hugmyndafræðin sem skiptir máli.
Ég held að að flokkurinn þurfi að gera upp fortíðina og skrifa pólitíska skuldaskilskýrslu til lúkningar fortíð sinn og hvað nákvæmlega fór úrskeiðis hjá honum. Ef hann gerir það ekki, þá er hann platflokkur til framtíðar að mínum dómi.
Fylgi Framsóknarflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.10.2009 | 19:40 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 80
- Sl. sólarhring: 150
- Sl. viku: 230
- Frá upphafi: 573548
Annað
- Innlit í dag: 76
- Innlit sl. viku: 194
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var skipt út öllum (nema Sif). Hvað viltu gera meira ?
Ertu að segja að þau frumvörp sem þingmenn framsóknar eru að leggja fram núna t.d. í samstarfi við góða þingmenn úr öðrum flokkum sé bara allt í plati.
ps. ég byrjaði reyndar að vinna hjá Sambandinu gamla þegar ég var 9 ára sem sendill. Það voru góðir tímar.
Axel Pétur Axelsson, 2.10.2009 kl. 21:08
Axel, frá mínum bæjardyrum séð breyttist Framsóknarflokkurinn á Halldórstímanum.
Maður heyrði það að flokksmenn væru óánægðir með flokk sinn. Þetta endurspeglast svo í því að flokkurinn tapar 2 þingmönnum í Reykjavík.
Mér finnst að lýðveldið og kjósendur í því eigi rétt á einhverju hugmyndafræðilegu uppgjöri sem flokkurinn gengist fyrir og reyndi að greina mistökin sem hann gerði og viðurkenna þau.
Ég þekkti flokkinn hér áður fyrr af samskiptum mínum við flokksbundna menn en veit ekki fyrir hvaða stefnu flokkurinn stendur núna.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.10.2009 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.