Í bókinni Siðfræði Hrafnkelssögu eftir dr Hermann Pálsson, þar sem hann fjallar um Hrafnkelssögu Freysgoða greinir hann m.a. frá því að flestir meginatburðir sögunnar eru látnir gerast að morgni dags.
Mikilvægir stjórnmálaatburðir og tíðindi líðandi stundar undanfarin ár hjá okkur hafa átt sér stað á tröppum stjórnarráðsins og þá gjarnan annaðhvort fyrir hádegisfréttir eða kvöldfréttir.
Eftir þessari reglu áttu atburðir dagsins í dag sér stað, þar sem Ögmundur Jónasson gekk á fund forsætisráðherra til að segja af sér embætti heilbrigðisráðherra.
Við þessa reglu bættist nú afbrigði þar sem hluti stjórnarandstöðunnar, þ.e. Framsóknarflokkurinn reyndi að smeygja sér í sviðsljósið og inn fyrir dyragættina í stjórnarráðinu með loforð um allstóran sjóð frá Norðmönnum. Þetta atriði minnir svolítið á þegar kerlingin reyndi að henda skjóðunni með sálinni hans Jóns inn fyrir Gullna hliðið í leikriti eftir Davíð Stefánsson. Vonandi hafa framsóknarmenn náð tali af heimamönnum í stjórnarráðin. Venjulega eru dyrnar á stjórnarráðinu opnaðar pínulítið þannig að framsóknarmenn geta leikið þennan leik af því að þeir eru svo smáir.
Einn norskur framsóknarmaður hefur staðfest þessa sögu um fjársjóðinn meira var það nú ekki. Verður því að álíta að þarna hafi verið á ferðinni pólitískur sjónhverfingaleikur þangað til annað sannast.
Þá kom og annað afbrigði fram við meginregluna þar sem stjórnarandstaðan í Sjálfstæðisflokknum birtist á stjórnarráðsblettinum til að lýsa skoðunum sínum á atburðum dagsins.
Enginn bilbugur á stjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.9.2009 | 21:10 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 78
- Sl. sólarhring: 148
- Sl. viku: 228
- Frá upphafi: 573546
Annað
- Innlit í dag: 74
- Innlit sl. viku: 192
- Gestir í dag: 74
- IP-tölur í dag: 74
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.