Þegar tveir deila hafa hvorirtveggja nokkuð til síns máls. En við þær aðstæður og tilurð Borgarahreyfingarinnar er þessi deila afar slæm sem birtist almenningi með útgöngu þingmanna Borgarahreyfingarinnar vegna þess að þeir urðu undir í atkvæðagreiðslu.
Erfitt er fyrir þann sem fyrir utan stendur að hafa yfirsýn yfir það sem gerðist og innanhreyfingar átök. Þegar þingmenn lýsa því aftur á móti yfir að þeir beygi sig ekki undir félagslög, þá er sjálfhætt og í raun virkar þetta kátlegt.
En þessi atburðir munu dýpka glundroða og stjórnleysi á stjórnamálavettvanginum og í almenningum og þá á ég ekki við afréttir og heiðarlönd, heldur torg og samkomustaði hverskonar.
Ekki bætir úr skák á innanlandsófriðinn að lögregluyfirvöld hafa verið iðinn við að auglýsa eigin vanmátt og fámenni. Þá hafa fjölmiðlar auglýst það í fyrirsögn að fangelsi séu yfirfull og þjófagengi gangi laus.
Þetta eru allt saman slæm skilaboð inn í samfélagið við þær aðstæður sem við búum nú við. Ég sé ekki neytt stjórnmálaafla eða stjórnmálaforingjar, sem gætu stillt til friðar hér ef til upplausnar drægi. Hér er engin Þorgeir Ljósvetningagoði í augsýn, þó Steingrímur Sigfússon sé vissulega að norðan og Þingeyingur og gæti sjálfsagt fengið húðfat lánað hjá bróður sínum. Slíkt yrði þó aðeins hægt að nota sem gamanmál fyrir ferðamenn.
Miðað við að þingmenn Borgarahreyfingarinnar geri alvöru úr því að slíta sig frá hreyfingunni sem fleytti þeim inn á þing þá er komin upp alveg ný staða í stjórnmálalífinu.
Formúlan er þessi: Fólk platar bara einhverja til styðja sig til Alþingis og gerast svo Sjálfseignaralþingismenn og passar sig svo bara að því að halda enga þingmálafundi fyrir kjósendur.
Átök innan Borgarahreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.9.2009 | 13:24 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 566947
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.