Hver er venjan?

Ég vissi ekki að Reykjavíkurborg væri að styrkja stjórnmálaflokka. Það væri gott að fá það fram með hvaða hætti sveitarfélög styrkja framboðslista, hvort framlögin séu lögbundin eða sveitarfélög frjáls að því með hvaða hætti þetta sé gert?

Hver er venjan í þessu máli? Fer ekki féð til sveitarstjórnarlistanna eða er þetta greitt til flokkanna á landsvísu? Og eftir hvaða formúlu er framlagið reiknað?

Það standa engin rök til þess að þetta fé fari til stjórnmálaflokka á landsvísu nema þeir standi þá að kostnaði við viðkomandi framboð í sveitarfélögum og greiði það til baka.

Svo er nauðsynlegt að halda því til haga hversvegna Ólafur Magnússon klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma. Það var út af umhverfismálum. Hann var ekki sáttur við stefnuna. 

Og mig minnir að hann hafi verið andvígur því að borgin veitti Landsvirkjun ábyrgð fyrir sitt leiti á Kárahnjúkavirkjun.

Það væri gott að fá meiri almennar upplýsingar um þessi mál svo fólk geti áttað sig á málavöxtum.


mbl.is Saka Ólaf F. um fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband