Þrír efstu menn á listum Borgarahreyfingarinnar til Alþingiskosningunum 25. apríl s.l. hafa fengið samviskubit út af því að hafa gengið af fundi vegna þess að þeir urðu undir í atkvæðagreiðslu á landsfundi sem boðaður hafði verið til og löglega settur og afgreiddi tillögur sem voru ekki að skapi þessara aðila.
Forvitnilegt er að lesa yfirlýsingu þeirra en þar segir m.a.; Borgarahreyfingin spratt upp sem lýðræðisafl til höfuðs þeim hefðbundnu stjórnmálaflokkum sem fyrir voru og hefur nú tapað sjónum á ábyrgð sinni við kjósendur þessa lands.
Og áfram; ,,13.499 manns greiddu upprunalegri hugmyndafræði Borgarahreyfingarinnar atkvæði sitt í vor og veittu okkur þar með umboð sitt til að fylgja henni eftir samkvæmt bestu vitund og sannfæringu. Það vefst því eðlilega fyrir okkur að atkvæði einungis 54 manna á landsfundi, innan við tíundi hluti þeirra sem þar hafa atkvæðisrétt, geti snúið á hvolf þeirri stefnu sem okkur var falið að vinna samkvæmt.
Frá mínum bæjardyrum séð er ekki hægt að alhæfa að 13.499 kjósendur hafi greitt atkvæði vegna þess að Borgarahreyfingin hafði eitthvað annað félagsform en hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar.
Fyrir þessari fullyrðingu liggja engar rannsóknir eða kannanir.
Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því að kjósendur hafi kosið Borgarahreyfinguna. Nærtækast er að nefna þá skýringu að kjósendur hafi viljað fylgja eftir þeim mótmælum sem urðu vegna óstjórnar í efnahagsmálum og opinberuðust í bankahruninu.
Fólk er reytt og stendur frammi fyrir aðstæðum sem ekki eru þekktar áður í sögu þjóðarinnar. Þess vegna vildi fólk skapa sér þjóðfélagsafl sem væri sýnilegt og kjósendur vildu ganga til atlögu við öfl í gömlu flokkunum þremur.
Í öllum félagsskap þarf eitthvað form og skipulag. Hreppaskipanin er líklega elsta kosningaform hjá okkur. Kosningar þar styðjast við landslög. Þar hefur lengst af verið kosið víða án íhlutunar stjórnmálaflokka. Samvinnufélögin eru ( voru með ) fulltrúalýðræði og félagslög, þar sem 6 félagsmenn voru á bak við hvern fulltrúa og svona væri hægt að halda áfram lengi. Það allra verst í pólitík er að skella á eftir sér dyrum án þess að láta bóka neytt og ekki þingmönnum sæmandi.
Íhuga áframhald á samstarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.9.2009 | 18:44 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 138
- Sl. sólarhring: 208
- Sl. viku: 288
- Frá upphafi: 573606
Annað
- Innlit í dag: 133
- Innlit sl. viku: 251
- Gestir í dag: 133
- IP-tölur í dag: 133
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var ekki þannig Þorsteinn að þau hefðu bara rokið á dyr. Það kom skýrt fram í ræðum þeirra í upphafi fundar að þau gætu ekki sætt sig við það að niðurstaðan yrði með þessum hætti sem raunin varð. Sögðu þá strax að þau myndu yfirgefa hreyfinguna ef þeirra hugmyndir yrðu ekki ofaná. Eða þannig skildi ég það.
Áður en þau fóru úr fundarsal gáfu þau svo út yfirlýsingu um að þau ætluðu að hugsa málin fram yfir helgi.
Jón Kristófer Arnarson, 13.9.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.