Ég hef ekki þá trú að Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður vanti vinnu og þurfi að sækja um embætti sjálfstæðs saksóknara til að framfleyta sér. Jón er talinn ágætur lögmaður og hefur væntanlega næg verkefni.
Dómsmálaráðuneytið vísar til g liðar 6. greinar laga nr. 88 frá 2008 um sakamál en þar stendur um hæfi:
,,g. fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa".
Þetta lagamál er náttúrlega fyrir okkur almenning hálfgert ,, rósamál".
Ég tel að allir sem eru með augun opin sjá að Jón sé ekki rétti maðurinn í starfið miðað við þær sérstöku aðstæður sem eru upp vegna bankahrunsins og meint eftirlitsleysi eftirlitsstofnana með fjármálastarfsemi.
Jón kýs að gera sig að píslarvotti vegna skoðana sinna á blogginu og fá meðaumkun almennings út á það.
Þess vegna er það skoðun mín að þetta sé pólitískt herbragð af hálfu Jóns Magnússonar hrl. til að koma höggi á stjórnvöld.
Ef hann hefði ætlað sér stöðuna hefði hann ekki dregið umsóknina til baka, heldur barist með lagabókstafinn að vopn.
Þeir sem ekki voru boðaðir í viðtal fengu bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.9.2009 | 19:18 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 223
- Sl. sólarhring: 289
- Sl. viku: 373
- Frá upphafi: 573691
Annað
- Innlit í dag: 213
- Innlit sl. viku: 331
- Gestir í dag: 209
- IP-tölur í dag: 207
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er misskilningur hjá þér Þorsteinn og þú getur séð það þegar þú lest bréf mitt. Ég vísa þar sérstaklega til þess að andmælarétturinn er í raun tekinn frá mér.
Það meinta vanhæfi sem tilgreint er í bréfi Dómsmálaráðuneytisins til mín er vegna skrifa á bloggsíðu mína. Annað ekki. Hvað nákvæmlega talið er athugvert kemur heldur ekki fram. Það að reyna að blanda þessu saman við störf sonar míns er rangt og það gera sér allir sem þekkja til vanhæfisreglna grein fyrir því.
Jón Magnússon, 14.9.2009 kl. 20:18
Jón, þú ruglar saman almennum bloggskrifum þínum og sértækum bloggskrifum um málefnið sem sérstakur saksóknari þyrfti að glíma við, algerlega óbrenndur af átökum út af viðkomandi málefni.
Dómsmálaráðuneytið segir einfaldlega um vanhæfið: ,,Að Jón haldi úti heimasíðu á veraldarvefnum jonmagnusson.blog.is. „Þar hefur Jón ítrekað tekið til umfjöllunar málefni tengd atburðunum í október 2008 er ríkið tók yfir stjórn viðskiptabankanna þriggja. Hann hefur greint frá skoðunum sínum bæði á mönnum og málefnum í þeim mæli að hætt er við að verulega myndi reyna á álitaefni um sérstakt hæfi hans sem saksóknara í tengslum við þau mál sem embættið hefur til meðferðar," segir í bréfi ráðuneytisins. Er Jóni boðið að skila inn athugasemdum.
Ég get ekki séð að það sé gengið á rétt þinn. Ráðherrar hafa þurft að víkja vegna úrskurðarmála vegna þess að þeir hafa tjáð sig um álitaefni sem til meðferðar hefur verið í viðkomandi ráðuneyti.
Þetta er náttúrlega réttarregla sem þér er fullkunnugt um.
Varðandi fv. forstjóra Fjármálaeftirlitsins og ættartengsl þín við hann að þá er það fullljóst og blasir við hvernig þau eru og væri ekki verjandi gagnvart almannahagsmunum að þú værir í þessum málarekstri sem sérstakur saksóknari.
En til áréttingar að þá ber að hafa þá réttarreglu í heiðri, að hver maður er saklaus uns sekt hans sé sönnuð svo það sé á hreinu, á minni heimasíðu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.