Stækkun búanna voru mistök

Þegar búvörulög voru sett 1985 þurfti að minnka framleiðsluna vegna þess að afkasta þáverandi búa var of mikil. Framleiðnisjóður landbúnaðarins var notaður til að kaupa kvóta ( búmark af bændum).

Svo er tekið til að stækka búin í hagræðingarskini. Bændur kaupa upp kvóta af öðrum bændum sem eru að hætta annaðhvort vegna aldurs skulda eða aðstaðan er ekki nógu góð. Þó eru mörg dæmi um að kvóti hafi verið seldur frá ágætum fjósum sem var í raun sóun á fjármagni. Alltaf var sagt að þessi kvótakaup hefðu engin áhrif verð til neytenda.

Bændasamtök Íslands hafa alltaf haft fullt forræði á stefnunni og þeim markmiðum sem að þau stefndu að. Bændasamtökin njóta opinbers ríkisstuðnings til starfsemi sinnar ólíkt öðrum atvinnurekendasamtökum . Þau  reka ráðunautastarfsemi á kostnað ríkisins, sem er mönnuð háskólagengnu fólki í búfræði og veita þeir bændum ráðgjöf um hvaðeina varðandi rekstur og skipulag í landbúnaði.

Það væri fróðleg að nú við þessi væntanleg gjaldþrot væru tillögur og  rekstraráætlanir lagðar fram og almenningi sýnt fram á það hvernig mjólkurframleiðsla átti að standa undir þessari fjármögnum í kvótum, nýjum fjósum, róbótum og tröllvélvæðingu landbúnaðarins. 

Árið 2004 voru komnar fram vísbendingar um að þessi stækkun búanna gengi ekki upp. Stærri búin voru komin með neikvæðan höfuðstól á meðan miðlungsbúinn stóðu sig.

Ef það á að fara veita einhvern opinberan fjárstuðning til að laga fjárhagsstöðu þessara búa er borðleggjandi að það komi krafa frá því fólki sem varð að hætta búskap á samdráttarskeiðinu um að fá sínar jarðir aftur uppsettar með bússmala og vélum sér að skaðlausu.

Þeir bændur sem nú starfa við landbúnað búa við einokaða ríkisvernd og er erfitt að brjótast í gegnum það virki.


mbl.is Margir kúabændur stefna í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fyrsta lagi skilst mér að búin séu rekin sem hlutafélög nú til dags.  Þau fara þá einfaldlega á hausinn eins og önnur fyrirtæki, enda væntanlega til þeirra stofnað til að takmarka áhættuna fyrir eigendur.  Ef einhverjir bændur eru við það að missa íbúðarhúsið sitt vegna óréttlátra vísitöluútreikninga eiga þeir hins vegar að ganga til liðs við Hagsmunasamtök heimilanna í baráttunni gegn ríkisstjórn fjármagnseigenda.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband