Sóknarfæri í Suðvesturkjördæmi

Ef allt fer fram sem horfir að atkvæðamisvægið til Alþingiskosninga verði leiðrétt milli kjördæma eru sóknarfærin til þingmennsku í Suðvesturkjördæmi.

Þar eiga að réttu að vera 16 þingsæti en eru 12 þingsæti. Það eru því 4 þingsæti sem er óráðstafað.

Norðvesturkjördæmi verður með 6 þingsæti og þar er ekkert pláss fyrir Halldór.

Svo það er eðlilegt að farið er að bera víurnar í duglega stjórnmálamenn og óskirnar komi frá Hafnarfirði.

Straumur stjórnmálakandídata liggur til Suðvesturskjördæmis. Flóttinn er brostin á til stærsta kjördæmis landsins, sem nú um stundir er ekki nema með 1/2 atkvæði pr. kjósanda.

Fyrr eða síðar vera það handhafar löggjafarvalds, nú eða þá dómstólar sem leiðrétta atkvæðamisvægið.

Það gengur ekki lengur að kjósendur séu að framvísa hálfónýtu atkvæði í kjörklefanum.


mbl.is Vilja fá Halldór til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband