Vaktin á horninu

Helgi Hóseasson er látinn. Þrátt fyrir miklar rannsóknir í guðfræði veit engin enn hvort hann eða aðrir fari til Guðs að lokinni ævivist.

Síðustu æviár sín stóð hann mótmælavakt sína á horni Langholtsvegar og Holtavegar. Var hann gjarnan þar með mótmælaspjald sitt, þegar skólabörn voru á leið í skóla á morgnana.

Hann var orðin hluti af umhverfinu og aldrei sá ég börn amast við skrítna karlinum þar, hann lyftist upp og stóð teinréttur þegar bílstjórar sendu honum létt vinalegt flaut.

Helgi stóð alla tíð óbrotinn í mótmælum sínum og mun verð í sögunni nokkur fyrirmynd annarra. En hann var allatíð afskaplega sérvitur og forn en það er bara gott að menn séu litríkir.

Ég færði það eitt sinn í tal við hann hvort hann væri  því ekki fylgjandi  að komið væri upp töflu þarna á horninu þar sem almenningur gæti hengt upp mótmæli sín. Ráðherrar og mektarmenn gætu svo skotist í kaffitíma sínum og lesið mótmælinn og vitað hvað væri í gangi á hverjum tíma. Helga leist vel á þessa hugmynd. Í mínum huga er það alveg klárt að það þarf að gera eitthvað þarna á horninu sem minnir á Helga.

Nú er bloggið allsráðandi og fólk kemur mótmælum sínum þar á framfæri en Mótmælandi Íslands verður alltaf einn og verður að standa fast á sínu.


mbl.is Helgi Hóseasson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband